Hausnum enn barið við steininn 17. ágúst 2016 10:00 Nú nálgast kosningar og enn mæta forsætis- og fjármálaráðherra í Hörpu að kynna byltingu í skulda- og lánamálum. Í þetta sinn er áherslan lögð á ungt fólk, sem vill koma sér upp eigin húsnæði. Nýr forsætisráðherra en sama tóbakið engu að síður. Raunar virðist forsætisráðherra vera óþarft embætti þar sem engum dylst að það er fjármálaráðherra sem öllu ræður. Og fjármálaráðherra er mjög sáttur við lánaumhverfið á Íslandi. Hann vill ekki breyta því. Hann vill bara hjálpa ungu fólki af stað til að það geti síðan ævina á enda stritað í þágu fákeppni á fjármálamarkaði, okurvaxta og verðtryggingar. Það á ekki að afnema verðtrygginguna og það á ekki að afnema hin svonefndu Íslandslán. Það á bara að banna þeim, sem hvort eð er tækju aldrei verðtryggt jafngreiðslulán til 40 ára, að taka slík lán. Hinir, sem ekki stæðust greiðslumat fyrir 25 ára lán eða óverðtryggð lán, fá áfram að taka 40 ára lánin. Þarna er einhvers konar geggjun á ferð. Hvers vegna í ósköpunum ráðast hinir háu stjórnarherrar ekki að rót vandans? Krónan er rót vandans hér á landi. Hér á landi verður fákeppni á fjármálamarkaði á meðan krónan er okkar lögeyrir. Enginn erlendur banki fer að lána Íslendingum til fasteignakaupa hér á landi á meðan við notum krónuna. Til þess er gengisáhætta krónunnar of mikil. Á meðan við notum krónuna verður hér vaxtaokur nema ríkið grípi til sérstakra ráðstafana til að sporna við slæmum afleiðingum fákeppninnar. Slíkar aðgerðir verða að vera almennar en aðgerðirnar sem ráðherrarnir kynntu á mánudaginn til að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð eru allt annað en almennar. Þær virðast beinlínis til þess fallnar að viðhalda hér vaxtaokri og auka það. Bankarnir munu mæta hverri krónu sem stjórnvöld veita í skattaafslátt eða heimildir til að nota séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán, með vaxtahækkunum. Þannig rennur þessi „aðstoð“ fyrst og fremst til bankanna, rétt eins og hin svonefnda „skuldaleiðrétting“. Hagur þeirra, sem átti að hjálpa, er fyrir borð borinn og allir aðrir eru verr settir en fyrir aðgerðina. Hvenær ætla forystumenn ríkisstjórnarflokkanna að hætta að berja hausnum við steininn? Hvenær ætla þeir að viðurkenna þá einföldu staðreynd að það er til leið til að bæta hag alls almennings og auðvelda ekki bara ungu fólki, heldur öllum aldurs- og þjóðfélagshópum að eignast húsnæði? Þessi leið gagnast atvinnulífinu í landinu líka. Hún felst í því að taka upp alþjóðlega mynt og bjóða erlenda samkeppni velkomna inn á íslenskan lánamarkað. Skjóðan Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Nú nálgast kosningar og enn mæta forsætis- og fjármálaráðherra í Hörpu að kynna byltingu í skulda- og lánamálum. Í þetta sinn er áherslan lögð á ungt fólk, sem vill koma sér upp eigin húsnæði. Nýr forsætisráðherra en sama tóbakið engu að síður. Raunar virðist forsætisráðherra vera óþarft embætti þar sem engum dylst að það er fjármálaráðherra sem öllu ræður. Og fjármálaráðherra er mjög sáttur við lánaumhverfið á Íslandi. Hann vill ekki breyta því. Hann vill bara hjálpa ungu fólki af stað til að það geti síðan ævina á enda stritað í þágu fákeppni á fjármálamarkaði, okurvaxta og verðtryggingar. Það á ekki að afnema verðtrygginguna og það á ekki að afnema hin svonefndu Íslandslán. Það á bara að banna þeim, sem hvort eð er tækju aldrei verðtryggt jafngreiðslulán til 40 ára, að taka slík lán. Hinir, sem ekki stæðust greiðslumat fyrir 25 ára lán eða óverðtryggð lán, fá áfram að taka 40 ára lánin. Þarna er einhvers konar geggjun á ferð. Hvers vegna í ósköpunum ráðast hinir háu stjórnarherrar ekki að rót vandans? Krónan er rót vandans hér á landi. Hér á landi verður fákeppni á fjármálamarkaði á meðan krónan er okkar lögeyrir. Enginn erlendur banki fer að lána Íslendingum til fasteignakaupa hér á landi á meðan við notum krónuna. Til þess er gengisáhætta krónunnar of mikil. Á meðan við notum krónuna verður hér vaxtaokur nema ríkið grípi til sérstakra ráðstafana til að sporna við slæmum afleiðingum fákeppninnar. Slíkar aðgerðir verða að vera almennar en aðgerðirnar sem ráðherrarnir kynntu á mánudaginn til að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð eru allt annað en almennar. Þær virðast beinlínis til þess fallnar að viðhalda hér vaxtaokri og auka það. Bankarnir munu mæta hverri krónu sem stjórnvöld veita í skattaafslátt eða heimildir til að nota séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán, með vaxtahækkunum. Þannig rennur þessi „aðstoð“ fyrst og fremst til bankanna, rétt eins og hin svonefnda „skuldaleiðrétting“. Hagur þeirra, sem átti að hjálpa, er fyrir borð borinn og allir aðrir eru verr settir en fyrir aðgerðina. Hvenær ætla forystumenn ríkisstjórnarflokkanna að hætta að berja hausnum við steininn? Hvenær ætla þeir að viðurkenna þá einföldu staðreynd að það er til leið til að bæta hag alls almennings og auðvelda ekki bara ungu fólki, heldur öllum aldurs- og þjóðfélagshópum að eignast húsnæði? Þessi leið gagnast atvinnulífinu í landinu líka. Hún felst í því að taka upp alþjóðlega mynt og bjóða erlenda samkeppni velkomna inn á íslenskan lánamarkað.
Skjóðan Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira