Lét hinar halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Eygló fagnar í lauginni í gær. vísir/anton brink Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. Sigurvíman fór ekki fram hjá neinum og það var magnað að sjá svona flottan íþróttamann vera búinn að ná metnaðarfullu markmiði sínu á stærsta sviði sundsins. Nýtt Íslandsmet og sæti í úrslitum í grein þar sem samkeppnin er það mikil að ríkjandi Ólympíumeistari og heimsmethafi, Missy Franklin, komst ekki í úrslitin. Missy Franklin sýndi þó rétta íþróttaandann eftir sundið og óskaði Eygló Ósk til hamingju með árangurinn þótt hún sjálf hafi barist við tárin. „Ég er næstum því að fara gráta því þetta er svo geðveikt. Ég hugsaði bara um það að mér væri alveg sama hvort ég syndi á morgun eða ekki. Ég leit bara á þetta sem seinasta sundið mitt og ætlaði bara að gefa allt í þetta,“ sagði Eygló eftir þetta frábærlega útfærða sund sitt. Hún hafði rétt áður fylgst með seinni riðlinum klárast þar sem ekki fleiri en fimm sundkonur máttu synda hraðar en hún. Fjórar syntu hraðar og ein á sama tíma. Eygló var þar með komin í hóp átta bestu sundkvennanna í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó. „Þetta er ólýsanlegt. Það að ég hafi verið í sjötta sætti á EM,“ segir Eygló og rifjar upp Evrópumótið þar sem Hrafnhildur Lúthersdóttir vann þrenn verðlaun en Eygló komst „bara“ í úrslit. Ég nota orðið bara því þessar sundstelpur okkar eru fyrir löngu komnar í heimsklassa. „Ég var nú ekki að standa mig neitt alltof vel á EM miðað við hvað ég ætlaði mér. Það að vera í sjötta sæti á EM og vera svo í sjöunda til áttunda inn á Ólympíuleikunum,“ segir Eygló og brosir. „Evrópumótið lét aðrar stelpur kannski halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig. Ég vona að ég hafi komið þeim á óvart,“ segir Eygló. Hún endaði í 14. sæti í 100 metra baksundinu en ætlaði sér meira en að komast í undanúrslitin þótt það hafi verið sögulegur árangur á þeim tíma. „Einbeitingin var á það að standa sig hér og eftir 100 metra baksundið þá viðurkenni ég það alveg að ég var orðin svolítið stressuð. Ég bætti mig ekki þar og gerði ekki það sem mig langaði að gera sem var að fara undir mínútuna,“ segir Eygló. „Þegar ég hugsa betur út í þetta þá vorum við þjálfarinn minn að einbeita okkur meira að 200 metra sundinu. Við vorum því ekki mikið að æfa sprettæfingar og eitthvað svoleiðis. Þetta var markmiðið,“ segir Eygló. Fréttablaðið var farið í prentun þegar kom að úrslitasundinu í nótt. Þetta var annað úrslitasund íslenskrar sundkonu á leikunum í Ríó sem er mögnuð staðreynd þegar enginn hafði komist í undanúrslit fyrir þessa sögulegu leika. „Ég á ekki að segja þetta en mér er eiginlega alveg sama hvað gerist á morgun (í nótt). Hvort ég verð langseinust eða hvort ég verð í fyrsta sæti. Bara að vera komin í úrslitin er draumi líkt,“ sagði Eygló að lokum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. Sigurvíman fór ekki fram hjá neinum og það var magnað að sjá svona flottan íþróttamann vera búinn að ná metnaðarfullu markmiði sínu á stærsta sviði sundsins. Nýtt Íslandsmet og sæti í úrslitum í grein þar sem samkeppnin er það mikil að ríkjandi Ólympíumeistari og heimsmethafi, Missy Franklin, komst ekki í úrslitin. Missy Franklin sýndi þó rétta íþróttaandann eftir sundið og óskaði Eygló Ósk til hamingju með árangurinn þótt hún sjálf hafi barist við tárin. „Ég er næstum því að fara gráta því þetta er svo geðveikt. Ég hugsaði bara um það að mér væri alveg sama hvort ég syndi á morgun eða ekki. Ég leit bara á þetta sem seinasta sundið mitt og ætlaði bara að gefa allt í þetta,“ sagði Eygló eftir þetta frábærlega útfærða sund sitt. Hún hafði rétt áður fylgst með seinni riðlinum klárast þar sem ekki fleiri en fimm sundkonur máttu synda hraðar en hún. Fjórar syntu hraðar og ein á sama tíma. Eygló var þar með komin í hóp átta bestu sundkvennanna í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó. „Þetta er ólýsanlegt. Það að ég hafi verið í sjötta sætti á EM,“ segir Eygló og rifjar upp Evrópumótið þar sem Hrafnhildur Lúthersdóttir vann þrenn verðlaun en Eygló komst „bara“ í úrslit. Ég nota orðið bara því þessar sundstelpur okkar eru fyrir löngu komnar í heimsklassa. „Ég var nú ekki að standa mig neitt alltof vel á EM miðað við hvað ég ætlaði mér. Það að vera í sjötta sæti á EM og vera svo í sjöunda til áttunda inn á Ólympíuleikunum,“ segir Eygló og brosir. „Evrópumótið lét aðrar stelpur kannski halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig. Ég vona að ég hafi komið þeim á óvart,“ segir Eygló. Hún endaði í 14. sæti í 100 metra baksundinu en ætlaði sér meira en að komast í undanúrslitin þótt það hafi verið sögulegur árangur á þeim tíma. „Einbeitingin var á það að standa sig hér og eftir 100 metra baksundið þá viðurkenni ég það alveg að ég var orðin svolítið stressuð. Ég bætti mig ekki þar og gerði ekki það sem mig langaði að gera sem var að fara undir mínútuna,“ segir Eygló. „Þegar ég hugsa betur út í þetta þá vorum við þjálfarinn minn að einbeita okkur meira að 200 metra sundinu. Við vorum því ekki mikið að æfa sprettæfingar og eitthvað svoleiðis. Þetta var markmiðið,“ segir Eygló. Fréttablaðið var farið í prentun þegar kom að úrslitasundinu í nótt. Þetta var annað úrslitasund íslenskrar sundkonu á leikunum í Ríó sem er mögnuð staðreynd þegar enginn hafði komist í undanúrslit fyrir þessa sögulegu leika. „Ég á ekki að segja þetta en mér er eiginlega alveg sama hvað gerist á morgun (í nótt). Hvort ég verð langseinust eða hvort ég verð í fyrsta sæti. Bara að vera komin í úrslitin er draumi líkt,“ sagði Eygló að lokum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira