Upphefð hinna uppteknu Hildur Björnsdóttir skrifar 12. ágúst 2016 06:00 Þessi tilhneiging hefur verið rík síðustu ár. Líkt og fátt þyki fínna. Hámörkun mannlegrar upphefðar. Fólk segir frá því á innsoginu og stækkar samstundis um nokkur númer. Ég er bara svo ótrúlega bissí. Flest viljum við njóta velgengni. Skilgreining samfélagsins á hugtakinu er þó nokkuð einsleit: Flestar vinnustundir fyrir hæsta endurgjaldið. Dugnaðurinn dyggð og viðstöðulaus viðvera virðingarverð. Árangurinn talinn í eignum og gjaldmiðlum. Fórnirnar sjaldnast bókfærðar. Heilsan, fjölskyldan og lífið sjálft - allt mætir þetta afgangi. Í forgrunni aðeins eitt. Upphefð hinna uppteknu. Aðspurðir á dánarbeðinu um helstu eftirsjár svara flestir hinu sama. Þeir óska þess að hafa eytt meiri tíma með fjölskyldunni. Að hafa verið til staðar á uppvaxtarárum barna sinna. Það óskar sér enginn þess að hafa eytt fleiri stundum á skrifstofunni. Eða færri stundum með nákomnum. Starfsævin er löng. Barnæskan er stutt. Lykillinn er jafnvægi. Er ekki kominn tími til að endurskilgreina hugmyndina um velgengni? Nýtur sá ekki mestrar velgengni sem hefur hvað mest frelsi? Sá sem hefur vald yfir eigin tíma? Sá sem hámarkar eigin hamingju - jafnvel annarra? Sá sem alls ekki er alltaf svo upptekinn? Mörg einblínum við svo á framtíðar velgengni að við sjáum ekki dásemdir dagsins í dag. Reglulega erum við svo áminnt um dauðann sem gæti vitjað okkar hvenær sem er. Tíminn er takmarkaður. Lífið er ekki á morgun. Það hefst ekki einbýlishúsi síðar. Það hefst ekki stöðuhækkun síðar. Lífið er núna. Gleymum ekki að njóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun
Þessi tilhneiging hefur verið rík síðustu ár. Líkt og fátt þyki fínna. Hámörkun mannlegrar upphefðar. Fólk segir frá því á innsoginu og stækkar samstundis um nokkur númer. Ég er bara svo ótrúlega bissí. Flest viljum við njóta velgengni. Skilgreining samfélagsins á hugtakinu er þó nokkuð einsleit: Flestar vinnustundir fyrir hæsta endurgjaldið. Dugnaðurinn dyggð og viðstöðulaus viðvera virðingarverð. Árangurinn talinn í eignum og gjaldmiðlum. Fórnirnar sjaldnast bókfærðar. Heilsan, fjölskyldan og lífið sjálft - allt mætir þetta afgangi. Í forgrunni aðeins eitt. Upphefð hinna uppteknu. Aðspurðir á dánarbeðinu um helstu eftirsjár svara flestir hinu sama. Þeir óska þess að hafa eytt meiri tíma með fjölskyldunni. Að hafa verið til staðar á uppvaxtarárum barna sinna. Það óskar sér enginn þess að hafa eytt fleiri stundum á skrifstofunni. Eða færri stundum með nákomnum. Starfsævin er löng. Barnæskan er stutt. Lykillinn er jafnvægi. Er ekki kominn tími til að endurskilgreina hugmyndina um velgengni? Nýtur sá ekki mestrar velgengni sem hefur hvað mest frelsi? Sá sem hefur vald yfir eigin tíma? Sá sem hámarkar eigin hamingju - jafnvel annarra? Sá sem alls ekki er alltaf svo upptekinn? Mörg einblínum við svo á framtíðar velgengni að við sjáum ekki dásemdir dagsins í dag. Reglulega erum við svo áminnt um dauðann sem gæti vitjað okkar hvenær sem er. Tíminn er takmarkaður. Lífið er ekki á morgun. Það hefst ekki einbýlishúsi síðar. Það hefst ekki stöðuhækkun síðar. Lífið er núna. Gleymum ekki að njóta.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun