Ákall til Páls Óskars Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 16. ágúst 2016 08:00 Fegurðarskyn mitt fær áfall þegar ég kem skokkandi út úr guðs grænni náttúru útivistarsvæðanna inn í byggt ból úthverfanna. Ástæðan er mikill fjöldi grárra, svartra eða í skásta falli hvítra og forljótra steypukassa. Taldi fegurðarskynið fyrst að þetta væru kommúnistablokkir sem kapítalískur risi hefði rekið mislangt niður í jörð með sínum hagræðingarhæl og vissi því ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar það áttaði sig á því að þetta eru blokkir og einbýlishús, byggðar af miklum efnum og einbeittum vilja. Vissulega finnast líka falleg hús á stangli. En þessi ferhyrnda árátta ríður ekki við einteyming og hefur nú rutt sér til rúms í annars ágætum miðbæ Reykjavíkur. Það sem fegurðarskyn mitt skilur ekki, er af hverju þessi listfenga þjóð, sem býr við góðan kost og ríka sköpunargleði, kýs að búa í einsleitum steypustöplum, þar sem ekki örlar á risi, súlu, styttu, turni, sívalningi, jónískum snúðum eða nokkru sem kæmist nálægt því að vera nokkuð nýnæmi fyrir augað? Á þessi þjóð aðeins eitt mót til að steypa í? Kassar þessir eru líka málaðir svo niðurdrepandi litum að halda mætti að hönnuðir þeirra sem og eigendur telji að litadýrð sé vá mikil sem stemma verði stigu við. En vandinn við þetta líf er einmitt sá að það getur reynst mörgum erfitt að þreyja þorrann þar sem fábreytni og ferhyrndur hugsunarháttur ræður ríkjum. Fegurðarskyn mitt er svo þjáð að nú geri ég ákall til Páls Óskars sem einna mest skreytir og skemmtir í þessu landi með söng sínum og framgöngu. Palli minn, bregð þér nú á bak einhyrningi þínum og hringdu inn Hinsegin daga sem haldnir skulu verða í heilan áratug. Það veitir ekki af í landi hinna gráu ferhyrninga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Skoðun Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Fegurðarskyn mitt fær áfall þegar ég kem skokkandi út úr guðs grænni náttúru útivistarsvæðanna inn í byggt ból úthverfanna. Ástæðan er mikill fjöldi grárra, svartra eða í skásta falli hvítra og forljótra steypukassa. Taldi fegurðarskynið fyrst að þetta væru kommúnistablokkir sem kapítalískur risi hefði rekið mislangt niður í jörð með sínum hagræðingarhæl og vissi því ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar það áttaði sig á því að þetta eru blokkir og einbýlishús, byggðar af miklum efnum og einbeittum vilja. Vissulega finnast líka falleg hús á stangli. En þessi ferhyrnda árátta ríður ekki við einteyming og hefur nú rutt sér til rúms í annars ágætum miðbæ Reykjavíkur. Það sem fegurðarskyn mitt skilur ekki, er af hverju þessi listfenga þjóð, sem býr við góðan kost og ríka sköpunargleði, kýs að búa í einsleitum steypustöplum, þar sem ekki örlar á risi, súlu, styttu, turni, sívalningi, jónískum snúðum eða nokkru sem kæmist nálægt því að vera nokkuð nýnæmi fyrir augað? Á þessi þjóð aðeins eitt mót til að steypa í? Kassar þessir eru líka málaðir svo niðurdrepandi litum að halda mætti að hönnuðir þeirra sem og eigendur telji að litadýrð sé vá mikil sem stemma verði stigu við. En vandinn við þetta líf er einmitt sá að það getur reynst mörgum erfitt að þreyja þorrann þar sem fábreytni og ferhyrndur hugsunarháttur ræður ríkjum. Fegurðarskyn mitt er svo þjáð að nú geri ég ákall til Páls Óskars sem einna mest skreytir og skemmtir í þessu landi með söng sínum og framgöngu. Palli minn, bregð þér nú á bak einhyrningi þínum og hringdu inn Hinsegin daga sem haldnir skulu verða í heilan áratug. Það veitir ekki af í landi hinna gráu ferhyrninga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst 2016
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun