Fótbolti

Watzke: Bayern laug að Götze

Anton Ingi Leifsson skrifar
Götze á æfingu með Dortmund á dögunum.
Götze á æfingu með Dortmund á dögunum. vísir/getty
Hans-Joachim Watzke, framkvæmdarstjóri Dortmund, segir að Mario Götze hafi ekki náð að aðlagast hjá Bayern vegna þess að það var logið að honum.

Miðjumaðurinn sem skoraði sigurmarkið á heimsmeistaramótinu fyrir tveimur árum, fór frá Dortmund til helstu óvinina í Bayern sumarið 2013.

Götze var inn og út úr liðinu hjá Bayern fyrstu tvö árin, en eftir að hann meiddist á síðasta tímabili átti hann enga leið í liðið hjá Pep Guardiola, stjóra liðsins.

Hann gekk svo aftur í raðir Dortmund í sumar, en þar var hann aðalmaðurinn í liðinu sem vann tvo þýska deildartitla og komst einu sinni í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni.

„Ferill Götze klúðraðist hjá Bayern því það var logið að honum. Ég vil ekki segja nein nöfn, en þannig var það," sagði Watzke við Die Zeit.

Dortmund borgaði 26 milljónir evra fyrir kappann í sumar, en þeir seldu hann á sínum tíma á 37 milljónir evra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×