Bjóða starfsfólki sínu á Justin Bieber Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. ágúst 2016 09:45 Bieber í góðum gír í Ameríkuhluta Purpose-tónleikaferðalagsins. Ætli drengurinn verði í svipuðum gír í Kórnum? „Það var ákveðið að fagna góðu sumri hjá WOW air með því að bjóða öllu starfsfólkinu okkar á tónleika með Justin Bieber. Þetta er búið að vera annasamt sumar, við höfum bætt við okkur áfangastöðum og viljum þakka starfsfólkinu fyrir. Þetta eru um 650 manns en það eru einhverjir sem þurfa auðvitað að vinna, ekki förum við að leggja niður flug – þannig að ég veit ekki nákvæmlega hversu margir geta þegið boðið. WOW air er síðan auðvitað styrktaraðili tónleikanna,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Eins og alþjóð veit eru tónleikar Justins Bieber á næsta leiti, en þeir verða 8. og 9. september í Kórnum í Kópavogi. Miðarnir sem WOW air gefur starfsfólki sínu eru á tónleikana 9. september en á þá tónleika seldist upp á örskotsstundu í desember á síðasta ári og fengu færri miða en vildu. Því var brugðið á það ráð að halda aukatónleika. WOW air hefur því fengið að taka frá miða fyrir starfsfólk sitt og þá í skiptum fyrir að styrkja tónleikana. Justin kemur við á Íslandi á leið sinni til Evrópu þar sem hann mun halda tónleika á nokkrum af stærstu tónleikastöðum álfunnar og halda um þrjátíu tónleika, meðal annars í Frakklandi, á Englandi og Spáni – stoppið á Íslandi er því það fyrsta í þessu risatónleikaferðalagi söngvarans. Með poppstjörnunni, sem er ein sú vinsælasta í heimi, kemur stórt teymi af fólki úr bransanum auk þess sem Vic Mensa, ungur rappari á uppleið, mætir með kappanum og mun sjá um að hita fólkið upp áður en stórstjarnan kanadíska stígur á sviðið. Vic Mensa þessi hefur unnið með nokkrum af stærstu nöfnunum í tónlistarbransanum eins og til dæmis Íslandsvininum Kanye West, sem kom sjálfur hingað til lands fyrr á árinu til að taka upp tónlistarmyndband við lagið Highlights af plötu sinni The Life of Pablo. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
„Það var ákveðið að fagna góðu sumri hjá WOW air með því að bjóða öllu starfsfólkinu okkar á tónleika með Justin Bieber. Þetta er búið að vera annasamt sumar, við höfum bætt við okkur áfangastöðum og viljum þakka starfsfólkinu fyrir. Þetta eru um 650 manns en það eru einhverjir sem þurfa auðvitað að vinna, ekki förum við að leggja niður flug – þannig að ég veit ekki nákvæmlega hversu margir geta þegið boðið. WOW air er síðan auðvitað styrktaraðili tónleikanna,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Eins og alþjóð veit eru tónleikar Justins Bieber á næsta leiti, en þeir verða 8. og 9. september í Kórnum í Kópavogi. Miðarnir sem WOW air gefur starfsfólki sínu eru á tónleikana 9. september en á þá tónleika seldist upp á örskotsstundu í desember á síðasta ári og fengu færri miða en vildu. Því var brugðið á það ráð að halda aukatónleika. WOW air hefur því fengið að taka frá miða fyrir starfsfólk sitt og þá í skiptum fyrir að styrkja tónleikana. Justin kemur við á Íslandi á leið sinni til Evrópu þar sem hann mun halda tónleika á nokkrum af stærstu tónleikastöðum álfunnar og halda um þrjátíu tónleika, meðal annars í Frakklandi, á Englandi og Spáni – stoppið á Íslandi er því það fyrsta í þessu risatónleikaferðalagi söngvarans. Með poppstjörnunni, sem er ein sú vinsælasta í heimi, kemur stórt teymi af fólki úr bransanum auk þess sem Vic Mensa, ungur rappari á uppleið, mætir með kappanum og mun sjá um að hita fólkið upp áður en stórstjarnan kanadíska stígur á sviðið. Vic Mensa þessi hefur unnið með nokkrum af stærstu nöfnunum í tónlistarbransanum eins og til dæmis Íslandsvininum Kanye West, sem kom sjálfur hingað til lands fyrr á árinu til að taka upp tónlistarmyndband við lagið Highlights af plötu sinni The Life of Pablo.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira