Lét hinar halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Eygló fagnar í lauginni í gær. vísir/anton brink Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. Sigurvíman fór ekki fram hjá neinum og það var magnað að sjá svona flottan íþróttamann vera búinn að ná metnaðarfullu markmiði sínu á stærsta sviði sundsins. Nýtt Íslandsmet og sæti í úrslitum í grein þar sem samkeppnin er það mikil að ríkjandi Ólympíumeistari og heimsmethafi, Missy Franklin, komst ekki í úrslitin. Missy Franklin sýndi þó rétta íþróttaandann eftir sundið og óskaði Eygló Ósk til hamingju með árangurinn þótt hún sjálf hafi barist við tárin. „Ég er næstum því að fara gráta því þetta er svo geðveikt. Ég hugsaði bara um það að mér væri alveg sama hvort ég syndi á morgun eða ekki. Ég leit bara á þetta sem seinasta sundið mitt og ætlaði bara að gefa allt í þetta,“ sagði Eygló eftir þetta frábærlega útfærða sund sitt. Hún hafði rétt áður fylgst með seinni riðlinum klárast þar sem ekki fleiri en fimm sundkonur máttu synda hraðar en hún. Fjórar syntu hraðar og ein á sama tíma. Eygló var þar með komin í hóp átta bestu sundkvennanna í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó. „Þetta er ólýsanlegt. Það að ég hafi verið í sjötta sætti á EM,“ segir Eygló og rifjar upp Evrópumótið þar sem Hrafnhildur Lúthersdóttir vann þrenn verðlaun en Eygló komst „bara“ í úrslit. Ég nota orðið bara því þessar sundstelpur okkar eru fyrir löngu komnar í heimsklassa. „Ég var nú ekki að standa mig neitt alltof vel á EM miðað við hvað ég ætlaði mér. Það að vera í sjötta sæti á EM og vera svo í sjöunda til áttunda inn á Ólympíuleikunum,“ segir Eygló og brosir. „Evrópumótið lét aðrar stelpur kannski halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig. Ég vona að ég hafi komið þeim á óvart,“ segir Eygló. Hún endaði í 14. sæti í 100 metra baksundinu en ætlaði sér meira en að komast í undanúrslitin þótt það hafi verið sögulegur árangur á þeim tíma. „Einbeitingin var á það að standa sig hér og eftir 100 metra baksundið þá viðurkenni ég það alveg að ég var orðin svolítið stressuð. Ég bætti mig ekki þar og gerði ekki það sem mig langaði að gera sem var að fara undir mínútuna,“ segir Eygló. „Þegar ég hugsa betur út í þetta þá vorum við þjálfarinn minn að einbeita okkur meira að 200 metra sundinu. Við vorum því ekki mikið að æfa sprettæfingar og eitthvað svoleiðis. Þetta var markmiðið,“ segir Eygló. Fréttablaðið var farið í prentun þegar kom að úrslitasundinu í nótt. Þetta var annað úrslitasund íslenskrar sundkonu á leikunum í Ríó sem er mögnuð staðreynd þegar enginn hafði komist í undanúrslit fyrir þessa sögulegu leika. „Ég á ekki að segja þetta en mér er eiginlega alveg sama hvað gerist á morgun (í nótt). Hvort ég verð langseinust eða hvort ég verð í fyrsta sæti. Bara að vera komin í úrslitin er draumi líkt,“ sagði Eygló að lokum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Sjá meira
Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. Sigurvíman fór ekki fram hjá neinum og það var magnað að sjá svona flottan íþróttamann vera búinn að ná metnaðarfullu markmiði sínu á stærsta sviði sundsins. Nýtt Íslandsmet og sæti í úrslitum í grein þar sem samkeppnin er það mikil að ríkjandi Ólympíumeistari og heimsmethafi, Missy Franklin, komst ekki í úrslitin. Missy Franklin sýndi þó rétta íþróttaandann eftir sundið og óskaði Eygló Ósk til hamingju með árangurinn þótt hún sjálf hafi barist við tárin. „Ég er næstum því að fara gráta því þetta er svo geðveikt. Ég hugsaði bara um það að mér væri alveg sama hvort ég syndi á morgun eða ekki. Ég leit bara á þetta sem seinasta sundið mitt og ætlaði bara að gefa allt í þetta,“ sagði Eygló eftir þetta frábærlega útfærða sund sitt. Hún hafði rétt áður fylgst með seinni riðlinum klárast þar sem ekki fleiri en fimm sundkonur máttu synda hraðar en hún. Fjórar syntu hraðar og ein á sama tíma. Eygló var þar með komin í hóp átta bestu sundkvennanna í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó. „Þetta er ólýsanlegt. Það að ég hafi verið í sjötta sætti á EM,“ segir Eygló og rifjar upp Evrópumótið þar sem Hrafnhildur Lúthersdóttir vann þrenn verðlaun en Eygló komst „bara“ í úrslit. Ég nota orðið bara því þessar sundstelpur okkar eru fyrir löngu komnar í heimsklassa. „Ég var nú ekki að standa mig neitt alltof vel á EM miðað við hvað ég ætlaði mér. Það að vera í sjötta sæti á EM og vera svo í sjöunda til áttunda inn á Ólympíuleikunum,“ segir Eygló og brosir. „Evrópumótið lét aðrar stelpur kannski halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig. Ég vona að ég hafi komið þeim á óvart,“ segir Eygló. Hún endaði í 14. sæti í 100 metra baksundinu en ætlaði sér meira en að komast í undanúrslitin þótt það hafi verið sögulegur árangur á þeim tíma. „Einbeitingin var á það að standa sig hér og eftir 100 metra baksundið þá viðurkenni ég það alveg að ég var orðin svolítið stressuð. Ég bætti mig ekki þar og gerði ekki það sem mig langaði að gera sem var að fara undir mínútuna,“ segir Eygló. „Þegar ég hugsa betur út í þetta þá vorum við þjálfarinn minn að einbeita okkur meira að 200 metra sundinu. Við vorum því ekki mikið að æfa sprettæfingar og eitthvað svoleiðis. Þetta var markmiðið,“ segir Eygló. Fréttablaðið var farið í prentun þegar kom að úrslitasundinu í nótt. Þetta var annað úrslitasund íslenskrar sundkonu á leikunum í Ríó sem er mögnuð staðreynd þegar enginn hafði komist í undanúrslit fyrir þessa sögulegu leika. „Ég á ekki að segja þetta en mér er eiginlega alveg sama hvað gerist á morgun (í nótt). Hvort ég verð langseinust eða hvort ég verð í fyrsta sæti. Bara að vera komin í úrslitin er draumi líkt,“ sagði Eygló að lokum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Sjá meira