Sælkerahöll í Holtagörðum á næsta ári Sæunn Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2016 07:00 Sælkerahöllin á að vera í anda Torvehallerne og Borough Market þar sem matur, menning og umhverfi tvinnast saman. vísir/afp Margir áhugasamir hafa haft samband við Reiti fasteignafélag vegna þátttöku í uppbyggingu og rekstri á nýjum veitinga- og matarmarkaði í Holtagörðum. Þetta segir Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Friðjón segir að hægt verði að opna markaðinn í fyrsta lagi á næsta ári. Sælkerahöllin verður með básafyrirkomulag þar sem tólf fermetra og stærri rými eru í boði, með eða án bakrýma. Hún verður í anda Torvehallerne og Borough Market þar sem matur, menning og umhverfi tvinnast saman. „Við erum að taka við umsóknum núna, það hafa nú þegar borist þó nokkrar. Tilgangurinn með því að auglýsa var að kanna áhugann og við erum að gera það hjá stórum og smáum rekstraraðilum,“ segir Friðjón. „Það er áhugi á þessu fyrirbæri en þetta er í mótun hjá okkur.“ Sælkerahöllinni er ætlað að höfða bæði til ferðamanna og heimamanna. Um 600 þúsund ferðamenn nýta sér árlega samgöngumiðstöðina í Holtagörðum og 14 þúsund íbúar eru í Laugarnes- og Laugaráshverfi, Heimum og Vogum. Friðjón segir að ekki sé búið að finna markaðnum endanlegan stað í húsinu, né hversu stórt svæðið verður, það verði metið í september. Hann segir að það fari eftir eiginleika markaðarins hvenær hann verði opnaður. „Þetta er öðruvísi nálgun en þegar við auglýsum rými til leigu. Þetta er í takt við þróunina núna. Þú vilt kannski kaupa einhverja vöru og heyra einhverja sögu um hana eða fá einhvern sérfræðing sem segir þér hvernig þú átt að nota hana, hvort sem það er sápa eða kjöt. Þessu eru neytendur að sækjast eftir,“ segir Friðjón Sigurðarson.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Margir áhugasamir hafa haft samband við Reiti fasteignafélag vegna þátttöku í uppbyggingu og rekstri á nýjum veitinga- og matarmarkaði í Holtagörðum. Þetta segir Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Friðjón segir að hægt verði að opna markaðinn í fyrsta lagi á næsta ári. Sælkerahöllin verður með básafyrirkomulag þar sem tólf fermetra og stærri rými eru í boði, með eða án bakrýma. Hún verður í anda Torvehallerne og Borough Market þar sem matur, menning og umhverfi tvinnast saman. „Við erum að taka við umsóknum núna, það hafa nú þegar borist þó nokkrar. Tilgangurinn með því að auglýsa var að kanna áhugann og við erum að gera það hjá stórum og smáum rekstraraðilum,“ segir Friðjón. „Það er áhugi á þessu fyrirbæri en þetta er í mótun hjá okkur.“ Sælkerahöllinni er ætlað að höfða bæði til ferðamanna og heimamanna. Um 600 þúsund ferðamenn nýta sér árlega samgöngumiðstöðina í Holtagörðum og 14 þúsund íbúar eru í Laugarnes- og Laugaráshverfi, Heimum og Vogum. Friðjón segir að ekki sé búið að finna markaðnum endanlegan stað í húsinu, né hversu stórt svæðið verður, það verði metið í september. Hann segir að það fari eftir eiginleika markaðarins hvenær hann verði opnaður. „Þetta er öðruvísi nálgun en þegar við auglýsum rými til leigu. Þetta er í takt við þróunina núna. Þú vilt kannski kaupa einhverja vöru og heyra einhverja sögu um hana eða fá einhvern sérfræðing sem segir þér hvernig þú átt að nota hana, hvort sem það er sápa eða kjöt. Þessu eru neytendur að sækjast eftir,“ segir Friðjón Sigurðarson.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira