Enginn var fáviti Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2016 07:00 Árið 2016 er árið sem allt breytist hjá mér. Hluti af því er að víkka sjóndeildarhringinn og það gerði ég um daginn þegar ég skottaðist austur með tveimur vinum mínum og fór á Eistnaflug. Nú þarf eiginlega að gera smá pásu þannig að vinir mínir geti hlegið, því þeir sem þekkja mig vita að ég hef ekki snefils áhuga á þungarokki. Yfirskrift Eistnaflugs er Ekki vera fáviti. Eins og á flestum úti- og tónlistarhátíðum er bannað að valda náunganum skaða. Reiknað er með að þú fáir þér vel í glas og einhverjir þurfa sterkari efni til að lifa af kvöldið. Það er ekki vel séð en er raunveruleikinn sem við búum við. Það merkilega er að allir gestir hátíðarinnar fara eftir þessum einkennisorðum, að vera ekki fáviti. Ekki ein slagsmál brutust út og samkvæmt lögreglunni var aðeins eitt fíkniefnamál. Þarna eru allir komnir til að skemmta sér og það ekki á kostnað annarra. Ég átta mig fyllilega á því að töluvert fleiri gestir eru á Þjóðhátíð í Eyjum en á Eistnaflugi og líkurnar á veseni eru töluvert meiri. En miðað við fréttir síðustu ára virðist vesenið alveg ótrúlega mikið sama hversu mikið lögreglustjórinn á eyjunni fögru vill líta fram hjá hlutunum. Árlega eru menn barðir sundur og saman og ávallt koma upp kynferðisafbrot, sem er ömurlegt. Einhvern veginn hélt ég, fullur af fordómum, að risavaxnir karlmenn, klæddir í leður, málaðir eins og handlangarar skrattans og nýbúnir að hlusta á Misþyrmingu eða Auðn væru hættulegir. Þvert á móti. Það virðist vera að vel snyrti gaurinn í hlýrabolnum með glóstikkið og Vodka Ice í hönd í Eyjum sé sá hættulegi. Þú þarft að vera ansi spes týpa til að vera í barsmíðagír eftir að hafa hlustað á Ingó Veðurguð syngja fyrir þig Lífið er yndislegt. Þetta er einfalt: Ekki vera fáviti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Árið 2016 er árið sem allt breytist hjá mér. Hluti af því er að víkka sjóndeildarhringinn og það gerði ég um daginn þegar ég skottaðist austur með tveimur vinum mínum og fór á Eistnaflug. Nú þarf eiginlega að gera smá pásu þannig að vinir mínir geti hlegið, því þeir sem þekkja mig vita að ég hef ekki snefils áhuga á þungarokki. Yfirskrift Eistnaflugs er Ekki vera fáviti. Eins og á flestum úti- og tónlistarhátíðum er bannað að valda náunganum skaða. Reiknað er með að þú fáir þér vel í glas og einhverjir þurfa sterkari efni til að lifa af kvöldið. Það er ekki vel séð en er raunveruleikinn sem við búum við. Það merkilega er að allir gestir hátíðarinnar fara eftir þessum einkennisorðum, að vera ekki fáviti. Ekki ein slagsmál brutust út og samkvæmt lögreglunni var aðeins eitt fíkniefnamál. Þarna eru allir komnir til að skemmta sér og það ekki á kostnað annarra. Ég átta mig fyllilega á því að töluvert fleiri gestir eru á Þjóðhátíð í Eyjum en á Eistnaflugi og líkurnar á veseni eru töluvert meiri. En miðað við fréttir síðustu ára virðist vesenið alveg ótrúlega mikið sama hversu mikið lögreglustjórinn á eyjunni fögru vill líta fram hjá hlutunum. Árlega eru menn barðir sundur og saman og ávallt koma upp kynferðisafbrot, sem er ömurlegt. Einhvern veginn hélt ég, fullur af fordómum, að risavaxnir karlmenn, klæddir í leður, málaðir eins og handlangarar skrattans og nýbúnir að hlusta á Misþyrmingu eða Auðn væru hættulegir. Þvert á móti. Það virðist vera að vel snyrti gaurinn í hlýrabolnum með glóstikkið og Vodka Ice í hönd í Eyjum sé sá hættulegi. Þú þarft að vera ansi spes týpa til að vera í barsmíðagír eftir að hafa hlustað á Ingó Veðurguð syngja fyrir þig Lífið er yndislegt. Þetta er einfalt: Ekki vera fáviti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun