Á fimmta degi hungurverkfalls Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. júlí 2016 19:15 Raisan Al-Shimani segist ekki ætla að fara lifandi aftur til Írak. VÍSIR/SKJÁSKOT Hælisleitandi frá Írak er nú á fimmta degi hungurverkfalls og biðlar til íslenskra stjórnvalda að taka mál hans til efnislegrar skoðunar. Hann varð vitni að því þegar lögreglumenn drógu samlanda hans með valdi út úr Lauganeskirkju í síðustu viku og óttast að hljóta sömu örlög. Raisan Al-Shimani er 39 ára og hefur dvalið hér á landi í sjö mánuði. Hann var hermaður í heimalandinu en segist hafa þurft að flýja eftir að hafa lent í átökum við sjálfstæðar hersveitir sem ógnuðu honum og fjölskyldu hans. Raisan var viðstaddur þegar lögregla flutti tvo samlanda hans úr Laugarneskirkju sendi þá með flugvél til Noregs fyrir viku síðan. Hann segist vera í áfalli vegna meðferðarinnar sem þeir hlutu og óttast að hljóta sömu örlög. Hann hefur verið í hungurverkfalli í fimm daga vegna þessa. „Hinir eru í fangelsi núna og þetta er erfitt. Mér leið mjög illa. Við erum manneskjur, ekki bara tölur. Fólk verður að skilja það að við erum ekki tölur heldur manneskjur.“ Raisan segir að hann verði sendur aftur til Írak verði honum vísað frá Íslandi til Noregs líkt og vinum hans í síðustu viku. Segist hann frekar vilja deyja á Íslandi en fara aftur til Írak þar sem hann sé í lífshættu. „Ég vil ekki fara lifandi til Írak. Þegar ég er dauður geta þeir gert það við mig sem þeir vilja,“ segir hann. Ljóst er að Raisan verður vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en hann segist ætla að halda hungurverkfallinu áfram þar til yfirvöld taka mál hans til efnislegrar umfjöllunar. „Þetta er eina leiðin. Þetta er eina valið sem ég hef þessa stundina. Íslenskir prestar segja yfirvöldum að þau verði að taka betur á móti flóttamönnum. Við höfum ekki framið neina glæpi hérna. Það eina sem við höfum gert er að sækjast eftir friði, við sækjumst eftir réttlæti og öryggi, þess vegna erum við hér.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00 Þingmaður kallar eftir aðskilnaði ríkis og kirkju styðji hún presta Laugarneskirkju Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósáttur við presta í Laugarneskirkju sem gerðu tilraun til þess að hýsa hælisleitendur sem vísa átti úr landi. 4. júlí 2016 13:15 Er Bagdad örugg borg, eða hvað um Írak? Raisan Al-shimani er flóttamaður frá Írak og vinur minn. Eftirfarandi er saga hans, en hann bað mig um að skrifa um hana, þar sem hann kann ekki hvorki ensku né íslensku. 5. júlí 2016 17:07 „Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09 Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22 Biskup Íslands: Kirkjan mun ekki taka stöðu gegn lögum „Þarna er kirkjan hins vegar að standa með þeim sem standa höllum fæti. Kirkjan vill styðja við mannúð í nafni kærleikans,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir. 5. júlí 2016 18:01 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Hælisleitandi frá Írak er nú á fimmta degi hungurverkfalls og biðlar til íslenskra stjórnvalda að taka mál hans til efnislegrar skoðunar. Hann varð vitni að því þegar lögreglumenn drógu samlanda hans með valdi út úr Lauganeskirkju í síðustu viku og óttast að hljóta sömu örlög. Raisan Al-Shimani er 39 ára og hefur dvalið hér á landi í sjö mánuði. Hann var hermaður í heimalandinu en segist hafa þurft að flýja eftir að hafa lent í átökum við sjálfstæðar hersveitir sem ógnuðu honum og fjölskyldu hans. Raisan var viðstaddur þegar lögregla flutti tvo samlanda hans úr Laugarneskirkju sendi þá með flugvél til Noregs fyrir viku síðan. Hann segist vera í áfalli vegna meðferðarinnar sem þeir hlutu og óttast að hljóta sömu örlög. Hann hefur verið í hungurverkfalli í fimm daga vegna þessa. „Hinir eru í fangelsi núna og þetta er erfitt. Mér leið mjög illa. Við erum manneskjur, ekki bara tölur. Fólk verður að skilja það að við erum ekki tölur heldur manneskjur.“ Raisan segir að hann verði sendur aftur til Írak verði honum vísað frá Íslandi til Noregs líkt og vinum hans í síðustu viku. Segist hann frekar vilja deyja á Íslandi en fara aftur til Írak þar sem hann sé í lífshættu. „Ég vil ekki fara lifandi til Írak. Þegar ég er dauður geta þeir gert það við mig sem þeir vilja,“ segir hann. Ljóst er að Raisan verður vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en hann segist ætla að halda hungurverkfallinu áfram þar til yfirvöld taka mál hans til efnislegrar umfjöllunar. „Þetta er eina leiðin. Þetta er eina valið sem ég hef þessa stundina. Íslenskir prestar segja yfirvöldum að þau verði að taka betur á móti flóttamönnum. Við höfum ekki framið neina glæpi hérna. Það eina sem við höfum gert er að sækjast eftir friði, við sækjumst eftir réttlæti og öryggi, þess vegna erum við hér.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00 Þingmaður kallar eftir aðskilnaði ríkis og kirkju styðji hún presta Laugarneskirkju Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósáttur við presta í Laugarneskirkju sem gerðu tilraun til þess að hýsa hælisleitendur sem vísa átti úr landi. 4. júlí 2016 13:15 Er Bagdad örugg borg, eða hvað um Írak? Raisan Al-shimani er flóttamaður frá Írak og vinur minn. Eftirfarandi er saga hans, en hann bað mig um að skrifa um hana, þar sem hann kann ekki hvorki ensku né íslensku. 5. júlí 2016 17:07 „Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09 Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22 Biskup Íslands: Kirkjan mun ekki taka stöðu gegn lögum „Þarna er kirkjan hins vegar að standa með þeim sem standa höllum fæti. Kirkjan vill styðja við mannúð í nafni kærleikans,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir. 5. júlí 2016 18:01 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00
Þingmaður kallar eftir aðskilnaði ríkis og kirkju styðji hún presta Laugarneskirkju Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósáttur við presta í Laugarneskirkju sem gerðu tilraun til þess að hýsa hælisleitendur sem vísa átti úr landi. 4. júlí 2016 13:15
Er Bagdad örugg borg, eða hvað um Írak? Raisan Al-shimani er flóttamaður frá Írak og vinur minn. Eftirfarandi er saga hans, en hann bað mig um að skrifa um hana, þar sem hann kann ekki hvorki ensku né íslensku. 5. júlí 2016 17:07
„Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09
Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22
Biskup Íslands: Kirkjan mun ekki taka stöðu gegn lögum „Þarna er kirkjan hins vegar að standa með þeim sem standa höllum fæti. Kirkjan vill styðja við mannúð í nafni kærleikans,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir. 5. júlí 2016 18:01