Húsbílafólk fær athvarf á eigin stað í Gufunesi Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júlí 2016 07:00 Skemmtigarðurinn stefnir að uppbyggingu í ferðaþjónustu. vísir/Hanna Síðastliðinn föstudag var opnað í Skemmtigarðinum í Grafarvogi Camper Resort, nýtt sérhæft húsbíla-, hjólhýsa- og fellihýsastæði í Reykjavík. Fregnir hafa verið af því að ferðamenn, sem taka húsbíla á leigu hér á landi, lendi í vandræðum vegna lítils framboðs af stæðum. Framkvæmdastjóri Happy Campers, Sverrir Þorsteinsson, segist gleðjast ógurlega yfir nýja stæðinu. „Við munum bjóða upp á góða aðstöðu fyrir allar stærðir húsbíla þar sem aðstöðu fyrir þá vantar í Reykjavík, enda hefur orðið mikil fjölgun í leigu á húsbílum undanfarin ár. Gisting af þessu tagi er vinsæl við skemmtigarða erlendis,“ segir Eyþór Guðjónsson, eigandi Skemmtigarðarins. Ekki stendur til að bjóða upp á hefðbundin tjaldstæði heldur einungis gistingu fyrir ferðamenn á húsbílum, felli- og hjólhýsum. Eyþór segir Skemmtigarðinn stefna að áframhaldandi uppbyggingu í ferðaþjónustu á svæðinu. Camper Resort sé fyrsta skrefið í þá átt enda henti staðsetningin ákaflega vel til þess háttar starfsemi. Sverrir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Happy Campers, sem leigja út sérútbúna „campers“ sem hægt er að sofa og elda í, fagnar þessari nýjung á höfuðborgarsvæðinu. „Annars vegar vegna þess að tjaldstæðin sem eru á Reykjavíkursvæðinu eru mjög fá og ekki gerð fyrir þessa bíla og skipulagið og annað hefur verið þannig að þau hafa verið fljót að fyllast. Einnig vegna þess að þeim hefur verið lokað allt of snemma,“ segir Sverrir. Hingað til hefur það tíðkast að tjaldstæðum sé lokað 15. september bendir Sverrir á. „Og hvað eiga viðskiptavinir að gera þá? Sérstaklega núna þegar ný lög eru að taka gildi sem banna svona bílum og fólki að vera annars staðar en á skilgreindum tjaldsvæðum, þá verður að leysa þau mál.“ Sverrir segir að þörf sé á slíkum stæðum fyrir allar stærðir húsbíla um allt land. „Það er eitthvað sem mun koma klárlega með tímanum. Við höfum verið að berjast fyrir því að fá þannig tjaldstæði og einnig fyrir því að tjaldstæðin séu opin allt árið af því að þessir viðskiptavinir eru allt árið,“ segir Sverrir Þorsteinsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Sjá meira
Síðastliðinn föstudag var opnað í Skemmtigarðinum í Grafarvogi Camper Resort, nýtt sérhæft húsbíla-, hjólhýsa- og fellihýsastæði í Reykjavík. Fregnir hafa verið af því að ferðamenn, sem taka húsbíla á leigu hér á landi, lendi í vandræðum vegna lítils framboðs af stæðum. Framkvæmdastjóri Happy Campers, Sverrir Þorsteinsson, segist gleðjast ógurlega yfir nýja stæðinu. „Við munum bjóða upp á góða aðstöðu fyrir allar stærðir húsbíla þar sem aðstöðu fyrir þá vantar í Reykjavík, enda hefur orðið mikil fjölgun í leigu á húsbílum undanfarin ár. Gisting af þessu tagi er vinsæl við skemmtigarða erlendis,“ segir Eyþór Guðjónsson, eigandi Skemmtigarðarins. Ekki stendur til að bjóða upp á hefðbundin tjaldstæði heldur einungis gistingu fyrir ferðamenn á húsbílum, felli- og hjólhýsum. Eyþór segir Skemmtigarðinn stefna að áframhaldandi uppbyggingu í ferðaþjónustu á svæðinu. Camper Resort sé fyrsta skrefið í þá átt enda henti staðsetningin ákaflega vel til þess háttar starfsemi. Sverrir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Happy Campers, sem leigja út sérútbúna „campers“ sem hægt er að sofa og elda í, fagnar þessari nýjung á höfuðborgarsvæðinu. „Annars vegar vegna þess að tjaldstæðin sem eru á Reykjavíkursvæðinu eru mjög fá og ekki gerð fyrir þessa bíla og skipulagið og annað hefur verið þannig að þau hafa verið fljót að fyllast. Einnig vegna þess að þeim hefur verið lokað allt of snemma,“ segir Sverrir. Hingað til hefur það tíðkast að tjaldstæðum sé lokað 15. september bendir Sverrir á. „Og hvað eiga viðskiptavinir að gera þá? Sérstaklega núna þegar ný lög eru að taka gildi sem banna svona bílum og fólki að vera annars staðar en á skilgreindum tjaldsvæðum, þá verður að leysa þau mál.“ Sverrir segir að þörf sé á slíkum stæðum fyrir allar stærðir húsbíla um allt land. „Það er eitthvað sem mun koma klárlega með tímanum. Við höfum verið að berjast fyrir því að fá þannig tjaldstæði og einnig fyrir því að tjaldstæðin séu opin allt árið af því að þessir viðskiptavinir eru allt árið,“ segir Sverrir Þorsteinsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur