Aníta: Fegin að Íslandsmetið sé komið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 15:02 Aníta Hinriksdóttir eftir hlaupið í dag. Vísir/Anton Aníta Hinriksdóttir stóð sig mjög vel á sínum fyrstu Ólympíuleikum þótt að hún hafi ekki náð komast í gegnum undankeppni 800 metra hlaupsins á ÓL í Ríó. Aníta kom í mark á 2:00,14 mínútum sem er nýtt Íslandsmet en þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Aníta nær að hreyfa við Íslandsmetinu sínu. „Þær voru allar til í að hlaupa hratt í dag," sagði Aníta Hinriksdóttir eftir hlaupið en hún var brosandi þrátt fyrir að vera úr leik. Hún endaði í 20. sæti og hljóp hraðar en sex konur sem tryggðu sér sæti í undanúrslitunum með því að vera í öðru af tveimur efstu sætunum í sínum riðli. Það geta líka allir verið ánægður með að ná sínum besta árangri á Ólympíuleikum og það gerði Aníta með því að slá Íslandsmetið í dag. „Þetta kemur mér aðeins þannig á óvart því ég var búin að skoða síðustu Ólympíuleika og svona. Þá voru þær ekki svona grimmar í fyrsta hlaupi," sagði Aníta. „Þetta var frekar jákvæð reynsla en ekki og ég er fegin að Íslandsmetið sé komið. Ég var aðeins búin að bíða efir því. Ég er búin að vera í formi til þess að ná því en ég þurfti bara að hitta á hlaupið," sagði Aníta. „Reynslan mín frá þessu hlaupi er að ég gerði aðeins taktísk mistök. Ég hefði viljað vera meira með þeim þegar það voru tvö hundruð metrar eftir því þá er maður meira til í að elta þær," sagði Aníta. „Þetta byrjaði mjög hratt og annaðhvort hlaut að vera eitthvað að mér eða að þetta var of hratt. Ég var ánægð með það hvernig ég réð við þessa hröðu byrjun," sagði Aníta.Sjá einnig:Glæsilegt Íslandsmet Anítu dugði ekki til „Ég hefði þurft að finna mér betri stað til að eiga auðveldara með að koma mér inn í þennan fyrsta hóp," sagði Aníta. „Það tekur úr manni að taka svona rykki. Ég var að reyna að forðast þá en var þá kannski aðeins of mikið til baka jafnvel," sagði Aníta. „Bæði gull- og silfurverðlaunahafinn voru með mér í þessu hlaupi og það var gaman að fá að reyna sig með þeim," sagði Aníta en þær Melissa Bishop (silfur á HM 2015) og Maryna Arzamasava (gull á HM 2015) voru í riðli Anítu og náði á endanum tveimur bestu tímunum í undankeppninni. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir stóð sig mjög vel á sínum fyrstu Ólympíuleikum þótt að hún hafi ekki náð komast í gegnum undankeppni 800 metra hlaupsins á ÓL í Ríó. Aníta kom í mark á 2:00,14 mínútum sem er nýtt Íslandsmet en þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Aníta nær að hreyfa við Íslandsmetinu sínu. „Þær voru allar til í að hlaupa hratt í dag," sagði Aníta Hinriksdóttir eftir hlaupið en hún var brosandi þrátt fyrir að vera úr leik. Hún endaði í 20. sæti og hljóp hraðar en sex konur sem tryggðu sér sæti í undanúrslitunum með því að vera í öðru af tveimur efstu sætunum í sínum riðli. Það geta líka allir verið ánægður með að ná sínum besta árangri á Ólympíuleikum og það gerði Aníta með því að slá Íslandsmetið í dag. „Þetta kemur mér aðeins þannig á óvart því ég var búin að skoða síðustu Ólympíuleika og svona. Þá voru þær ekki svona grimmar í fyrsta hlaupi," sagði Aníta. „Þetta var frekar jákvæð reynsla en ekki og ég er fegin að Íslandsmetið sé komið. Ég var aðeins búin að bíða efir því. Ég er búin að vera í formi til þess að ná því en ég þurfti bara að hitta á hlaupið," sagði Aníta. „Reynslan mín frá þessu hlaupi er að ég gerði aðeins taktísk mistök. Ég hefði viljað vera meira með þeim þegar það voru tvö hundruð metrar eftir því þá er maður meira til í að elta þær," sagði Aníta. „Þetta byrjaði mjög hratt og annaðhvort hlaut að vera eitthvað að mér eða að þetta var of hratt. Ég var ánægð með það hvernig ég réð við þessa hröðu byrjun," sagði Aníta.Sjá einnig:Glæsilegt Íslandsmet Anítu dugði ekki til „Ég hefði þurft að finna mér betri stað til að eiga auðveldara með að koma mér inn í þennan fyrsta hóp," sagði Aníta. „Það tekur úr manni að taka svona rykki. Ég var að reyna að forðast þá en var þá kannski aðeins of mikið til baka jafnvel," sagði Aníta. „Bæði gull- og silfurverðlaunahafinn voru með mér í þessu hlaupi og það var gaman að fá að reyna sig með þeim," sagði Aníta en þær Melissa Bishop (silfur á HM 2015) og Maryna Arzamasava (gull á HM 2015) voru í riðli Anítu og náði á endanum tveimur bestu tímunum í undankeppninni.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sjá meira