Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Bjarki Ármannsson skrifar 28. júní 2016 11:07 Samtökin No Borders deila myndbandi frá atburðum næturinnar. Tveimur ungum íröskum hælisleitendum var í nótt vísað úr landi og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en lögregla sótti þá til altars í Laugarneskirkju í Reykjavík, þar sem boðað hafði verið til nokkurs konar samverustundar til stuðnings þeim. Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, segir að kirkjan hafi verið opin mönnunum tveimur í nótt til að tjá samstöðu með þeim og vekja athygli á aðgerðarleysi íslenskra yfirvalda í málefnum einstakra hælisleitenda. Starfsfólk kirkjunnar hafi lengi haft áhuga á því að láta reyna á hugmyndina um kirkjuna sem griðastað. „Við vildum sjá hvort það væri hægt að virkja þessa hugmynd, ekki síst til þess að reyna að þrýsta á um breytt verklag í sambandi við meðferð umsókna hælisleitenda,“ segir Kristín. Mennirnir tveir, Alí og Majed, voru sóttir af lögreglu klukkan fimm í nótt en þá höfðu um þrjátíu manns beðið í kirkjunni í klukkustund, hlýtt á tónlist og rætt saman. Myndbönd sem Baldvin Björgvinsson tók og Vísir hefur klippt saman sýna lögreglumenn fylgja mönnunum út úr kirkjunni.Þó lögregla hafi, að sögn Kristínu, ekki mætt neinni mótspyrnu viðstadda heyrast nokkrir kalla að lögreglu þegar þeim Alí og Majed er fylgt út. Kristín segir að það hafi vissulega verið erfitt að horfa upp á brottvísunina.Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju.„Þegar þeir komu, vorum við búin að mynda bænahring og þaðan voru þeir dregnir,“ segir hún. „Fólk var mjög slegið og miður sín þegar það kom að þessu. Þegar lögreglan kom og bað þá um að koma með sér og mennirnir brugðust ekki strax við, þá voru þeir eiginlega bara dregnir burtu og snúnir niður fyrir utan kirkjuna. Ég veit að þetta hafði mjög sterk áhrif á fólk.“ Kristín segir skipuleggjendur samverustundarinnar í nótt hafa viljað láta reyna á þetta, þó þau hafi í raun ekki búist við því að þetta færi öðruvísi. Þau hafi þó náð að útskýra mál sitt fyrir lögreglu og ljóst er að gjörningurinn hefur þegar vakið nokkra athygli á samskipta- og fjölmiðlum. Ekki eru allir þar sammála nálgun Kristínar og Toshiki Toma, presti innflytjenda, og ganga sumir svo langt að segja að þau hvetji til lögbrota. „Við mættum lögreglu með virðingu og drengirnir voru búnir að gefa lögreglu það upp að þeir yrðu þarna þegar það ætti að sækja þá,“ segir Kristín. „Og þarna vorum við bara komin til þess að sýna þeim stuðning. Við erum alls ekki að hefja okkur yfir landslög en við viljum hvetja til meiri ábyrgðar og meiri sanngirni í meðferð yfirvalda í útlendingamálum. Hún er sannarlega ekki yfir gagnrýni hafin.“ Mennirnir tengjast Laugarneskirkju í gegnum starf kirkjunnar með hælisleitendum síðasta eina og hálfa árið. Kristín segir það koma til greina að reyna þetta á ný síðar. Tengdar fréttir Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Tveimur ungum íröskum hælisleitendum var í nótt vísað úr landi og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en lögregla sótti þá til altars í Laugarneskirkju í Reykjavík, þar sem boðað hafði verið til nokkurs konar samverustundar til stuðnings þeim. Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, segir að kirkjan hafi verið opin mönnunum tveimur í nótt til að tjá samstöðu með þeim og vekja athygli á aðgerðarleysi íslenskra yfirvalda í málefnum einstakra hælisleitenda. Starfsfólk kirkjunnar hafi lengi haft áhuga á því að láta reyna á hugmyndina um kirkjuna sem griðastað. „Við vildum sjá hvort það væri hægt að virkja þessa hugmynd, ekki síst til þess að reyna að þrýsta á um breytt verklag í sambandi við meðferð umsókna hælisleitenda,“ segir Kristín. Mennirnir tveir, Alí og Majed, voru sóttir af lögreglu klukkan fimm í nótt en þá höfðu um þrjátíu manns beðið í kirkjunni í klukkustund, hlýtt á tónlist og rætt saman. Myndbönd sem Baldvin Björgvinsson tók og Vísir hefur klippt saman sýna lögreglumenn fylgja mönnunum út úr kirkjunni.Þó lögregla hafi, að sögn Kristínu, ekki mætt neinni mótspyrnu viðstadda heyrast nokkrir kalla að lögreglu þegar þeim Alí og Majed er fylgt út. Kristín segir að það hafi vissulega verið erfitt að horfa upp á brottvísunina.Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju.„Þegar þeir komu, vorum við búin að mynda bænahring og þaðan voru þeir dregnir,“ segir hún. „Fólk var mjög slegið og miður sín þegar það kom að þessu. Þegar lögreglan kom og bað þá um að koma með sér og mennirnir brugðust ekki strax við, þá voru þeir eiginlega bara dregnir burtu og snúnir niður fyrir utan kirkjuna. Ég veit að þetta hafði mjög sterk áhrif á fólk.“ Kristín segir skipuleggjendur samverustundarinnar í nótt hafa viljað láta reyna á þetta, þó þau hafi í raun ekki búist við því að þetta færi öðruvísi. Þau hafi þó náð að útskýra mál sitt fyrir lögreglu og ljóst er að gjörningurinn hefur þegar vakið nokkra athygli á samskipta- og fjölmiðlum. Ekki eru allir þar sammála nálgun Kristínar og Toshiki Toma, presti innflytjenda, og ganga sumir svo langt að segja að þau hvetji til lögbrota. „Við mættum lögreglu með virðingu og drengirnir voru búnir að gefa lögreglu það upp að þeir yrðu þarna þegar það ætti að sækja þá,“ segir Kristín. „Og þarna vorum við bara komin til þess að sýna þeim stuðning. Við erum alls ekki að hefja okkur yfir landslög en við viljum hvetja til meiri ábyrgðar og meiri sanngirni í meðferð yfirvalda í útlendingamálum. Hún er sannarlega ekki yfir gagnrýni hafin.“ Mennirnir tengjast Laugarneskirkju í gegnum starf kirkjunnar með hælisleitendum síðasta eina og hálfa árið. Kristín segir það koma til greina að reyna þetta á ný síðar.
Tengdar fréttir Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34