Lægri tollar – fleiri kostir neytenda Ólafur Stephensen skrifar 13. júlí 2016 11:11 Margir neytendur hafa undanfarna daga ákveðið að beina viðskiptum sínum til keppinauta Mjólkursamsölunnar, eftir að Samkeppniseftirlitið ákvað að sekta MS um tæplega hálfan milljarð vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni. Keppinautar MS á innanlandsmarkaði eru fáir og smáir. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er dregin upp mynd af markaði þar sem MS og Kaupfélag Skagfirðinga eru í sameiningu í nánast algjörri einokunarstöðu og ráða því sem þeim sýnist. Margar tegundir mjólkurvöru á Íslandi eru eingöngu framleiddar af MS og tengdum fyrirtækjum og kostir neytenda eru því takmarkaðir.Allir kaupa hrámjólk af MS Forstjóri MS benti líka á í viðtali á Bylgjunni 11. júlí að það væri ekki stórt áhyggjuefni þótt neytendur beindu viðskiptum sínum til minni keppinauta MS í vinnslu mjólkurvara. Þeir kaupa nefnilega allir hrámjólk af MS, sem er eini seljandi hennar á Íslandi. Keppinautarnir eiga ekki val um hvar þeir kaupa hráefnið og þótt neytendur beini viðskiptum sínum til þeirra fær MS alltaf nokkuð fyrir sinn snúð. Þetta er óheilbrigt kerfi, sem ástæða er til að vinda ofan af. Samkeppni á að ríkja í mjólkuriðnaði eins og öðrum atvinnugreinum á Íslandi og samkeppnislög eiga að gilda fullum fetum um greinina eins og aðrar. Samkeppniseftirlitið hefur áður lagt til að MS yrði skipt upp í smærri fyrirtæki. Félag atvinnurekenda hefur tekið undir það og sagt að nú séum við að nálgast þann tímapunkt að ástæða sé fyrir samkeppnisyfirvöld að beita þeim lagaheimildum sem þau hafa til að brjóta upp einokunarrisann.Skjótvirkasta leiðinSlíkt ferli tekur hins vegar tíma. Skjótvirkasta leiðin til að fjölga kostum neytenda er að lækka tolla á innfluttum mjólkurvörum þannig að þær verði samkeppnishæfar við innlenda framleiðslu. Þetta hafa margir lagt til; síðast Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í skýrslu sem unnin var fyrir landbúnaðarráðherra um mjólkuriðnaðinn. Til þessa hafa stjórnmálamennirnir ekki hlustað. Í búvörusamningum, sem Alþingi á eftir að taka afstöðu til, er þannig ákvæði um að það eigi að hækka tollana á innfluttum mjólkurvörum og styrkja þannig enn einokunarstöðu MS. Alþingi á að sjálfsögðu að hafna slíkum samningum og ákveða þess í stað að lækka tollana og fjölga þannig valkostum neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Margir neytendur hafa undanfarna daga ákveðið að beina viðskiptum sínum til keppinauta Mjólkursamsölunnar, eftir að Samkeppniseftirlitið ákvað að sekta MS um tæplega hálfan milljarð vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni. Keppinautar MS á innanlandsmarkaði eru fáir og smáir. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er dregin upp mynd af markaði þar sem MS og Kaupfélag Skagfirðinga eru í sameiningu í nánast algjörri einokunarstöðu og ráða því sem þeim sýnist. Margar tegundir mjólkurvöru á Íslandi eru eingöngu framleiddar af MS og tengdum fyrirtækjum og kostir neytenda eru því takmarkaðir.Allir kaupa hrámjólk af MS Forstjóri MS benti líka á í viðtali á Bylgjunni 11. júlí að það væri ekki stórt áhyggjuefni þótt neytendur beindu viðskiptum sínum til minni keppinauta MS í vinnslu mjólkurvara. Þeir kaupa nefnilega allir hrámjólk af MS, sem er eini seljandi hennar á Íslandi. Keppinautarnir eiga ekki val um hvar þeir kaupa hráefnið og þótt neytendur beini viðskiptum sínum til þeirra fær MS alltaf nokkuð fyrir sinn snúð. Þetta er óheilbrigt kerfi, sem ástæða er til að vinda ofan af. Samkeppni á að ríkja í mjólkuriðnaði eins og öðrum atvinnugreinum á Íslandi og samkeppnislög eiga að gilda fullum fetum um greinina eins og aðrar. Samkeppniseftirlitið hefur áður lagt til að MS yrði skipt upp í smærri fyrirtæki. Félag atvinnurekenda hefur tekið undir það og sagt að nú séum við að nálgast þann tímapunkt að ástæða sé fyrir samkeppnisyfirvöld að beita þeim lagaheimildum sem þau hafa til að brjóta upp einokunarrisann.Skjótvirkasta leiðinSlíkt ferli tekur hins vegar tíma. Skjótvirkasta leiðin til að fjölga kostum neytenda er að lækka tolla á innfluttum mjólkurvörum þannig að þær verði samkeppnishæfar við innlenda framleiðslu. Þetta hafa margir lagt til; síðast Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í skýrslu sem unnin var fyrir landbúnaðarráðherra um mjólkuriðnaðinn. Til þessa hafa stjórnmálamennirnir ekki hlustað. Í búvörusamningum, sem Alþingi á eftir að taka afstöðu til, er þannig ákvæði um að það eigi að hækka tollana á innfluttum mjólkurvörum og styrkja þannig enn einokunarstöðu MS. Alþingi á að sjálfsögðu að hafna slíkum samningum og ákveða þess í stað að lækka tollana og fjölga þannig valkostum neytenda.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun