Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2016 13:45 Kínversk freigáta á siglingu. Vísir/AFP Kína og Rússland munu halda sameiginlegar heræfingar í Suður-Kínahafi í september. Varnarmálaráðuneyti Kína segir æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna. Þeim sé ekki beint gegn öðrum ríkjum. Spenna á svæðinu er mjög mikil vegna tilkalls Kína af stærstum hluta hafsins. Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir Kínverja ekki hafa tilkall til svæðisins en Kína viðurkennir ekki niðurstöðu dómsins og segist ekki ætla að fylgja honum. Kínverjar höfðu gert tilkall til svæðisins á grundvelli „níu strika línunnar“ sem byggir á kínverskum kortum frá 1947.Yfirlit yfir þau svæði sem tilköll eru gerð til.Tilkall Kína nær til um 90 prósenta Suður-Kínahafs, en þar að auki gera Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei tilkall til hluta hafsins. Kínverjar hafa byggt upp eyjar og herstöðvar á svæðinu til að styrkja kröfu sína. „Um er að ræða hefðbundna æfingu á milli tveggja herafla, sem miða að því að styrkja samband Kína og Rússlands,“ er haft eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis Kína á vef Reuters. Á þessu ári hafa Kínverjar og Rússar haldið sameiginlegar heræfingar í Japanshafi og í Miðjarðarhafi. Stjórnvöld í Kína hafa reglulega sakað Bandaríkin um að valda aukinni spennu með því að senda herskip á svæðið og að vera hliðhollir öðrum ríkjum á svæðinu. Bandaríkin segja hins vegar mikilvægt að halda siglingaleiðum um svæðið opnum, en gífurlega mikil umferð skipasiglinga fer um Suður-Kínahaf. Brúnei Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Hóta að loka himninum yfir Suður-Kínahafi Kínverjar segjast eiga rétt á því að stofna loftvarnarsvæði þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær. 13. júlí 2016 11:44 Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Kína og Rússland munu halda sameiginlegar heræfingar í Suður-Kínahafi í september. Varnarmálaráðuneyti Kína segir æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna. Þeim sé ekki beint gegn öðrum ríkjum. Spenna á svæðinu er mjög mikil vegna tilkalls Kína af stærstum hluta hafsins. Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir Kínverja ekki hafa tilkall til svæðisins en Kína viðurkennir ekki niðurstöðu dómsins og segist ekki ætla að fylgja honum. Kínverjar höfðu gert tilkall til svæðisins á grundvelli „níu strika línunnar“ sem byggir á kínverskum kortum frá 1947.Yfirlit yfir þau svæði sem tilköll eru gerð til.Tilkall Kína nær til um 90 prósenta Suður-Kínahafs, en þar að auki gera Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei tilkall til hluta hafsins. Kínverjar hafa byggt upp eyjar og herstöðvar á svæðinu til að styrkja kröfu sína. „Um er að ræða hefðbundna æfingu á milli tveggja herafla, sem miða að því að styrkja samband Kína og Rússlands,“ er haft eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis Kína á vef Reuters. Á þessu ári hafa Kínverjar og Rússar haldið sameiginlegar heræfingar í Japanshafi og í Miðjarðarhafi. Stjórnvöld í Kína hafa reglulega sakað Bandaríkin um að valda aukinni spennu með því að senda herskip á svæðið og að vera hliðhollir öðrum ríkjum á svæðinu. Bandaríkin segja hins vegar mikilvægt að halda siglingaleiðum um svæðið opnum, en gífurlega mikil umferð skipasiglinga fer um Suður-Kínahaf.
Brúnei Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Hóta að loka himninum yfir Suður-Kínahafi Kínverjar segjast eiga rétt á því að stofna loftvarnarsvæði þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær. 13. júlí 2016 11:44 Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00
Hóta að loka himninum yfir Suður-Kínahafi Kínverjar segjast eiga rétt á því að stofna loftvarnarsvæði þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær. 13. júlí 2016 11:44
Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07