Einstakir gestgjafar Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 27. júlí 2016 06:00 Ég er á akstri nálægt hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. Fyrir framan mig á götunni er glæsilegur Pajero jeppi sem skyndilega hemlar. Út kemur Guðni Ólafsson skipstjóri og gengur rakleitt að ungum manni sem liggur sofandi upp við húsvegg búinn að fá sér einum of mikið. Ég sé höfðingjann strjúka vanga piltsins og tala til hans áður en hann reisir hann upp og hjálpar honum upp í bílinn. Síðar um daginn hitti ég Guðna inni í Herjólfsdal, segi honum að ég hafi séð til hans og spyr hvort þarna hafi verið einhver honum tengdur. Nei, Jóna mín, ég veit nú raunar ekki hvað pilturinn heitir, en hann var illa staddur og ég fór með hann heim á Brimhólabraut. Gerða mín skellti í hann kjötsúpu og svo lagði hann sig örlitla stund áður en ég keyrði hann aftur inn í Dal. Þá var hann aftur orðinn býsna glaður blessaður. Þetta gerðist fyrir 21 ári. Þá var ég prestur í Eyjum og tók m.a. þátt í neyðarvakt gagnvart ofbeldi á þjóðhátíð hverja verslunarmannahelgi. Á svona hátíð birtist allt litróf mannlífsins í sinni sterkustu mynd. Fjölskyldur sameinast, ástin blómstrar, vináttubönd styrkjast. En svo eru líka hinar dökku hliðar stjórnleysis. Í Eyjum hafa menn alla tíð lagt sig fram í öryggismálum þjóðhátíðargesta. Ég er afar stolt af forvarnaverkefninu Bleika fílnum þar sem allir geta verið aðilar að þeim skilaboðum að við líðum ekki kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi. En besta gæsluliðið í Dalnum eru síðan Eyjamenn sjálfir í hvítu tjöldunum með sinni einstöku gestrisni og ástúð. Þeim fylgir gleði, skemmtilegar hefðir og vökul augu, eins og augun hans Guðna Ólafssonar. Guð blessi minningu hans. Gleðilega Þjóðhátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun
Ég er á akstri nálægt hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. Fyrir framan mig á götunni er glæsilegur Pajero jeppi sem skyndilega hemlar. Út kemur Guðni Ólafsson skipstjóri og gengur rakleitt að ungum manni sem liggur sofandi upp við húsvegg búinn að fá sér einum of mikið. Ég sé höfðingjann strjúka vanga piltsins og tala til hans áður en hann reisir hann upp og hjálpar honum upp í bílinn. Síðar um daginn hitti ég Guðna inni í Herjólfsdal, segi honum að ég hafi séð til hans og spyr hvort þarna hafi verið einhver honum tengdur. Nei, Jóna mín, ég veit nú raunar ekki hvað pilturinn heitir, en hann var illa staddur og ég fór með hann heim á Brimhólabraut. Gerða mín skellti í hann kjötsúpu og svo lagði hann sig örlitla stund áður en ég keyrði hann aftur inn í Dal. Þá var hann aftur orðinn býsna glaður blessaður. Þetta gerðist fyrir 21 ári. Þá var ég prestur í Eyjum og tók m.a. þátt í neyðarvakt gagnvart ofbeldi á þjóðhátíð hverja verslunarmannahelgi. Á svona hátíð birtist allt litróf mannlífsins í sinni sterkustu mynd. Fjölskyldur sameinast, ástin blómstrar, vináttubönd styrkjast. En svo eru líka hinar dökku hliðar stjórnleysis. Í Eyjum hafa menn alla tíð lagt sig fram í öryggismálum þjóðhátíðargesta. Ég er afar stolt af forvarnaverkefninu Bleika fílnum þar sem allir geta verið aðilar að þeim skilaboðum að við líðum ekki kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi. En besta gæsluliðið í Dalnum eru síðan Eyjamenn sjálfir í hvítu tjöldunum með sinni einstöku gestrisni og ástúð. Þeim fylgir gleði, skemmtilegar hefðir og vökul augu, eins og augun hans Guðna Ólafssonar. Guð blessi minningu hans. Gleðilega Þjóðhátíð.