Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júlí 2016 06:00 Kínverskt strandgæsluskip beitir þrýstivatnssprautum gegn víetnömsku skipi skammt frá Paracel-eyjum. Fréttablaðið/EPA Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir Kína ekki eiga neitt tilkall til hafsvæðis í Suður-Kínahafi, sem Filippseyjar og fleiri lönd gera einnig tilkall til. Kínversk stjórnvöld hafa sagt að dómstóllinn hafi enga lögsögu í málinu og ætla að virða niðurstöðuna einskis. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. „Kína er andvígt og mun aldrei fallast á neinar kröfur eða aðgerðir byggðar á þessum úrskurði,“ segir í yfirlýsingu frá kínverska utanríkisráðuneytinu.Þess í stað segja Kínverjar að málshöfðun Filippseyja á hendur Kína sé brot á Alþjóðahafréttarsáttmálanum. Með því að kveða upp þennan úrskurð brjóti dómstóllinn einnig gegn sáttmálanum og grafi undan eigin stöðu. Filippseyjar höfðuðu mál á hendur Kína árið 2013 og saka Kínverja um að hafa með umsvifum sínum og tilkalli til hafsvæðisins brotið gegn ákvæðum Alþjóðahafréttarsáttmálans. Kínverjar segjast frá fornu fari hafa farið með yfirráð á eyjum á þessu hafsvæði, en dómstóllinn segir ekkert hæft í því. Perfecto Yasay, utanríkisráðherra Filippseyja, fagnar hins vegar niðurstöðunni og segir úrskurðinn veikja mjög þann grundvöll, sem Kínverjar byggja kröfur sínar á. Hann hvetur fólk hins vegar til að sýna stillingu og ítrekar að Filippseyjar muni áfram reyna að finna friðsamlegar leiðir í deilunni um Suður-Kínahaf. Hafsvæðið hefur lengi verið umdeilt. Mörg ríki gera tilkall til þess en á síðustu árum hefur spennan magnast vegna aukinna umsvifa Kína. Kínverjar hafa byggt upp og stækkað litlar eyjar og sker, sett þar niður hernaðarmannvirki og flugvelli og bregðast hart við allri gagnrýni. Hagsmunir ríkjanna eru töluverðir, bæði af fiskveiðum og einnig vegna mikilla olíu- og gasauðlinda sem taldar eru leynast þar á hafsbotni. Þá valda hernaðarumsvif Kínverja þarna áhyggjum grannríkjanna vegna þess að um þetta hafsvæði liggja mikilvægar siglingaleiðir. Ekki virðist líklegt að dómsúrskurðurinn verði til þess að draga úr spennunni á þessu svæði, þar sem Kínverjar hafa hann að engu. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegur dómstóll tekur afstöðu í þessum milliríkjadeilum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Suður-Kínahaf Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir Kína ekki eiga neitt tilkall til hafsvæðis í Suður-Kínahafi, sem Filippseyjar og fleiri lönd gera einnig tilkall til. Kínversk stjórnvöld hafa sagt að dómstóllinn hafi enga lögsögu í málinu og ætla að virða niðurstöðuna einskis. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. „Kína er andvígt og mun aldrei fallast á neinar kröfur eða aðgerðir byggðar á þessum úrskurði,“ segir í yfirlýsingu frá kínverska utanríkisráðuneytinu.Þess í stað segja Kínverjar að málshöfðun Filippseyja á hendur Kína sé brot á Alþjóðahafréttarsáttmálanum. Með því að kveða upp þennan úrskurð brjóti dómstóllinn einnig gegn sáttmálanum og grafi undan eigin stöðu. Filippseyjar höfðuðu mál á hendur Kína árið 2013 og saka Kínverja um að hafa með umsvifum sínum og tilkalli til hafsvæðisins brotið gegn ákvæðum Alþjóðahafréttarsáttmálans. Kínverjar segjast frá fornu fari hafa farið með yfirráð á eyjum á þessu hafsvæði, en dómstóllinn segir ekkert hæft í því. Perfecto Yasay, utanríkisráðherra Filippseyja, fagnar hins vegar niðurstöðunni og segir úrskurðinn veikja mjög þann grundvöll, sem Kínverjar byggja kröfur sínar á. Hann hvetur fólk hins vegar til að sýna stillingu og ítrekar að Filippseyjar muni áfram reyna að finna friðsamlegar leiðir í deilunni um Suður-Kínahaf. Hafsvæðið hefur lengi verið umdeilt. Mörg ríki gera tilkall til þess en á síðustu árum hefur spennan magnast vegna aukinna umsvifa Kína. Kínverjar hafa byggt upp og stækkað litlar eyjar og sker, sett þar niður hernaðarmannvirki og flugvelli og bregðast hart við allri gagnrýni. Hagsmunir ríkjanna eru töluverðir, bæði af fiskveiðum og einnig vegna mikilla olíu- og gasauðlinda sem taldar eru leynast þar á hafsbotni. Þá valda hernaðarumsvif Kínverja þarna áhyggjum grannríkjanna vegna þess að um þetta hafsvæði liggja mikilvægar siglingaleiðir. Ekki virðist líklegt að dómsúrskurðurinn verði til þess að draga úr spennunni á þessu svæði, þar sem Kínverjar hafa hann að engu. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegur dómstóll tekur afstöðu í þessum milliríkjadeilum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Kínahaf Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira