Tekjur Íslendinga: Davíð Oddsson langtekjuhæstur fjölmiðlamanna enn á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júlí 2016 09:40 Davíð Oddsson, Páll Magnússon, Kolbrún Bergþórsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Egill Helgason vísir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er langtekjuhæstur fjölmiðlamanna samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt tölum blaðsins er hann með um 3,6 milljónir króna í tekjur á mánuði en hann var einnig langtekjuhæstur í fyrra og var þá með rúmlega 3,3 milljónir króna í tekjur. Næstur á eftir Davíð á listanum er samstarfsmaður hans hjá Morgunblaðinu Haraldur Johannessen sem einnig er ritstjóri blaðsins sem og framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags blaðsins. Hann er með um 2,4 milljónir á mánuði samkvæmt tekjublaðinu. Í þriðja sæti er Páll Magnússon þáttastjórnandi þáttarins Sprengisands á Bylgjunni með um 2,1 milljónir á mánuði. Hann er reyndar nýtekinn við stjórnartaumunum á Sprengisandi en var meðal annars með þætti á Hringbraut á liðnu ári. Ragnhildur Sverrisdóttir kynningarfulltrúi Björgólfs Thors Björgólfssonar er tekjuhæsta konan í fjölmiðlabransanum samkvæmt Frjálsri verslun en hún er í fjórða sæti listans með tæpar tvær milljónir á mánuði. Í fimmta sæti er svo Björn Ingi Hrafnsson útgefandi Vefpressunnar og DV með um 1,8 milljónir á mánuði. Jón Kristinn Laufdal Ásgeirsson auglýsingastjóri Fréttablaðsins kemur fast á hæla Björns Inga einnig með um 1,8 milljón á mánuði og þá er Ómar R. Valdimarsson fréttamaður Bloomberg með um 1,7 milljónir á mánuði. Egill Helgason dagskrárgerðarmaður RÚV er hæstlaunaðasti starfsmaður ríkisfjölmiðilsins samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar með um 1,4 milljónir á mánuði. Fast á eftir honum kemur Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV einnig með um 1,4 milljónir á mánuði og í 10. sæti er Eggert Skúlason fyrrverandi ritstjóri DV með um 1,2 milljónir á mánuði en hann lét af störfum fyrir um mánuði síðan. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2015 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08 Tekjur Íslendinga: Árni með tæpar 50 milljónir á mánuði Skattakóngur Íslands er með ríflega 47 milljónir í tekjur á mánuði. 1. júlí 2016 09:14 Tekjur Íslendinga: Meðlimir Of Monsters and Men raða sér í efstu sæti tekjuhæstu listamannanna Hljómsveitin hefur verið að gera það gott erlendis undanfarin ár. 1. júlí 2016 08:34 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er langtekjuhæstur fjölmiðlamanna samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt tölum blaðsins er hann með um 3,6 milljónir króna í tekjur á mánuði en hann var einnig langtekjuhæstur í fyrra og var þá með rúmlega 3,3 milljónir króna í tekjur. Næstur á eftir Davíð á listanum er samstarfsmaður hans hjá Morgunblaðinu Haraldur Johannessen sem einnig er ritstjóri blaðsins sem og framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags blaðsins. Hann er með um 2,4 milljónir á mánuði samkvæmt tekjublaðinu. Í þriðja sæti er Páll Magnússon þáttastjórnandi þáttarins Sprengisands á Bylgjunni með um 2,1 milljónir á mánuði. Hann er reyndar nýtekinn við stjórnartaumunum á Sprengisandi en var meðal annars með þætti á Hringbraut á liðnu ári. Ragnhildur Sverrisdóttir kynningarfulltrúi Björgólfs Thors Björgólfssonar er tekjuhæsta konan í fjölmiðlabransanum samkvæmt Frjálsri verslun en hún er í fjórða sæti listans með tæpar tvær milljónir á mánuði. Í fimmta sæti er svo Björn Ingi Hrafnsson útgefandi Vefpressunnar og DV með um 1,8 milljónir á mánuði. Jón Kristinn Laufdal Ásgeirsson auglýsingastjóri Fréttablaðsins kemur fast á hæla Björns Inga einnig með um 1,8 milljón á mánuði og þá er Ómar R. Valdimarsson fréttamaður Bloomberg með um 1,7 milljónir á mánuði. Egill Helgason dagskrárgerðarmaður RÚV er hæstlaunaðasti starfsmaður ríkisfjölmiðilsins samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar með um 1,4 milljónir á mánuði. Fast á eftir honum kemur Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV einnig með um 1,4 milljónir á mánuði og í 10. sæti er Eggert Skúlason fyrrverandi ritstjóri DV með um 1,2 milljónir á mánuði en hann lét af störfum fyrir um mánuði síðan. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2015 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08 Tekjur Íslendinga: Árni með tæpar 50 milljónir á mánuði Skattakóngur Íslands er með ríflega 47 milljónir í tekjur á mánuði. 1. júlí 2016 09:14 Tekjur Íslendinga: Meðlimir Of Monsters and Men raða sér í efstu sæti tekjuhæstu listamannanna Hljómsveitin hefur verið að gera það gott erlendis undanfarin ár. 1. júlí 2016 08:34 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08
Tekjur Íslendinga: Árni með tæpar 50 milljónir á mánuði Skattakóngur Íslands er með ríflega 47 milljónir í tekjur á mánuði. 1. júlí 2016 09:14
Tekjur Íslendinga: Meðlimir Of Monsters and Men raða sér í efstu sæti tekjuhæstu listamannanna Hljómsveitin hefur verið að gera það gott erlendis undanfarin ár. 1. júlí 2016 08:34
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent