Kórónuðu ótrúlegt ár í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2016 07:00 Hrafnhildur og Eygló Ósk komust báðar í úrslit á Ólympíuleikunum í Ríó. vísir/anton Íslenskar konur höfðu ekki komist í úrslit á stórmótum fyrir HM í Kazan fyrir ári en nú, um 52 vikum síðar, hafa þær Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir synt tólf úrslitasund á HM, EM25, EM og nú síðast á Ólympíuleikunum í Ríó. Þær Hrafnhildur og Eygló urðu ekki aðeins fyrstar íslenskra sundkvenna til að komast í undanúrslit á Ólympíuleikum því þeim tókst báðum að synda sig inn í úrslit. Báðar ætluðu þær sér mikið og jafnvel aðeins meira. Það var á þeim að heyra eftir síðasta sund þeirra hér úti í Ríó að þær hungraði í meira. Eygló er fjórum árum yngri en Hrafnhildur og því mjög líklegt að hún reyni við Ólympíuleikana í Tókýó en Hrafnhildur er heldur ekki búin að loka á þá leika sem er mjög gott mál.Hrafnhildur lenti í 6. sæti í 100 metra bringusundi.vísir/antonToppurinn hingað til „Þetta var svo skemmtilegt. Það var rosalega gaman að fá að vera partur af þessu og fá að taka þátt í úrslitunum. Þetta er eitthvað sem ég ætla klárlega að gera aftur,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir. „Þetta er toppurinn hingað til en ég held að ég sé ekki búin ennþá. Ég held að ég eigi meira inni og geti gert betur,“ segir Hrafnhildur Lúthersdóttir. „Að komast í úrslit er engu líkt. Ég er rosalega ánægð með það en Evrópumeistaramótið var líka alveg frábært hjá mér. Ég er rosalega ánægð með hvernig þetta seinasta ár hefur farið,“ segir Hrafnhildur. Þær hafa í sameiningu komið íslenska sundinu á kortið á síðustu tólf mánuðum. Fimm verðlaun á Evrópumótum, þrjú úrslitasund á HM og loks báðar með úrslitasund og tvö sund hvor inn á topp fjórtán á Ólympíuleikum. „Ég er eiginlega búin að æfa síðan á síðustu Ólympíuleikum og það er hörð vinna að baki á þessum fjórum árum. Ég er greinilega að uppskera eins og ég sáði. Maður þarf að vera með hausinn í lagi þegar maður er að keppa á móti svona stórum nöfnum og á móti fólki sem á heimsmet eða er heimsmeistarar eða Ólympíumeistarar,“ segir Hrafnhildur. „Þetta er gott fyrsta skref að því sem ég ætla að gera í framtíðinni á Ólympíuleikunum. Draumur minn rættist um helgina. Ég er himinlifandi með þetta. Ég hef stefnt að þessu og draumur minn var að komast í úrslit. Það gerðist og það er svo þess virði að synda og gefa allt sitt í íþróttina sína þegar maður fær loksins að upplifa drauminn sinn,“ segir Eygló Ósk. Þetta er búið að vera langt og strangt ferli og báðar stelpurnar eru á leiðinni í langþráð frí til að hlaða batteríin. „Ég er þreytt og ætla að taka mér verðskuldað frí. Ég held að ég komi til baka og byrji að æfa á fullu eftir fríið. Ég vil mun meira,“ segir Hrafnhildur. „Það er ofboðslega gott að vera komin í frí en smá sorglegt að vera búin. Ég væri alveg til í að synda þetta aftur og upplifa þetta aftur. Nú er bara að bíða í fjögur ár þangað til á næstu leikum,“ segir Eygló.Eygló kíkti á körfuboltaleik Bandaríkjanna og Frakklands í gær.vísir/antonÆtlar að upplifa alla Ólympíuleikana „Næstu skref er að slaka á og fara í sumarfrí í smástund. Svo bara að byrja að æfa aftur og stefna á að synda hratt í desember á HM,“ segir Eygló en hún ætlar að drekka í sig Ólympíustemninguna næstu vikuna. „Á seinustu leikum fór ég aðeins fyrr út úr þorpinu og ákvað að vera með fjölskyldu minni og svona. Þá var ég aðeins yngri og var búin að vera alltof lengi í æfingabúðum. Núna ákvað ég að vera alveg fram að lokahátíðinni og upplifa alla Ólympíuleikana. Ég sé alls ekki eftir því og þetta verður bara gaman,“ segir hún. Eygló er hundrað prósent ákveðin í að vera með eftir fjögur ár en þetta er langur tími og Hrafnhildur er á þeim tímamótum nú að hafa ekki stuðninginn frá Flórídaháskólanum lengur. „Næstu Ólympíuleikar eru svolítið langt í burtu núna. Mig langar rosalega til Tókýó og ég held að það verði frábært. Það er orðrómur um að þeir séu tilbúnir. Það er allt annað en hér, þegar ekkert var einu sinni tilbúið. Ég held að það verði frábærir leikar og ef ég held áfram að standa mig svona vel þá vona ég að ég geti farið þangað,“ segir Hrafnhildur.grafík/fréttablaðiðSendiherrar sundsins Það eru líka mikil forréttindi að fá að umgangast þessar stelpur. Báðar eru þær nefnilega til mikillar fyrirmyndar að öllu leyti og alltaf tilbúnar að gefa af sér í viðtölum sem öðru. Það er ómetanlegt fyrir sundíþróttina á Íslandi að eiga slíka sendiherra og það besta er að þær gera sér báðar grein fyrir því hversu mikilvægt er fyrir íþróttina á Íslandi að þær láti verkin tala bæði í sundlauginni sem og í viðtölum við fjölmiðla. Sundinu á Ólympíuleikunum er nú lokið og það verður að viðurkennast að ég get varla beðið eftir að sjá hvað þessar stelpur gera næst, hugsanlega á HM í 25 metra laug í Kanada í desember. Þær hafa reyndar spillt okkur á þessu ári með þessum einstaka árangri sínum en hafa jafnframt báðar alla burði til að halda sér meðal þeirra bestu í heimi. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Sjá meira
Íslenskar konur höfðu ekki komist í úrslit á stórmótum fyrir HM í Kazan fyrir ári en nú, um 52 vikum síðar, hafa þær Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir synt tólf úrslitasund á HM, EM25, EM og nú síðast á Ólympíuleikunum í Ríó. Þær Hrafnhildur og Eygló urðu ekki aðeins fyrstar íslenskra sundkvenna til að komast í undanúrslit á Ólympíuleikum því þeim tókst báðum að synda sig inn í úrslit. Báðar ætluðu þær sér mikið og jafnvel aðeins meira. Það var á þeim að heyra eftir síðasta sund þeirra hér úti í Ríó að þær hungraði í meira. Eygló er fjórum árum yngri en Hrafnhildur og því mjög líklegt að hún reyni við Ólympíuleikana í Tókýó en Hrafnhildur er heldur ekki búin að loka á þá leika sem er mjög gott mál.Hrafnhildur lenti í 6. sæti í 100 metra bringusundi.vísir/antonToppurinn hingað til „Þetta var svo skemmtilegt. Það var rosalega gaman að fá að vera partur af þessu og fá að taka þátt í úrslitunum. Þetta er eitthvað sem ég ætla klárlega að gera aftur,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir. „Þetta er toppurinn hingað til en ég held að ég sé ekki búin ennþá. Ég held að ég eigi meira inni og geti gert betur,“ segir Hrafnhildur Lúthersdóttir. „Að komast í úrslit er engu líkt. Ég er rosalega ánægð með það en Evrópumeistaramótið var líka alveg frábært hjá mér. Ég er rosalega ánægð með hvernig þetta seinasta ár hefur farið,“ segir Hrafnhildur. Þær hafa í sameiningu komið íslenska sundinu á kortið á síðustu tólf mánuðum. Fimm verðlaun á Evrópumótum, þrjú úrslitasund á HM og loks báðar með úrslitasund og tvö sund hvor inn á topp fjórtán á Ólympíuleikum. „Ég er eiginlega búin að æfa síðan á síðustu Ólympíuleikum og það er hörð vinna að baki á þessum fjórum árum. Ég er greinilega að uppskera eins og ég sáði. Maður þarf að vera með hausinn í lagi þegar maður er að keppa á móti svona stórum nöfnum og á móti fólki sem á heimsmet eða er heimsmeistarar eða Ólympíumeistarar,“ segir Hrafnhildur. „Þetta er gott fyrsta skref að því sem ég ætla að gera í framtíðinni á Ólympíuleikunum. Draumur minn rættist um helgina. Ég er himinlifandi með þetta. Ég hef stefnt að þessu og draumur minn var að komast í úrslit. Það gerðist og það er svo þess virði að synda og gefa allt sitt í íþróttina sína þegar maður fær loksins að upplifa drauminn sinn,“ segir Eygló Ósk. Þetta er búið að vera langt og strangt ferli og báðar stelpurnar eru á leiðinni í langþráð frí til að hlaða batteríin. „Ég er þreytt og ætla að taka mér verðskuldað frí. Ég held að ég komi til baka og byrji að æfa á fullu eftir fríið. Ég vil mun meira,“ segir Hrafnhildur. „Það er ofboðslega gott að vera komin í frí en smá sorglegt að vera búin. Ég væri alveg til í að synda þetta aftur og upplifa þetta aftur. Nú er bara að bíða í fjögur ár þangað til á næstu leikum,“ segir Eygló.Eygló kíkti á körfuboltaleik Bandaríkjanna og Frakklands í gær.vísir/antonÆtlar að upplifa alla Ólympíuleikana „Næstu skref er að slaka á og fara í sumarfrí í smástund. Svo bara að byrja að æfa aftur og stefna á að synda hratt í desember á HM,“ segir Eygló en hún ætlar að drekka í sig Ólympíustemninguna næstu vikuna. „Á seinustu leikum fór ég aðeins fyrr út úr þorpinu og ákvað að vera með fjölskyldu minni og svona. Þá var ég aðeins yngri og var búin að vera alltof lengi í æfingabúðum. Núna ákvað ég að vera alveg fram að lokahátíðinni og upplifa alla Ólympíuleikana. Ég sé alls ekki eftir því og þetta verður bara gaman,“ segir hún. Eygló er hundrað prósent ákveðin í að vera með eftir fjögur ár en þetta er langur tími og Hrafnhildur er á þeim tímamótum nú að hafa ekki stuðninginn frá Flórídaháskólanum lengur. „Næstu Ólympíuleikar eru svolítið langt í burtu núna. Mig langar rosalega til Tókýó og ég held að það verði frábært. Það er orðrómur um að þeir séu tilbúnir. Það er allt annað en hér, þegar ekkert var einu sinni tilbúið. Ég held að það verði frábærir leikar og ef ég held áfram að standa mig svona vel þá vona ég að ég geti farið þangað,“ segir Hrafnhildur.grafík/fréttablaðiðSendiherrar sundsins Það eru líka mikil forréttindi að fá að umgangast þessar stelpur. Báðar eru þær nefnilega til mikillar fyrirmyndar að öllu leyti og alltaf tilbúnar að gefa af sér í viðtölum sem öðru. Það er ómetanlegt fyrir sundíþróttina á Íslandi að eiga slíka sendiherra og það besta er að þær gera sér báðar grein fyrir því hversu mikilvægt er fyrir íþróttina á Íslandi að þær láti verkin tala bæði í sundlauginni sem og í viðtölum við fjölmiðla. Sundinu á Ólympíuleikunum er nú lokið og það verður að viðurkennast að ég get varla beðið eftir að sjá hvað þessar stelpur gera næst, hugsanlega á HM í 25 metra laug í Kanada í desember. Þær hafa reyndar spillt okkur á þessu ári með þessum einstaka árangri sínum en hafa jafnframt báðar alla burði til að halda sér meðal þeirra bestu í heimi.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Sjá meira