Leikskólafrí Berglind Pétursdóttir skrifar 15. ágúst 2016 06:00 Nú fer loksins að sjá fyrir endann á þessu sumarrugli. Smyrðu ömmuflatköku og tíndu rifsber hvað ég er tilbúin í þetta haust. Ástæðan? Sumarfrí í leikskólum. Þvílíkt konsept. Þetta hefur lengi verið tabú meðal foreldra en ég er tilbúin að opna á þessa umræðu. Getur einhver vinsamlegast sett mig á forsíðu þar sem ég ræði þetta mál opinskátt, það er einmanalegt hér á baksíðunni? En aftur að efninu. Fimm vikna sumarfrí barna er klárlega rómantísk tilhugsun til að byrja með. Endur á tjörninni, berjamór og samverustundir í sumarbústað. Loksins tími til að verja saman og bæta upp fyrir öll skiptin sem þau hafa verið send í pössun svo við getum farið á Prikið að dansa. Síðan líður fyrsti frídagurinn og allir eru úrvinda. Ég var búin að steingleyma því að syni mínum er drullusama hvort ég er þreytt eða nenni að fara með hann í sund á hverjum degi. Ég neyddist (jamm, neyddist) til að taka sumarfrí í vinnunni á öðrum tíma en fríið var í leikskólanum til þess að fara að horfa á Ísland keppa í íþrótt (HÚH). Þannig að þegar það kom að sumarleyfum leikskólastarfsmanna þurfti ég að endurreisa allar brenndar brýr og innheimta alla greiða sem ég átti hjá vandamönnum, ömmum, fyrrverandi stjúpömmum og ömmusystrum vinkvenna frænkna. Þakka ég hér með öllum sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir. Þegar leikskólinn byrjaði svo loksins aftur skoppaði drengurinn svo hratt í þolinmóðan faðm leikskólakennaranna að ég hef aldrei séð annað eins. Guð blessi þessa kennara. Ég kýs þann flokk sem hækkar laun þessarar stéttar og leggur niður sumarleyfin í leiðinni.Birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. ágúst 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun
Nú fer loksins að sjá fyrir endann á þessu sumarrugli. Smyrðu ömmuflatköku og tíndu rifsber hvað ég er tilbúin í þetta haust. Ástæðan? Sumarfrí í leikskólum. Þvílíkt konsept. Þetta hefur lengi verið tabú meðal foreldra en ég er tilbúin að opna á þessa umræðu. Getur einhver vinsamlegast sett mig á forsíðu þar sem ég ræði þetta mál opinskátt, það er einmanalegt hér á baksíðunni? En aftur að efninu. Fimm vikna sumarfrí barna er klárlega rómantísk tilhugsun til að byrja með. Endur á tjörninni, berjamór og samverustundir í sumarbústað. Loksins tími til að verja saman og bæta upp fyrir öll skiptin sem þau hafa verið send í pössun svo við getum farið á Prikið að dansa. Síðan líður fyrsti frídagurinn og allir eru úrvinda. Ég var búin að steingleyma því að syni mínum er drullusama hvort ég er þreytt eða nenni að fara með hann í sund á hverjum degi. Ég neyddist (jamm, neyddist) til að taka sumarfrí í vinnunni á öðrum tíma en fríið var í leikskólanum til þess að fara að horfa á Ísland keppa í íþrótt (HÚH). Þannig að þegar það kom að sumarleyfum leikskólastarfsmanna þurfti ég að endurreisa allar brenndar brýr og innheimta alla greiða sem ég átti hjá vandamönnum, ömmum, fyrrverandi stjúpömmum og ömmusystrum vinkvenna frænkna. Þakka ég hér með öllum sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir. Þegar leikskólinn byrjaði svo loksins aftur skoppaði drengurinn svo hratt í þolinmóðan faðm leikskólakennaranna að ég hef aldrei séð annað eins. Guð blessi þessa kennara. Ég kýs þann flokk sem hækkar laun þessarar stéttar og leggur niður sumarleyfin í leiðinni.Birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. ágúst 2016