Wolff: Red Bull mikil ógn við Mercedes Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. júlí 2016 20:45 Hamilton og Wolff sitja fyrir svörum. Vísir/Getty Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. Mercedes liðið hefur ekki unnið ungverska kappaksturinn síðan V6 vélarnar voru teknar í notkun. En á sama tíma hefur Mercedes nánast einokað aðrar keppnir. Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff segir að keppnin muni henta Red Bull einkar vel. Red Bull liðið sýndi það og sannaði á Silverstone að bíll liðsins er býsna góður og vel samkeppnishæfur. Hann segir Mercedes stafa mikil ógn af Red Bull, sérstaklega á ungversku brautinni. Brautin í Ungverjalandi krefst mikils af loftflæðihönnuðum liðanna og góðu gripi, fremur en hreinu afli. Því betri sem undirvagn bílanna er því betur gegnur þeim í ungverska kappakstrinum. „Við munum þurfa að eiga fullkomna helgi til að vinna í Ungverjalandi,“ sagði Wolff. Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna og annar ökumanna Mercedes gæti orðið sigursælasti ökumaðurinn á brautinni, vinni hann keppnina um næstu helgi. Hann er sem stendur jafn goðsögninni Michael Schumacher með fjórar unnar keppnir hvor. „Ég hlakka til að bera þann jákvæða straum sem ég finn enn fyrir frá Silverstone áfram inn í næstu keppnishelgi. Ég er ferskur og sjálfstraustið er gott. Mér hefur alltaf gengið vel í Ungverska kappakstrinum. Ég get ekki beðið eftir að fá að komast út á brautina,“ sagði heimsmeistarinn Hamilton. Formúla Tengdar fréttir Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15 Bílskúrinn: Spennandi síðdegi á Silverstone Lewis Hamilton á Mercedes minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig með því að vinna á heimavelli sínum, síðustu helgi. 13. júlí 2016 21:45 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. Mercedes liðið hefur ekki unnið ungverska kappaksturinn síðan V6 vélarnar voru teknar í notkun. En á sama tíma hefur Mercedes nánast einokað aðrar keppnir. Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff segir að keppnin muni henta Red Bull einkar vel. Red Bull liðið sýndi það og sannaði á Silverstone að bíll liðsins er býsna góður og vel samkeppnishæfur. Hann segir Mercedes stafa mikil ógn af Red Bull, sérstaklega á ungversku brautinni. Brautin í Ungverjalandi krefst mikils af loftflæðihönnuðum liðanna og góðu gripi, fremur en hreinu afli. Því betri sem undirvagn bílanna er því betur gegnur þeim í ungverska kappakstrinum. „Við munum þurfa að eiga fullkomna helgi til að vinna í Ungverjalandi,“ sagði Wolff. Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna og annar ökumanna Mercedes gæti orðið sigursælasti ökumaðurinn á brautinni, vinni hann keppnina um næstu helgi. Hann er sem stendur jafn goðsögninni Michael Schumacher með fjórar unnar keppnir hvor. „Ég hlakka til að bera þann jákvæða straum sem ég finn enn fyrir frá Silverstone áfram inn í næstu keppnishelgi. Ég er ferskur og sjálfstraustið er gott. Mér hefur alltaf gengið vel í Ungverska kappakstrinum. Ég get ekki beðið eftir að fá að komast út á brautina,“ sagði heimsmeistarinn Hamilton.
Formúla Tengdar fréttir Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15 Bílskúrinn: Spennandi síðdegi á Silverstone Lewis Hamilton á Mercedes minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig með því að vinna á heimavelli sínum, síðustu helgi. 13. júlí 2016 21:45 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15
Bílskúrinn: Spennandi síðdegi á Silverstone Lewis Hamilton á Mercedes minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig með því að vinna á heimavelli sínum, síðustu helgi. 13. júlí 2016 21:45