Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2016 07:00 Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri Raufarhóls, segir mikilvægt að vernda hellinn fyrir ásókn ferðamanna. Mynd/Raufarhóll Fyrirtækið Raufarhóll hf. hefur gert samning við landeigendur um þrjátíu ára leigu á Raufarhólshelli og nánasta umhverfi. Þar ætlar fyrirtækið að byggja upp aðstöðu og bjóða skipulagðar hellaferðir. Áætlað er að aðstaða verði tilbúin í byrjun næsta árs. „Við erum að undirbúa það að byggja aðstöðu til að vel sé hægt að taka á móti fólki og gera öllum kleift að skoða þennan fallega helli,“ segir Hallgrímur Kristinsson, frumkvöðull verkefnisins og framkvæmdastjóri. Hann segir fyrirhugað að reisa upplýsta útsýnispalla inni í hellinum enda sé hann illfær. Þá segir hann landeigendur lengi hafa haft áhyggjur af ástandi hellisins. Eiríkur Ingvarsson, einn úr hópi landeigenda, segir Hlíðardalsskóla hafa átt hellinn frá árinu 1948. „Eigandinn hefur alltaf hugsað það þannig að eðlilegast sé að hafa hellinn opinn fyrir alla að skoða. Hins vegar var ekki reiknað með jafn gríðarlegri ásókn og við erum að horfa á núna. Við gerðum úttekt á hellinum sem kom ekki nógu vel út. Það er búið að hreinsa hellinn af nánast öllum dropasteinum,“ segir Eiríkur. Mat Raufarhóls er að um 20 þúsund manns heimsæki hellinn ár hvert. Þar að auki segir Eiríkur að með aukinni ásókn ferðamanna hafi einnig orðið slys í hellinum. Þurft hafi að kalla út björgunarsveit fyrir tveimur árum til að leita að fólki sem villtist ofan í hellinum. „Landeigandi stóð frammi fyrir tveimur kostum. Annaðhvort að loka hellinum vegna öryggissjónarmiða eða að semja við aðila sem myndi gera þetta af miklum myndugleika og hann fengi leigusamning til að vera sá eini sem myndi selja inn í hellinn,“ segir Eiríkur. „Þetta eru fyrst og fremst náttúruverndarsjónarmið og öryggissjónarmið sem við höfum í huga,“ segir Eiríkur enn fremur. Hallgrímur tekur í sama streng og segir verkefnið skref í þá átt að vernda hellinn. „Með því að búa til aðstöðu erum við í raun að vernda það umhverfi sem þarna er og tryggja að það verði ekki traðkað niður, en samt með þeim hætti að þetta verði allt afturkræft,“ segir Hallgrímur. Hann býst við því að ferð í hellinn verði ódýr afþreying fyrir ferðamenn miðað við margt annað sem er í boði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Fyrirtækið Raufarhóll hf. hefur gert samning við landeigendur um þrjátíu ára leigu á Raufarhólshelli og nánasta umhverfi. Þar ætlar fyrirtækið að byggja upp aðstöðu og bjóða skipulagðar hellaferðir. Áætlað er að aðstaða verði tilbúin í byrjun næsta árs. „Við erum að undirbúa það að byggja aðstöðu til að vel sé hægt að taka á móti fólki og gera öllum kleift að skoða þennan fallega helli,“ segir Hallgrímur Kristinsson, frumkvöðull verkefnisins og framkvæmdastjóri. Hann segir fyrirhugað að reisa upplýsta útsýnispalla inni í hellinum enda sé hann illfær. Þá segir hann landeigendur lengi hafa haft áhyggjur af ástandi hellisins. Eiríkur Ingvarsson, einn úr hópi landeigenda, segir Hlíðardalsskóla hafa átt hellinn frá árinu 1948. „Eigandinn hefur alltaf hugsað það þannig að eðlilegast sé að hafa hellinn opinn fyrir alla að skoða. Hins vegar var ekki reiknað með jafn gríðarlegri ásókn og við erum að horfa á núna. Við gerðum úttekt á hellinum sem kom ekki nógu vel út. Það er búið að hreinsa hellinn af nánast öllum dropasteinum,“ segir Eiríkur. Mat Raufarhóls er að um 20 þúsund manns heimsæki hellinn ár hvert. Þar að auki segir Eiríkur að með aukinni ásókn ferðamanna hafi einnig orðið slys í hellinum. Þurft hafi að kalla út björgunarsveit fyrir tveimur árum til að leita að fólki sem villtist ofan í hellinum. „Landeigandi stóð frammi fyrir tveimur kostum. Annaðhvort að loka hellinum vegna öryggissjónarmiða eða að semja við aðila sem myndi gera þetta af miklum myndugleika og hann fengi leigusamning til að vera sá eini sem myndi selja inn í hellinn,“ segir Eiríkur. „Þetta eru fyrst og fremst náttúruverndarsjónarmið og öryggissjónarmið sem við höfum í huga,“ segir Eiríkur enn fremur. Hallgrímur tekur í sama streng og segir verkefnið skref í þá átt að vernda hellinn. „Með því að búa til aðstöðu erum við í raun að vernda það umhverfi sem þarna er og tryggja að það verði ekki traðkað niður, en samt með þeim hætti að þetta verði allt afturkræft,“ segir Hallgrímur. Hann býst við því að ferð í hellinn verði ódýr afþreying fyrir ferðamenn miðað við margt annað sem er í boði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira