Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2016 11:15 Kínversk herskip við bryggju í borginni Busan. Vísir/EPA Bandaríkin ættu ekki að grípa til aðgerða sem skaða fullveldi Kína og draga úr öryggi í Suður-Kínahafi. Þetta voru skilaboð utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, til John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Ráðherrarnir töluðu saman í síma fyrir úrskurð alþjóðlegs dómstóls um tilkall Kínverja til hafsins umdeilda. Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína. Kínverjar hafa gefið út að úrskurðurinn verði aldrei viðurkenndur, sama hver hann verður. Hafsvæðið sem Kínverjar gera tilkall til nær inn þau svæði sem Víetnam, Filippseyjar, Malasía, Brúnei og Taívan gera tilkall til. Kína segir dómstólinn umboðslausan þar sem málið snúi að fullveldi ríkis, en forsvarsmenn dómstólsins segja málið snúa að hafrétti.Hér má sjá yfirlitskort yfir svæðið sem Kínverjar gera tilkall til.Vísir/GraphicNewsSvæðið þykir mjög mikilvægt fyrir Kínverja, sem og önnur ríki á svæðinu, þar sem umtalsverður hluti allra skipaflutninga til landsins fer í gegnum Suður-Kínahaf. Þar á meðal er olíuinnflutningur Kína frá Mið-Austurlöndum og Afríku. Svæðið er einnig talið ríkt af auðlindum. Töluverð spenna er nú á svæðinu þar sem herskip bæði Kína og Bandaríkjanna eru nú. Sjóher Kína hefur verið við æfingar við Paracel eyjaklasann á norðurhluta hafsvæðisins, en bandarísk herskip hafa verið á ferðinni sunnar, við Spratly eyjarnar. Þá hafa Bandaríkjamenn sent flugmóðurskipið USS Ronald Reagan og fylgiskip þess til Suður-Kínahafs. Talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna segir ferðir skipanna vera í samræmi við alþjóðalög. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fundaði með Wang í dag og kallaði hann eftir því að friðsamleg lausn yrði fundin á deilunni. Wang sagði Kínverja leita slíkra lausna, en að Kína myndi ekki sætta sig við að vera þvingað til aðgerða af dómstólum. Kína hefur sakað Bandaríkin um hervæðingu Suður-Kínahafs með því að senda herskip sín á vettvang. Bandaríkin segjast hafa áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kína á svæðinu. Rif og litlar eyjur hafa verið byggðar upp á síðustu árum og hafa flugvellir og flotastöðvar verið byggðar þar. Þá hefur Kína komið langdrægum flugskeytum fyrir á eyjum í hafinu.Hér má sjá skýringarmyndband kínversku sjónvarpsstöðvarinnar CCTV, sem rekin er af ríkinu, en myndbandið var birt nú á dögunum. Skýringarmyndband AFP fréttaveitunnar. Brúnei Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Taívanir segja Kínverja hafa komið fyrir vopnum á eyju sem styr stendur um Utanríkisráðherra Kína hafnar fréttunum og segir þær uppspuna vestrænna fjölmiðla. 17. febrúar 2016 12:46 Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07 Orrustuþotum flogið hættulega nálægt eftirlitsflugvél Mikil spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína í suður-Kínahafi 19. maí 2016 07:46 Sendu herþotur til móts við herskip Bandaríkjanna Kínverjar hafa lagt hald á fjölda rifa í Suður-Kínahafi og lýst eign sinni á hafsvæðinu. 10. maí 2016 17:24 G7 senda Kínverjum skilaboð vegna hafsvæðisdeilna Kínverjar, sem hafa gert tilkall til stórs svæðis í Suður-Kínahafi, segja málið ekki koma G7 þjóðunum við. 26. maí 2016 15:45 Ástralar vilja draga úr spennu Vara Kínverja við því að hervæða manngerðar eyjar í Suður-Kínahafi. 19. febrúar 2016 15:30 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Bandaríkin ættu ekki að grípa til aðgerða sem skaða fullveldi Kína og draga úr öryggi í Suður-Kínahafi. Þetta voru skilaboð utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, til John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Ráðherrarnir töluðu saman í síma fyrir úrskurð alþjóðlegs dómstóls um tilkall Kínverja til hafsins umdeilda. Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína. Kínverjar hafa gefið út að úrskurðurinn verði aldrei viðurkenndur, sama hver hann verður. Hafsvæðið sem Kínverjar gera tilkall til nær inn þau svæði sem Víetnam, Filippseyjar, Malasía, Brúnei og Taívan gera tilkall til. Kína segir dómstólinn umboðslausan þar sem málið snúi að fullveldi ríkis, en forsvarsmenn dómstólsins segja málið snúa að hafrétti.Hér má sjá yfirlitskort yfir svæðið sem Kínverjar gera tilkall til.Vísir/GraphicNewsSvæðið þykir mjög mikilvægt fyrir Kínverja, sem og önnur ríki á svæðinu, þar sem umtalsverður hluti allra skipaflutninga til landsins fer í gegnum Suður-Kínahaf. Þar á meðal er olíuinnflutningur Kína frá Mið-Austurlöndum og Afríku. Svæðið er einnig talið ríkt af auðlindum. Töluverð spenna er nú á svæðinu þar sem herskip bæði Kína og Bandaríkjanna eru nú. Sjóher Kína hefur verið við æfingar við Paracel eyjaklasann á norðurhluta hafsvæðisins, en bandarísk herskip hafa verið á ferðinni sunnar, við Spratly eyjarnar. Þá hafa Bandaríkjamenn sent flugmóðurskipið USS Ronald Reagan og fylgiskip þess til Suður-Kínahafs. Talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna segir ferðir skipanna vera í samræmi við alþjóðalög. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fundaði með Wang í dag og kallaði hann eftir því að friðsamleg lausn yrði fundin á deilunni. Wang sagði Kínverja leita slíkra lausna, en að Kína myndi ekki sætta sig við að vera þvingað til aðgerða af dómstólum. Kína hefur sakað Bandaríkin um hervæðingu Suður-Kínahafs með því að senda herskip sín á vettvang. Bandaríkin segjast hafa áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kína á svæðinu. Rif og litlar eyjur hafa verið byggðar upp á síðustu árum og hafa flugvellir og flotastöðvar verið byggðar þar. Þá hefur Kína komið langdrægum flugskeytum fyrir á eyjum í hafinu.Hér má sjá skýringarmyndband kínversku sjónvarpsstöðvarinnar CCTV, sem rekin er af ríkinu, en myndbandið var birt nú á dögunum. Skýringarmyndband AFP fréttaveitunnar.
Brúnei Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Taívanir segja Kínverja hafa komið fyrir vopnum á eyju sem styr stendur um Utanríkisráðherra Kína hafnar fréttunum og segir þær uppspuna vestrænna fjölmiðla. 17. febrúar 2016 12:46 Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07 Orrustuþotum flogið hættulega nálægt eftirlitsflugvél Mikil spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína í suður-Kínahafi 19. maí 2016 07:46 Sendu herþotur til móts við herskip Bandaríkjanna Kínverjar hafa lagt hald á fjölda rifa í Suður-Kínahafi og lýst eign sinni á hafsvæðinu. 10. maí 2016 17:24 G7 senda Kínverjum skilaboð vegna hafsvæðisdeilna Kínverjar, sem hafa gert tilkall til stórs svæðis í Suður-Kínahafi, segja málið ekki koma G7 þjóðunum við. 26. maí 2016 15:45 Ástralar vilja draga úr spennu Vara Kínverja við því að hervæða manngerðar eyjar í Suður-Kínahafi. 19. febrúar 2016 15:30 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Taívanir segja Kínverja hafa komið fyrir vopnum á eyju sem styr stendur um Utanríkisráðherra Kína hafnar fréttunum og segir þær uppspuna vestrænna fjölmiðla. 17. febrúar 2016 12:46
Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07
Orrustuþotum flogið hættulega nálægt eftirlitsflugvél Mikil spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína í suður-Kínahafi 19. maí 2016 07:46
Sendu herþotur til móts við herskip Bandaríkjanna Kínverjar hafa lagt hald á fjölda rifa í Suður-Kínahafi og lýst eign sinni á hafsvæðinu. 10. maí 2016 17:24
G7 senda Kínverjum skilaboð vegna hafsvæðisdeilna Kínverjar, sem hafa gert tilkall til stórs svæðis í Suður-Kínahafi, segja málið ekki koma G7 þjóðunum við. 26. maí 2016 15:45
Ástralar vilja draga úr spennu Vara Kínverja við því að hervæða manngerðar eyjar í Suður-Kínahafi. 19. febrúar 2016 15:30