Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júlí 2016 06:00 Kínverskt strandgæsluskip beitir þrýstivatnssprautum gegn víetnömsku skipi skammt frá Paracel-eyjum. Fréttablaðið/EPA Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir Kína ekki eiga neitt tilkall til hafsvæðis í Suður-Kínahafi, sem Filippseyjar og fleiri lönd gera einnig tilkall til. Kínversk stjórnvöld hafa sagt að dómstóllinn hafi enga lögsögu í málinu og ætla að virða niðurstöðuna einskis. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. „Kína er andvígt og mun aldrei fallast á neinar kröfur eða aðgerðir byggðar á þessum úrskurði,“ segir í yfirlýsingu frá kínverska utanríkisráðuneytinu.Þess í stað segja Kínverjar að málshöfðun Filippseyja á hendur Kína sé brot á Alþjóðahafréttarsáttmálanum. Með því að kveða upp þennan úrskurð brjóti dómstóllinn einnig gegn sáttmálanum og grafi undan eigin stöðu. Filippseyjar höfðuðu mál á hendur Kína árið 2013 og saka Kínverja um að hafa með umsvifum sínum og tilkalli til hafsvæðisins brotið gegn ákvæðum Alþjóðahafréttarsáttmálans. Kínverjar segjast frá fornu fari hafa farið með yfirráð á eyjum á þessu hafsvæði, en dómstóllinn segir ekkert hæft í því. Perfecto Yasay, utanríkisráðherra Filippseyja, fagnar hins vegar niðurstöðunni og segir úrskurðinn veikja mjög þann grundvöll, sem Kínverjar byggja kröfur sínar á. Hann hvetur fólk hins vegar til að sýna stillingu og ítrekar að Filippseyjar muni áfram reyna að finna friðsamlegar leiðir í deilunni um Suður-Kínahaf. Hafsvæðið hefur lengi verið umdeilt. Mörg ríki gera tilkall til þess en á síðustu árum hefur spennan magnast vegna aukinna umsvifa Kína. Kínverjar hafa byggt upp og stækkað litlar eyjar og sker, sett þar niður hernaðarmannvirki og flugvelli og bregðast hart við allri gagnrýni. Hagsmunir ríkjanna eru töluverðir, bæði af fiskveiðum og einnig vegna mikilla olíu- og gasauðlinda sem taldar eru leynast þar á hafsbotni. Þá valda hernaðarumsvif Kínverja þarna áhyggjum grannríkjanna vegna þess að um þetta hafsvæði liggja mikilvægar siglingaleiðir. Ekki virðist líklegt að dómsúrskurðurinn verði til þess að draga úr spennunni á þessu svæði, þar sem Kínverjar hafa hann að engu. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegur dómstóll tekur afstöðu í þessum milliríkjadeilum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Suður-Kínahaf Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir Kína ekki eiga neitt tilkall til hafsvæðis í Suður-Kínahafi, sem Filippseyjar og fleiri lönd gera einnig tilkall til. Kínversk stjórnvöld hafa sagt að dómstóllinn hafi enga lögsögu í málinu og ætla að virða niðurstöðuna einskis. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. „Kína er andvígt og mun aldrei fallast á neinar kröfur eða aðgerðir byggðar á þessum úrskurði,“ segir í yfirlýsingu frá kínverska utanríkisráðuneytinu.Þess í stað segja Kínverjar að málshöfðun Filippseyja á hendur Kína sé brot á Alþjóðahafréttarsáttmálanum. Með því að kveða upp þennan úrskurð brjóti dómstóllinn einnig gegn sáttmálanum og grafi undan eigin stöðu. Filippseyjar höfðuðu mál á hendur Kína árið 2013 og saka Kínverja um að hafa með umsvifum sínum og tilkalli til hafsvæðisins brotið gegn ákvæðum Alþjóðahafréttarsáttmálans. Kínverjar segjast frá fornu fari hafa farið með yfirráð á eyjum á þessu hafsvæði, en dómstóllinn segir ekkert hæft í því. Perfecto Yasay, utanríkisráðherra Filippseyja, fagnar hins vegar niðurstöðunni og segir úrskurðinn veikja mjög þann grundvöll, sem Kínverjar byggja kröfur sínar á. Hann hvetur fólk hins vegar til að sýna stillingu og ítrekar að Filippseyjar muni áfram reyna að finna friðsamlegar leiðir í deilunni um Suður-Kínahaf. Hafsvæðið hefur lengi verið umdeilt. Mörg ríki gera tilkall til þess en á síðustu árum hefur spennan magnast vegna aukinna umsvifa Kína. Kínverjar hafa byggt upp og stækkað litlar eyjar og sker, sett þar niður hernaðarmannvirki og flugvelli og bregðast hart við allri gagnrýni. Hagsmunir ríkjanna eru töluverðir, bæði af fiskveiðum og einnig vegna mikilla olíu- og gasauðlinda sem taldar eru leynast þar á hafsbotni. Þá valda hernaðarumsvif Kínverja þarna áhyggjum grannríkjanna vegna þess að um þetta hafsvæði liggja mikilvægar siglingaleiðir. Ekki virðist líklegt að dómsúrskurðurinn verði til þess að draga úr spennunni á þessu svæði, þar sem Kínverjar hafa hann að engu. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegur dómstóll tekur afstöðu í þessum milliríkjadeilum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Kínahaf Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira