Sögulegur dagur: Íslenskar sundkonur í undanúrslit á ÓL í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 17:53 Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir. Vísir/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggðu sér báðar sæti í undanúrslitum í dag í sínum fyrstu greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. „Við erum báðar komnar áfram og það er alveg frábært. Vonandi getum við gert ennþá betur í kvöld," sagði Hrafnhildur Lúthersdóttir sem náði níunda besta tímanum í 100 metra bringusundi. Eygló Ósk Gústafsdóttir hafði heppnina með sér þegar hún var sú sextánda og síðasta inn í undanúrslitasundið í 100 metra baksundi. Engin íslensk sundkona hefur áður komist í undanúrslit á Ólympíuleikum en minnstu munaði fyrir fjórum árum þegar Sarah Blake Bateman fór í umspila um síðasta lausa sætið en tókst ekki að tryggja sig inn þar. Það er athyglisvert að þær skuli báðar skrifa söguna í grein sem er ekki þeirra besta grein því bæði Hrafnhildur og Eygló Ósk hafa hingað til verið sterkari í 200 metra baksundinu. Undanúrslitasund Eyglóar Óskar Gústafsdóttur og Hrafnhildar Lúthersdóttur fara bæði fram seint í kvöld í Ríó eða eftir miðnætti af íslenskum tíma. Hvað ætlar Hrafnhildur að gera fram að undanúrslitasundinu? „Ég ætla að byrja á því að synda mig niður, hvíla mig, borða vel og leggja mig síðan. Stefnan er síðan tekin að á það að koma aftur í kvöld og synda hraðar," sagði Hrafnhildur. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk í undanúrslit: Hinar vita þá ekkert af mér ef ég fer hraðar í kvöld Eygló Ósk Gústafsdóttir komst í undanúrslit í 100 metra baksundi en þrátt fyrir að vera fimmta í sínum riðli þá komst hún áfam. Eygló Ósk var með sextánda besta tímann í undanrásunum og sextán komust í undanúrslit. 7. ágúst 2016 16:40 Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38 Eygló Ósk komin áfram í undanúrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir aftur í nótt eftir að hafa tryggt sér sæti í undanúrslitunum í 100 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 16:30 Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00 Eygló Ósk um rifna sundbolinn: Ég var bara í stresskasti þarna inn í klefanum Eygló Ósk Gústafsdóttir lét ekki rifinn sundbol koma í veg fyrir það að hún næði að synda sig inn í undanúslitin í 100 metra baksundi. 7. ágúst 2016 16:47 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggðu sér báðar sæti í undanúrslitum í dag í sínum fyrstu greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. „Við erum báðar komnar áfram og það er alveg frábært. Vonandi getum við gert ennþá betur í kvöld," sagði Hrafnhildur Lúthersdóttir sem náði níunda besta tímanum í 100 metra bringusundi. Eygló Ósk Gústafsdóttir hafði heppnina með sér þegar hún var sú sextánda og síðasta inn í undanúrslitasundið í 100 metra baksundi. Engin íslensk sundkona hefur áður komist í undanúrslit á Ólympíuleikum en minnstu munaði fyrir fjórum árum þegar Sarah Blake Bateman fór í umspila um síðasta lausa sætið en tókst ekki að tryggja sig inn þar. Það er athyglisvert að þær skuli báðar skrifa söguna í grein sem er ekki þeirra besta grein því bæði Hrafnhildur og Eygló Ósk hafa hingað til verið sterkari í 200 metra baksundinu. Undanúrslitasund Eyglóar Óskar Gústafsdóttur og Hrafnhildar Lúthersdóttur fara bæði fram seint í kvöld í Ríó eða eftir miðnætti af íslenskum tíma. Hvað ætlar Hrafnhildur að gera fram að undanúrslitasundinu? „Ég ætla að byrja á því að synda mig niður, hvíla mig, borða vel og leggja mig síðan. Stefnan er síðan tekin að á það að koma aftur í kvöld og synda hraðar," sagði Hrafnhildur.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk í undanúrslit: Hinar vita þá ekkert af mér ef ég fer hraðar í kvöld Eygló Ósk Gústafsdóttir komst í undanúrslit í 100 metra baksundi en þrátt fyrir að vera fimmta í sínum riðli þá komst hún áfam. Eygló Ósk var með sextánda besta tímann í undanrásunum og sextán komust í undanúrslit. 7. ágúst 2016 16:40 Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38 Eygló Ósk komin áfram í undanúrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir aftur í nótt eftir að hafa tryggt sér sæti í undanúrslitunum í 100 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 16:30 Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00 Eygló Ósk um rifna sundbolinn: Ég var bara í stresskasti þarna inn í klefanum Eygló Ósk Gústafsdóttir lét ekki rifinn sundbol koma í veg fyrir það að hún næði að synda sig inn í undanúslitin í 100 metra baksundi. 7. ágúst 2016 16:47 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Eygló Ósk í undanúrslit: Hinar vita þá ekkert af mér ef ég fer hraðar í kvöld Eygló Ósk Gústafsdóttir komst í undanúrslit í 100 metra baksundi en þrátt fyrir að vera fimmta í sínum riðli þá komst hún áfam. Eygló Ósk var með sextánda besta tímann í undanrásunum og sextán komust í undanúrslit. 7. ágúst 2016 16:40
Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38
Eygló Ósk komin áfram í undanúrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir aftur í nótt eftir að hafa tryggt sér sæti í undanúrslitunum í 100 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 16:30
Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00
Eygló Ósk um rifna sundbolinn: Ég var bara í stresskasti þarna inn í klefanum Eygló Ósk Gústafsdóttir lét ekki rifinn sundbol koma í veg fyrir það að hún næði að synda sig inn í undanúslitin í 100 metra baksundi. 7. ágúst 2016 16:47