Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska handboltalandsliðsins, getur ekki nýtt krafta hornamannsins Anders Eggert á Ólympíuleikunum í Ríó í næsta mánuði.
Hinn 32 ára gamli Eggert er meiddur á fæti og verður þ.a.l. ekki með danska liðinu í Ríó.
Þetta er mikið áfall fyrir Guðmund og Dani en Eggert, sem leikur með Flensburg í Þýskalandi, hefur verið ein styrkasta stoð danska landsliðsins undanfarin ár.
Casper U. Mortensen, leikmaður Hannover-Burgdorf, verður því að öllum líkindum vinstri hornamaður númer eitt hjá Dönum í Ríó en spurningin er hvort Guðmundur taki annan rétthentan hornamann með.
Sjá einnig: Þessir berjast um að komast í Ólympíuhóp Guðmundar
Þá er ekki ljóst hvort línumaðurinn öflugi, René Toft Hansen, verði orðinn klár í tæka tíð en hann er að jafna sig eftir krossbandaslit.
Guðmundur tilkynnir lokahópinn sem fer á Ólympíuleikana á mánudaginn kemur.
Guðmundur verður án eins síns sterkasta leikmanns í Ríó
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Hér er allt mögulegt“
Fótbolti


Dramatík á Hlíðarenda
Handbolti


Van Dijk fær 68 milljónir á viku
Enski boltinn

Lagði egóið til hliðar fyrir liðið
Körfubolti

Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn


