Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2016 11:15 Kínversk herskip við bryggju í borginni Busan. Vísir/EPA Bandaríkin ættu ekki að grípa til aðgerða sem skaða fullveldi Kína og draga úr öryggi í Suður-Kínahafi. Þetta voru skilaboð utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, til John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Ráðherrarnir töluðu saman í síma fyrir úrskurð alþjóðlegs dómstóls um tilkall Kínverja til hafsins umdeilda. Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína. Kínverjar hafa gefið út að úrskurðurinn verði aldrei viðurkenndur, sama hver hann verður. Hafsvæðið sem Kínverjar gera tilkall til nær inn þau svæði sem Víetnam, Filippseyjar, Malasía, Brúnei og Taívan gera tilkall til. Kína segir dómstólinn umboðslausan þar sem málið snúi að fullveldi ríkis, en forsvarsmenn dómstólsins segja málið snúa að hafrétti.Hér má sjá yfirlitskort yfir svæðið sem Kínverjar gera tilkall til.Vísir/GraphicNewsSvæðið þykir mjög mikilvægt fyrir Kínverja, sem og önnur ríki á svæðinu, þar sem umtalsverður hluti allra skipaflutninga til landsins fer í gegnum Suður-Kínahaf. Þar á meðal er olíuinnflutningur Kína frá Mið-Austurlöndum og Afríku. Svæðið er einnig talið ríkt af auðlindum. Töluverð spenna er nú á svæðinu þar sem herskip bæði Kína og Bandaríkjanna eru nú. Sjóher Kína hefur verið við æfingar við Paracel eyjaklasann á norðurhluta hafsvæðisins, en bandarísk herskip hafa verið á ferðinni sunnar, við Spratly eyjarnar. Þá hafa Bandaríkjamenn sent flugmóðurskipið USS Ronald Reagan og fylgiskip þess til Suður-Kínahafs. Talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna segir ferðir skipanna vera í samræmi við alþjóðalög. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fundaði með Wang í dag og kallaði hann eftir því að friðsamleg lausn yrði fundin á deilunni. Wang sagði Kínverja leita slíkra lausna, en að Kína myndi ekki sætta sig við að vera þvingað til aðgerða af dómstólum. Kína hefur sakað Bandaríkin um hervæðingu Suður-Kínahafs með því að senda herskip sín á vettvang. Bandaríkin segjast hafa áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kína á svæðinu. Rif og litlar eyjur hafa verið byggðar upp á síðustu árum og hafa flugvellir og flotastöðvar verið byggðar þar. Þá hefur Kína komið langdrægum flugskeytum fyrir á eyjum í hafinu.Hér má sjá skýringarmyndband kínversku sjónvarpsstöðvarinnar CCTV, sem rekin er af ríkinu, en myndbandið var birt nú á dögunum. Skýringarmyndband AFP fréttaveitunnar. Brúnei Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Taívanir segja Kínverja hafa komið fyrir vopnum á eyju sem styr stendur um Utanríkisráðherra Kína hafnar fréttunum og segir þær uppspuna vestrænna fjölmiðla. 17. febrúar 2016 12:46 Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07 Orrustuþotum flogið hættulega nálægt eftirlitsflugvél Mikil spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína í suður-Kínahafi 19. maí 2016 07:46 Sendu herþotur til móts við herskip Bandaríkjanna Kínverjar hafa lagt hald á fjölda rifa í Suður-Kínahafi og lýst eign sinni á hafsvæðinu. 10. maí 2016 17:24 G7 senda Kínverjum skilaboð vegna hafsvæðisdeilna Kínverjar, sem hafa gert tilkall til stórs svæðis í Suður-Kínahafi, segja málið ekki koma G7 þjóðunum við. 26. maí 2016 15:45 Ástralar vilja draga úr spennu Vara Kínverja við því að hervæða manngerðar eyjar í Suður-Kínahafi. 19. febrúar 2016 15:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Bandaríkin ættu ekki að grípa til aðgerða sem skaða fullveldi Kína og draga úr öryggi í Suður-Kínahafi. Þetta voru skilaboð utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, til John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Ráðherrarnir töluðu saman í síma fyrir úrskurð alþjóðlegs dómstóls um tilkall Kínverja til hafsins umdeilda. Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína. Kínverjar hafa gefið út að úrskurðurinn verði aldrei viðurkenndur, sama hver hann verður. Hafsvæðið sem Kínverjar gera tilkall til nær inn þau svæði sem Víetnam, Filippseyjar, Malasía, Brúnei og Taívan gera tilkall til. Kína segir dómstólinn umboðslausan þar sem málið snúi að fullveldi ríkis, en forsvarsmenn dómstólsins segja málið snúa að hafrétti.Hér má sjá yfirlitskort yfir svæðið sem Kínverjar gera tilkall til.Vísir/GraphicNewsSvæðið þykir mjög mikilvægt fyrir Kínverja, sem og önnur ríki á svæðinu, þar sem umtalsverður hluti allra skipaflutninga til landsins fer í gegnum Suður-Kínahaf. Þar á meðal er olíuinnflutningur Kína frá Mið-Austurlöndum og Afríku. Svæðið er einnig talið ríkt af auðlindum. Töluverð spenna er nú á svæðinu þar sem herskip bæði Kína og Bandaríkjanna eru nú. Sjóher Kína hefur verið við æfingar við Paracel eyjaklasann á norðurhluta hafsvæðisins, en bandarísk herskip hafa verið á ferðinni sunnar, við Spratly eyjarnar. Þá hafa Bandaríkjamenn sent flugmóðurskipið USS Ronald Reagan og fylgiskip þess til Suður-Kínahafs. Talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna segir ferðir skipanna vera í samræmi við alþjóðalög. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fundaði með Wang í dag og kallaði hann eftir því að friðsamleg lausn yrði fundin á deilunni. Wang sagði Kínverja leita slíkra lausna, en að Kína myndi ekki sætta sig við að vera þvingað til aðgerða af dómstólum. Kína hefur sakað Bandaríkin um hervæðingu Suður-Kínahafs með því að senda herskip sín á vettvang. Bandaríkin segjast hafa áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kína á svæðinu. Rif og litlar eyjur hafa verið byggðar upp á síðustu árum og hafa flugvellir og flotastöðvar verið byggðar þar. Þá hefur Kína komið langdrægum flugskeytum fyrir á eyjum í hafinu.Hér má sjá skýringarmyndband kínversku sjónvarpsstöðvarinnar CCTV, sem rekin er af ríkinu, en myndbandið var birt nú á dögunum. Skýringarmyndband AFP fréttaveitunnar.
Brúnei Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Taívanir segja Kínverja hafa komið fyrir vopnum á eyju sem styr stendur um Utanríkisráðherra Kína hafnar fréttunum og segir þær uppspuna vestrænna fjölmiðla. 17. febrúar 2016 12:46 Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07 Orrustuþotum flogið hættulega nálægt eftirlitsflugvél Mikil spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína í suður-Kínahafi 19. maí 2016 07:46 Sendu herþotur til móts við herskip Bandaríkjanna Kínverjar hafa lagt hald á fjölda rifa í Suður-Kínahafi og lýst eign sinni á hafsvæðinu. 10. maí 2016 17:24 G7 senda Kínverjum skilaboð vegna hafsvæðisdeilna Kínverjar, sem hafa gert tilkall til stórs svæðis í Suður-Kínahafi, segja málið ekki koma G7 þjóðunum við. 26. maí 2016 15:45 Ástralar vilja draga úr spennu Vara Kínverja við því að hervæða manngerðar eyjar í Suður-Kínahafi. 19. febrúar 2016 15:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Taívanir segja Kínverja hafa komið fyrir vopnum á eyju sem styr stendur um Utanríkisráðherra Kína hafnar fréttunum og segir þær uppspuna vestrænna fjölmiðla. 17. febrúar 2016 12:46
Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07
Orrustuþotum flogið hættulega nálægt eftirlitsflugvél Mikil spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína í suður-Kínahafi 19. maí 2016 07:46
Sendu herþotur til móts við herskip Bandaríkjanna Kínverjar hafa lagt hald á fjölda rifa í Suður-Kínahafi og lýst eign sinni á hafsvæðinu. 10. maí 2016 17:24
G7 senda Kínverjum skilaboð vegna hafsvæðisdeilna Kínverjar, sem hafa gert tilkall til stórs svæðis í Suður-Kínahafi, segja málið ekki koma G7 þjóðunum við. 26. maí 2016 15:45
Ástralar vilja draga úr spennu Vara Kínverja við því að hervæða manngerðar eyjar í Suður-Kínahafi. 19. febrúar 2016 15:30