Þýska landsliðið í handbolta tryggði sér þriðja sætinu á æfingamótinu í Strassborg í Frakklandi með þriggja marka sigri á Egyptalandi, 30-27.
Danir og Frakkar spila til úrslita á mótinu á eftir en öll fjögur liðin eru á leiðinni til Ríó til að keppa í handboltakeppni Ólympíuleikanna.
Þýska liðið tapaði sannfærandi í undanúrslitaleik mótsins á móti Dönum og var lengi í gang í leiknum í dag.
Egyptar komust í 2-0, 4-1, 10-7 og 11-8 en þýska liðið hrökk í gang undir lok hálfleiksins.
Þjóðverjar skoruðu fimm síðustu mörk fyrri hálfleiksins og voru 13-11 yfir í hálfleik.
Þýska liðið komst mest fjórum mörkum yfir í byrjun seinni hálfleiks en Egyptar náðu að minnka muninn niður í eitt mark, 27-26 og 28-27 áður en Þjóðverjar skoruðu tvö síðustu mörkin og tryggðu sér sigur.
Þetta var síðasti æfingaleikur þýska liðsins fyrir Ólympíuleikana í Ríó en þar mæta Þjóðverjar Svíum í fyrsta leik 7. ágúst næstkomandi.
Strákarnir hans Dags unnu síðasta leikinn fyrir ÓL í Ríó
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn

Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Íslenski boltinn






Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki
Íslenski boltinn


Valdi flottasta búning deildarinnar
Körfubolti