Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 22:35 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir í æfingu á jafnvægisslá í kvöld. Vísir/Anton Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. Hún keppir fyrir Holland þar sem hún hefur búið alla sína ævi en hún á íslenska foreldra sem fluttu á sinum tíma út til Hollands. Eyþóra er í áttunda sæti nú þegar aðeins einn hópur á eftir að keppa í undankeppninni í fjölþraut kvenna. Það eru ekki nógu margar sem eiga eftir að keppa til að ýta henni niður fyrir 24. sæti. Sætið hennar er því öruggt. Þetta var frábært kvöld hjá Eyþóru í úrslitum í fjölþraut kvenna en hún fékk samtals 57.566 stig fyrir æfingar sínar. Allt gekk nánast upp hjá henni fyrir utan lítið fall í lok gólfæfinganna. Eyþóra Elísabet, sem talar fína íslensku var líka ánægð í viðtölum við fjölmiðla eftir keppnina. „Þetta var alveg yndislegt kvöld. Auðvitað kom þetta litla fall á gólfinu en maður gleymir því ég er kominn í úrslit í fjölþraut og geta því bætt fyrir þetta þar. Þetta var mjög gaman," sagði Eyþóra eftir keppnina í kvöld. En hvað þýddi fallið á gólfinu, fór þar kannski möguleikinn á að komast í úrslitin á gólfinu. „Ég átti kannski möguleika þar en það hefði ekki komið í ljós fyrr en eftir að öll keppnin klárast. Þá kæmi í ljós hvort að einkunn mín með einum heilum meira hefði verið nóg til að koma mér í úrslitin þar eða ekki," sagði Eyþóra. Eyþór fékk 13.633 í einkunn fyrir gólfið en það var dreginn einn heill frá þeirri einkunn af því að hún datt. „Vonandi ekki því þá líður mér aðeins betur. Ég er komin í ein úrslit og kannski kemst hollenska liðið í úrslit líka þannig að þetta er alveg yndislegt," sagði Eyþóra. „Það verður núna að spennandi að sjá hvort við komust líka í úrslitin í liðakeppninni," sagði Eyþóra. Holland er eins og er í sjöunda sæti en átta efstu liðin komast áfram. Þetta verður því tæpt. Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþrautinni en Eyþóra Elísabet keppir til úrslita í fjölþrautinni á fimmtudagskvöldið. Komist hollenska liðið í úrslit verða þau á þriðjudagskvöldið. Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01 Irina skrifaði nýjan kafla í fimleikasögunni en komst ekki í úrslit Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþraut kvenna en hún varð í kvöld fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að taka þátt í Ólympíuleikum. 7. ágúst 2016 22:00 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. Hún keppir fyrir Holland þar sem hún hefur búið alla sína ævi en hún á íslenska foreldra sem fluttu á sinum tíma út til Hollands. Eyþóra er í áttunda sæti nú þegar aðeins einn hópur á eftir að keppa í undankeppninni í fjölþraut kvenna. Það eru ekki nógu margar sem eiga eftir að keppa til að ýta henni niður fyrir 24. sæti. Sætið hennar er því öruggt. Þetta var frábært kvöld hjá Eyþóru í úrslitum í fjölþraut kvenna en hún fékk samtals 57.566 stig fyrir æfingar sínar. Allt gekk nánast upp hjá henni fyrir utan lítið fall í lok gólfæfinganna. Eyþóra Elísabet, sem talar fína íslensku var líka ánægð í viðtölum við fjölmiðla eftir keppnina. „Þetta var alveg yndislegt kvöld. Auðvitað kom þetta litla fall á gólfinu en maður gleymir því ég er kominn í úrslit í fjölþraut og geta því bætt fyrir þetta þar. Þetta var mjög gaman," sagði Eyþóra eftir keppnina í kvöld. En hvað þýddi fallið á gólfinu, fór þar kannski möguleikinn á að komast í úrslitin á gólfinu. „Ég átti kannski möguleika þar en það hefði ekki komið í ljós fyrr en eftir að öll keppnin klárast. Þá kæmi í ljós hvort að einkunn mín með einum heilum meira hefði verið nóg til að koma mér í úrslitin þar eða ekki," sagði Eyþóra. Eyþór fékk 13.633 í einkunn fyrir gólfið en það var dreginn einn heill frá þeirri einkunn af því að hún datt. „Vonandi ekki því þá líður mér aðeins betur. Ég er komin í ein úrslit og kannski kemst hollenska liðið í úrslit líka þannig að þetta er alveg yndislegt," sagði Eyþóra. „Það verður núna að spennandi að sjá hvort við komust líka í úrslitin í liðakeppninni," sagði Eyþóra. Holland er eins og er í sjöunda sæti en átta efstu liðin komast áfram. Þetta verður því tæpt. Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþrautinni en Eyþóra Elísabet keppir til úrslita í fjölþrautinni á fimmtudagskvöldið. Komist hollenska liðið í úrslit verða þau á þriðjudagskvöldið.
Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01 Irina skrifaði nýjan kafla í fimleikasögunni en komst ekki í úrslit Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþraut kvenna en hún varð í kvöld fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að taka þátt í Ólympíuleikum. 7. ágúst 2016 22:00 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01
Irina skrifaði nýjan kafla í fimleikasögunni en komst ekki í úrslit Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþraut kvenna en hún varð í kvöld fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að taka þátt í Ólympíuleikum. 7. ágúst 2016 22:00