Hið versta mál enda Rut sárþjáð og eitthvað þurfti að gera út af tönninni. Eyjamenn eru heppnir að eiga góðan tannlækni í Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara karla, sem var einmitt staddur á vellinum.
Heimir var fljótur að stökkva til, fara inn á völlinn og kíkja á leikmanninn. Hún fór svo með honum af vellinum og upp á tannlæknastofu hans.
Þar settist Rut í stólinn hjá Heimi í Fylkisbúningnum og landsliðsþjálfarinn var ekki lengi að kippa þessu í liðinn.



Stundum kemur hann Íslandi á stórmót & stundum skutlar hann mér á stofuna sína til að troða tönn aftur í. Whataman. pic.twitter.com/NrvWCm747S
— Rut Kristjánsdóttir (@rutkri93) August 10, 2016