Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. júlí 2016 13:41 Nico Rosberg hélt haus í bleytunni og varð fljótastur í dag. Vísir/Getty Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. Gríðarleg rigning tók að falla á brautinni og var tímatökunni frestað um 20 mínútur. Mikið var um rauð flögg vegna óhappa ökumanna. Hins vegar þornaði brautin hratt og Ökumenn voru fljótir að aðlagast aðstæðum. Hamilton var á ráspól undir lokin angað til Fernando Alonso snérist rétt fyrir framan hann í lokatilrauninni hans. Rosberg kom seinna að staðnum sem Alonso snérist. Hann náði að stela ráspólnum á lokametrum einnar lengstu tímatöku í sögu Formúlu 1.Fyrsta lotaEftir tæplega fimm mínútna akstur í fyrstu lotu tímatökunnar var rauðum flöggum veifað og tímatökunni frestað frekar. Fyrsta lotan var stöðvuð aftur þegar níu mínútur voru eftir af lotunni. Marcus Ericsson á Sauber endaði sína þátttöku í tímatökunni á varnarvegg. Hann virtist lenda á polli og gat ekkert gert til að afstýra árekstrinum við varnarvegginn. Felipe Massa á Williams lenti á varnarvegg í þriðja skiptið sem fyrsta lotan var ræst. Hann var á milliregndekkjum. Hann var einn af fáum sem var kominn á þau. Aðrir voru á fullum regndekkjum. Massa rúllaði yfir hvíta línu og aðeins út á brautarkant. Það var nóg til að snúa bílnum. Fyrsta lotan endaði með rauðu flaggi þegar rúmlega ein mínúta og tuttugu sekúndur voru eftir þegar Rio Haryanto á Manor endaði á sama varnarvegg og Ericsson. Jolyon Plamer á Renault og liðsfélagi hans Kevin Magnussen duttu út ásamt Pascal Wehrlein á Manor og þeim þremur sem þegar höfðu fallið úr leik.Max Verstappen var seigur í dag. Brautin var mjög blaut í upphafi tímatökunnar.Vísir/GettyÖnnur lotaBrautin tók að þorna hratt strax við upphaf annarrar lotu og nánast hver ökumaður sem lauk hring setti hraðasta hring. Slík var staðan fyrstu hringina í lotunni. Valtteri Bottas á Williams var fyrstur til að setja sléttu þurr-dekkin undir. Brautin var aðeins farin að sína ljósgrátt malbik. Fleiri fylgdu í kjölfarið eftir að Williams liðið neyddi önnur lið til að bregðast við. Í annarri lotu duttu Danil Kvyat á Toro Rosso, Romain Grosjean og Esteban Gutierrez á Haas út. Ásamt Sergio Perez á Force India, Kimi Raikkonen á Ferrari og Felipe Nasr á Sauber. Hamilton var stálheppinn að komast áfram í þriðju lotu. Hann gerði mistök í fyrstu beygju á síðasta hring og endaði 10. í lotunni.Þriðja lota Í þriðju lotunni var staðan orðin kunnulegri. Þagar allir ökumenn höfðu möguleika á að reyna einu sinni enn voru Mercedes-menn fljótastir og Red Bull þar á eftir með Vettel fyrir Ferrari í fimmta sæti. Rosberg stal ráspólnum. Hamilton þurfti að slaka á þegar Fernando Alonso snérist á brautinni og gulum flöggum var veifað. Formúla Tengdar fréttir Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10 Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15 Talstöðvasamskipti takmörkuð enn frekar Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur takmarkað talstöðvasamskipti Formúlu 1 liða við ökumenn enn frekar en þegar hafði verið gert. 21. júlí 2016 22:30 Wolff: Red Bull mikil ógn við Mercedes Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. 18. júlí 2016 20:45 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. Gríðarleg rigning tók að falla á brautinni og var tímatökunni frestað um 20 mínútur. Mikið var um rauð flögg vegna óhappa ökumanna. Hins vegar þornaði brautin hratt og Ökumenn voru fljótir að aðlagast aðstæðum. Hamilton var á ráspól undir lokin angað til Fernando Alonso snérist rétt fyrir framan hann í lokatilrauninni hans. Rosberg kom seinna að staðnum sem Alonso snérist. Hann náði að stela ráspólnum á lokametrum einnar lengstu tímatöku í sögu Formúlu 1.Fyrsta lotaEftir tæplega fimm mínútna akstur í fyrstu lotu tímatökunnar var rauðum flöggum veifað og tímatökunni frestað frekar. Fyrsta lotan var stöðvuð aftur þegar níu mínútur voru eftir af lotunni. Marcus Ericsson á Sauber endaði sína þátttöku í tímatökunni á varnarvegg. Hann virtist lenda á polli og gat ekkert gert til að afstýra árekstrinum við varnarvegginn. Felipe Massa á Williams lenti á varnarvegg í þriðja skiptið sem fyrsta lotan var ræst. Hann var á milliregndekkjum. Hann var einn af fáum sem var kominn á þau. Aðrir voru á fullum regndekkjum. Massa rúllaði yfir hvíta línu og aðeins út á brautarkant. Það var nóg til að snúa bílnum. Fyrsta lotan endaði með rauðu flaggi þegar rúmlega ein mínúta og tuttugu sekúndur voru eftir þegar Rio Haryanto á Manor endaði á sama varnarvegg og Ericsson. Jolyon Plamer á Renault og liðsfélagi hans Kevin Magnussen duttu út ásamt Pascal Wehrlein á Manor og þeim þremur sem þegar höfðu fallið úr leik.Max Verstappen var seigur í dag. Brautin var mjög blaut í upphafi tímatökunnar.Vísir/GettyÖnnur lotaBrautin tók að þorna hratt strax við upphaf annarrar lotu og nánast hver ökumaður sem lauk hring setti hraðasta hring. Slík var staðan fyrstu hringina í lotunni. Valtteri Bottas á Williams var fyrstur til að setja sléttu þurr-dekkin undir. Brautin var aðeins farin að sína ljósgrátt malbik. Fleiri fylgdu í kjölfarið eftir að Williams liðið neyddi önnur lið til að bregðast við. Í annarri lotu duttu Danil Kvyat á Toro Rosso, Romain Grosjean og Esteban Gutierrez á Haas út. Ásamt Sergio Perez á Force India, Kimi Raikkonen á Ferrari og Felipe Nasr á Sauber. Hamilton var stálheppinn að komast áfram í þriðju lotu. Hann gerði mistök í fyrstu beygju á síðasta hring og endaði 10. í lotunni.Þriðja lota Í þriðju lotunni var staðan orðin kunnulegri. Þagar allir ökumenn höfðu möguleika á að reyna einu sinni enn voru Mercedes-menn fljótastir og Red Bull þar á eftir með Vettel fyrir Ferrari í fimmta sæti. Rosberg stal ráspólnum. Hamilton þurfti að slaka á þegar Fernando Alonso snérist á brautinni og gulum flöggum var veifað.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10 Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15 Talstöðvasamskipti takmörkuð enn frekar Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur takmarkað talstöðvasamskipti Formúlu 1 liða við ökumenn enn frekar en þegar hafði verið gert. 21. júlí 2016 22:30 Wolff: Red Bull mikil ógn við Mercedes Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. 18. júlí 2016 20:45 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10
Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15
Talstöðvasamskipti takmörkuð enn frekar Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur takmarkað talstöðvasamskipti Formúlu 1 liða við ökumenn enn frekar en þegar hafði verið gert. 21. júlí 2016 22:30
Wolff: Red Bull mikil ógn við Mercedes Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. 18. júlí 2016 20:45