Fataverð á niðurleið vegna hruns pundsins Sæunn Gísladóttir skrifar 7. júlí 2016 07:00 Svava Johansen Lægra gengi sterlingspunds mun endurspeglast í lægra verði breskra vara á Íslandi. Fataverð gæti lækkað um allt að tíu prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart íslenskri krónu mældist 159,59 í gær og hefur ekki verið lægra í rúm sjö ár, eða síðan í mars 2009. Frá því að úrslit Brexit-kosninganna um áframhaldandi viðveru Breta í ESB lágu fyrir hefur gengi pundsins gagnvart íslenskri krónu lækkað um 11,4 prósent, úr 180,13 í 159,59. Á síðastliðnu ári hefur gengið lækkað um 23 prósent. Elísabet Inga Marteinsdóttir, rekstrarstjóri Dorothy Perkins, Topshop, Warehouse og Karen Millen, sem allt eru breskar verslanir, segir að þessi lækkun á gengi pundsins muni klárlega endurspeglast í vöruverðinu á Íslandi. „Við erum mjög ánægð með þetta að geta lækkað vöruverðið hjá okkur,“ segir Elísabet. Svava Johansen, eigandi NTC, segist einnig sjá fram á lækkanir. „Við sjáum alveg klárlega fram á lækkun. Við erum að taka inn ný bresk merki núna, meðal annars Paul Smith, og sjáum fram á um tíu prósenta lækkun. Við erum mjög spennt að geta lækkað bresku vörurnar og höfum einmitt verið að auka innkaup þaðan. Evran hefur líka lækkað um þrjú eða fjögur prósent. Það sem við tókum inn í apríl og núna hefur lækkað þó nokkuð.“ Líklegt er að margir íslenskir neytendur hafi nýtt sér tækifærið og verslað við breskar netverslanir, til dæmis Amazon UK og ASOS. Gengi hlutabréfa í ASOS hefur, ólíkt öðrum breskum fyrirtækjum, hækkað í kjölfar Brexit-kosninganna um tæplega fimm prósent. Gengi sterlingspunds hefur ekki einungis lækkað gagnvart íslenskri krónu heldur einnig gagnvart Bandaríkjadal og náði 31 árs lægð í gær þegar það nam 1,29 og hafði lækkað um fjórtán prósent frá Brexit-kosningunum. Erfitt er að spá um þróun pundsins þar sem mikil óvissa ríkir í bresku efnahagslífi. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs áætla þó að gengið gæti lækkað í allt að 1,2 á móti Bandaríkjadal á næstu þremur mánuðum. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Lægra gengi sterlingspunds mun endurspeglast í lægra verði breskra vara á Íslandi. Fataverð gæti lækkað um allt að tíu prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart íslenskri krónu mældist 159,59 í gær og hefur ekki verið lægra í rúm sjö ár, eða síðan í mars 2009. Frá því að úrslit Brexit-kosninganna um áframhaldandi viðveru Breta í ESB lágu fyrir hefur gengi pundsins gagnvart íslenskri krónu lækkað um 11,4 prósent, úr 180,13 í 159,59. Á síðastliðnu ári hefur gengið lækkað um 23 prósent. Elísabet Inga Marteinsdóttir, rekstrarstjóri Dorothy Perkins, Topshop, Warehouse og Karen Millen, sem allt eru breskar verslanir, segir að þessi lækkun á gengi pundsins muni klárlega endurspeglast í vöruverðinu á Íslandi. „Við erum mjög ánægð með þetta að geta lækkað vöruverðið hjá okkur,“ segir Elísabet. Svava Johansen, eigandi NTC, segist einnig sjá fram á lækkanir. „Við sjáum alveg klárlega fram á lækkun. Við erum að taka inn ný bresk merki núna, meðal annars Paul Smith, og sjáum fram á um tíu prósenta lækkun. Við erum mjög spennt að geta lækkað bresku vörurnar og höfum einmitt verið að auka innkaup þaðan. Evran hefur líka lækkað um þrjú eða fjögur prósent. Það sem við tókum inn í apríl og núna hefur lækkað þó nokkuð.“ Líklegt er að margir íslenskir neytendur hafi nýtt sér tækifærið og verslað við breskar netverslanir, til dæmis Amazon UK og ASOS. Gengi hlutabréfa í ASOS hefur, ólíkt öðrum breskum fyrirtækjum, hækkað í kjölfar Brexit-kosninganna um tæplega fimm prósent. Gengi sterlingspunds hefur ekki einungis lækkað gagnvart íslenskri krónu heldur einnig gagnvart Bandaríkjadal og náði 31 árs lægð í gær þegar það nam 1,29 og hafði lækkað um fjórtán prósent frá Brexit-kosningunum. Erfitt er að spá um þróun pundsins þar sem mikil óvissa ríkir í bresku efnahagslífi. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs áætla þó að gengið gæti lækkað í allt að 1,2 á móti Bandaríkjadal á næstu þremur mánuðum. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira