Algerlega hafið yfir vafa? Skjóðan skrifar 20. júlí 2016 10:00 Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur spurt íslenska ríkið áleitinna spurninga vegna kæru þeirra, sem voru dæmdir til fangelsisvistar í Al Thani-málinu. Spurningar dómstólsins eru meitlaðar og gefa til kynna að meiri líkur en minni séu til þess að kæra hinna dæmdu verði tekin til efnislegrar meðferðar. MDE er ekki áfrýjunardómstóll. Dómur frá honum breytir ekki dómi landsdómstóls eða fullnustu refsingar. MDE fer yfir málsmeðferð og metur hvort mannréttindi hafi verið brotin á mönnum við rannsókn máls og réttarhöld. Sérstaka athygli vekur að MDE spyr um mögulegt vanhæfi Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara. Eiginkona Árna var varaformaður Fjármálaeftirlitsins, sem kærði Al Thani-málið til lögreglu. Sonur hans var lykilstarfsmaður slitastjórnar Kaupþings sem var talið tjónþoli í málinu og hafði því fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu málsins. Dóttir Árna var skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, sem setti FME reglur og hafði frumkvæði að lagasetningu um FME auk þess sem hún var stjórnarformaður Tryggingasjóðs innstæðueigenda. Hvernig datt dómaranum í hug að hann væri á einhvern hátt hæfur til að fjalla um og dæma í máli þar sem hans nánustu ættingjar áttu jafn ríkra hagsmuna að gæta? Hvernig hvarflaði það að forseta Hæstaréttar að slíkur dómari þyrfti ekki að víkja sæti? Vanhæfið hreinlega öskrar framan í fólk! Með vanhæfi dómara er ekki verið að ýja að því að hagsmunatengsl þurfi endilega að hafa áhrif á niðurstöðu mála heldur hefur MDE slegið því föstu í málum sem tengjast íslenskum dómstólum að ekki sé nóg að hagsmunatengsl hafi ekki haft áhrif á dómara heldur þurfi að vera algerlega hafið yfir vafa að slík tengsl gætu mögulega haft áhrif. Hæstiréttur ógilti héraðsdóm í Aurum-málinu á þeim forsendum að tengsl eins þriggja dómara, sem dæmdu málið í héraði, við sakborning í öðru máli hefðu valdið vanhæfi hans. Einnig taldi Hæstiréttur það stuðla að vanhæfi dómarans í Aurum-málinu að hann gagnrýndi saksóknara málsins eftir að sýknudómur var fallinn vegna ummæla sem saksóknarinn lét falla eftir þann sýknudóm. Bersýnilega gerir Hæstiréttur meiri kröfur til héraðsdómara í hrunmálum en hæstaréttardómara. Nema málið snúist alfarið um dómsniðurstöðu. Hæstiréttur taldi dómarann sem sýknaði í hrunmáli vanhæfan vegna einhvers sem gerðist eftir að málið var flutt og dæmt en dómari sem hafði misst tvö félög í gjaldþrot vegna viðskipta við Kaupþing var talinn hæfur til að dæma stjórnendur þess banka í héraði, rétt eins og hæstaréttardómarinn fyrrnefndi. Nú hefur MDE krafið ríkið um skýringar á þessu. Því ber að fagna. Ríki sem ekki tryggir öllum þegnum sínum réttláta málsmeðferð er ekki réttarríki.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur spurt íslenska ríkið áleitinna spurninga vegna kæru þeirra, sem voru dæmdir til fangelsisvistar í Al Thani-málinu. Spurningar dómstólsins eru meitlaðar og gefa til kynna að meiri líkur en minni séu til þess að kæra hinna dæmdu verði tekin til efnislegrar meðferðar. MDE er ekki áfrýjunardómstóll. Dómur frá honum breytir ekki dómi landsdómstóls eða fullnustu refsingar. MDE fer yfir málsmeðferð og metur hvort mannréttindi hafi verið brotin á mönnum við rannsókn máls og réttarhöld. Sérstaka athygli vekur að MDE spyr um mögulegt vanhæfi Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara. Eiginkona Árna var varaformaður Fjármálaeftirlitsins, sem kærði Al Thani-málið til lögreglu. Sonur hans var lykilstarfsmaður slitastjórnar Kaupþings sem var talið tjónþoli í málinu og hafði því fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu málsins. Dóttir Árna var skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, sem setti FME reglur og hafði frumkvæði að lagasetningu um FME auk þess sem hún var stjórnarformaður Tryggingasjóðs innstæðueigenda. Hvernig datt dómaranum í hug að hann væri á einhvern hátt hæfur til að fjalla um og dæma í máli þar sem hans nánustu ættingjar áttu jafn ríkra hagsmuna að gæta? Hvernig hvarflaði það að forseta Hæstaréttar að slíkur dómari þyrfti ekki að víkja sæti? Vanhæfið hreinlega öskrar framan í fólk! Með vanhæfi dómara er ekki verið að ýja að því að hagsmunatengsl þurfi endilega að hafa áhrif á niðurstöðu mála heldur hefur MDE slegið því föstu í málum sem tengjast íslenskum dómstólum að ekki sé nóg að hagsmunatengsl hafi ekki haft áhrif á dómara heldur þurfi að vera algerlega hafið yfir vafa að slík tengsl gætu mögulega haft áhrif. Hæstiréttur ógilti héraðsdóm í Aurum-málinu á þeim forsendum að tengsl eins þriggja dómara, sem dæmdu málið í héraði, við sakborning í öðru máli hefðu valdið vanhæfi hans. Einnig taldi Hæstiréttur það stuðla að vanhæfi dómarans í Aurum-málinu að hann gagnrýndi saksóknara málsins eftir að sýknudómur var fallinn vegna ummæla sem saksóknarinn lét falla eftir þann sýknudóm. Bersýnilega gerir Hæstiréttur meiri kröfur til héraðsdómara í hrunmálum en hæstaréttardómara. Nema málið snúist alfarið um dómsniðurstöðu. Hæstiréttur taldi dómarann sem sýknaði í hrunmáli vanhæfan vegna einhvers sem gerðist eftir að málið var flutt og dæmt en dómari sem hafði misst tvö félög í gjaldþrot vegna viðskipta við Kaupþing var talinn hæfur til að dæma stjórnendur þess banka í héraði, rétt eins og hæstaréttardómarinn fyrrnefndi. Nú hefur MDE krafið ríkið um skýringar á þessu. Því ber að fagna. Ríki sem ekki tryggir öllum þegnum sínum réttláta málsmeðferð er ekki réttarríki.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira