Nokkrar spurningar og svör um málefni Suður-Kínahafs Zhang Weidong skrifar 3. júní 2016 07:00 Ég hef fundið fyrir því að marga á Íslandi þyrstir í meiri þekkingu um deiluna í Suður-Kínahafi og af hverju Kína viðurkennir ekki niðurstöðu í dómsmáli vegna þessarar deilu. Það er með mikilli gleði sem ég svara hér nokkrum spurningum til að stuðla að gagnkvæmum skilningi.Spurning 1 Hvernig stendur á þessum deilum? Eyjarnar á Suður-Kínahafi hafa verið kínverskt landsvæði frá örófi alda. Kínverjar voru fyrstir til að uppgötva þessar eyjar, gefa þeim nöfn, byggja þær upp og hafa yfir þeim lögsögu. Alþjóðasamfélagið hefur almennt viðurkennt eignarhald Kína yfir eyjum í Suður-Kínahafi og ekkert land hefur gert kröfu um annað eins og staðfestist í flestum þeim kortum og alfræðibókum sem gefin hafa verið út um allan heim. Fyrir 8. áratug síðustu aldar var ekkert deilt um þetta svæði og á því ríkti friður og stöðugleiki. Rót deilunnar í Suður-Kínahafi má rekja til þess að upp frá 8. áratug síðustu aldar hófu ákveðin ríki innrás og ólöglegar landtökur á eyjum og rifum sem tilheyra Kína til að nýta sér náttúruauðlindir á svæðinu. Með þessu gjörbreyttu þau stefnu sinni gagnvart Suður-Kínahafi og reyndu með kröfum sínum um lögsögu að hafna forræði Kínverja yfir eyjunum. Því er ljóst að Kína er fórnarlamb í þessu máli. Þrátt fyrir það, og til að viðhalda stöðugleika og friði á svæðinu, hefur Kína alla tíð haldið aftur af sér og lagt sig í líma við að leysa deiluna með viðræðum og samráði.Spurning 2 Af hverju er niðurstaða dómsins ólögmæt? Þann 22. janúar 2013 höfðuðu Filippseyjar einhliða dómsmál gagnvart Kína fyrir Alþjóðlega hafréttardómstólnum. Kína hefur tekið það skýrt fram við ýmis tækifæri að þessi aðgerð Filippseyja sé andstæð alþjóðalögum. Kína sættir sig ekki við og tekur ekki þátt í dómsmálinu og mun aldrei viðurkenna hinn svokallaða úrskurð. Að lágmarki fjórar forsendur þurfa að liggja fyrir þannig að hægt sé að fara með mál fyrir dóminn. Í fyrsta lagi skuli hann einungis vera notaður til að leysa deilur um túlkun og framkvæmd hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Málefni fullveldis er ekki þar á meðal og er því ekki lögbundið hlutverk dómstólsins. Í öðru lagi ef deilan inniheldur hafréttarlega lögsögu, sögulegar hafnir eða eignarhald og hernaðarlega aðgerð til að halda uppi lögum og reglu hefur viðkomandi ríki rétt til að lýsa því yfir að það sé ekki bundið af úrskurði dómsins. Slík undantekning hefur réttarleg áhrif á viðkomandi ríki. Í þriðja lagi, ef deilendur velja að leysa viðkomandi deilumál sín á milli á annan hátt kemur gerðardómurinn ekki til framkvæmda. Í fjórða lagi, aðilar tengdir málinu skulu fyrst skiptast á skoðunum um aðferð til lausnar deilunni. Ef ekki skulu þeir eigi hafa frumkvæði að því að leggja málið fyrir dóm. Það er augljóst, miðað við atburði sem hafa átt sér stað í Suður-Kínahafi í gegnum árin, að allar deilur snúast um lögsögu og réttindi yfir eyjum í Suður-Kínahafi og hafsvæðið í kringum þær. Með því að leggja málið fyrir dómstólinn hefur stjórn Filippseyja brotið alþjóðalög þar sem kröfur hennar hafa að gera með fullveldi yfir landsvæði og eru því í andstöðu við hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í öðru lagi, jafnvel þótt við gefum okkur að einhverjar af kröfunum hafi að gera með túlkun og framkvæmd sáttmálans, myndu þær samt vera óaðskiljanlegur hluti af afmörkun landhelgi sem hefur verið undanskilin af hálfu Kína með yfirlýsingunni frá 2006 sem gefin var út ásamt 30 öðrum löndum og er þar af leiðandi ekki tækt til skuldbindandi meðferðar. Í þriðja lagi, þar sem Kína og Filippseyjar hafa samþykkt að leysa deilur sínar í Suður-Kínahafi með viðræðum kemur það í veg fyrir að Filippseyjar geti einhliða sent málið fyrir dómstólinn. Í fjórða lagi hafa Filippseyingar brugðist þeirri skyldu sinni að skiptast á skoðunum við Kína um lausn ágreiningsins. Samkvæmt ofansögðu er sú ákvörðun Filippseyja að senda málið einhliða fyrir dómstólinn ólögleg. Með því að taka við málinu og fjalla um það er dómstóllinn kominn út fyrir valdsvið sitt og því í eðli sínu misnotkun á valdi. Hinn svokallaði „úrskurður“ dómsins er því ekki bindandi.Spurning 3 Hver er afstaða Kína til málefna Suður-Kínahafs? Afstaða Kína til málefna Suður-Kínahafs hefur verið stöðug og skýr. Kína mun standa fast á fullveldi sínu og réttindum og hagsmunum í Suður-Kínahafi og er staðfast í því að leysa deiluna með friðsamlegum hætti með samráði og viðræðum við lönd sem eiga beinan hlut að máli á grunni sagnfræðilegra staðreynda og samkvæmt alþjóðalögum. Kína hefur jafnframt lagt fram tillögu um að deilan verði lögð til hliðar og farið verði saman í þróun svæðisins og hefur látið í ljós þá von að deilan megi leysast við þau lönd sem í hlut eiga þegar réttar aðstæður eru fyrir hendi. Kína styður frelsi til siglinga og flugumferðar yfir Suður-Kínahafi sem er ómetanlegt fyrir öll stærstu efnahagssvæði heimsins, þar á meðal Kína. Staðreyndin er sú að ekki eitt einasta atvik hefur átt sér stað hingað til sem hindrað hefur siglingar og flugumferð yfir Suður-Kínahafi. Kína vonast til að lönd utan svæðisins geti skapað hagstæð skilyrði og umhverfi fyrir friðsamlega lausn á deilunni en hræri ekki í til að dýpka gjána sem er á milli aðila og auka með því erfiðleika í deilunni. Ég vona að ég hafi gefið ykkur gott yfirlit og vonast til að þið megið skilja og styðja tilraunir Kínverja til að leita friðsamlegrar lausnar á deilunni með samningum og samráði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég hef fundið fyrir því að marga á Íslandi þyrstir í meiri þekkingu um deiluna í Suður-Kínahafi og af hverju Kína viðurkennir ekki niðurstöðu í dómsmáli vegna þessarar deilu. Það er með mikilli gleði sem ég svara hér nokkrum spurningum til að stuðla að gagnkvæmum skilningi.Spurning 1 Hvernig stendur á þessum deilum? Eyjarnar á Suður-Kínahafi hafa verið kínverskt landsvæði frá örófi alda. Kínverjar voru fyrstir til að uppgötva þessar eyjar, gefa þeim nöfn, byggja þær upp og hafa yfir þeim lögsögu. Alþjóðasamfélagið hefur almennt viðurkennt eignarhald Kína yfir eyjum í Suður-Kínahafi og ekkert land hefur gert kröfu um annað eins og staðfestist í flestum þeim kortum og alfræðibókum sem gefin hafa verið út um allan heim. Fyrir 8. áratug síðustu aldar var ekkert deilt um þetta svæði og á því ríkti friður og stöðugleiki. Rót deilunnar í Suður-Kínahafi má rekja til þess að upp frá 8. áratug síðustu aldar hófu ákveðin ríki innrás og ólöglegar landtökur á eyjum og rifum sem tilheyra Kína til að nýta sér náttúruauðlindir á svæðinu. Með þessu gjörbreyttu þau stefnu sinni gagnvart Suður-Kínahafi og reyndu með kröfum sínum um lögsögu að hafna forræði Kínverja yfir eyjunum. Því er ljóst að Kína er fórnarlamb í þessu máli. Þrátt fyrir það, og til að viðhalda stöðugleika og friði á svæðinu, hefur Kína alla tíð haldið aftur af sér og lagt sig í líma við að leysa deiluna með viðræðum og samráði.Spurning 2 Af hverju er niðurstaða dómsins ólögmæt? Þann 22. janúar 2013 höfðuðu Filippseyjar einhliða dómsmál gagnvart Kína fyrir Alþjóðlega hafréttardómstólnum. Kína hefur tekið það skýrt fram við ýmis tækifæri að þessi aðgerð Filippseyja sé andstæð alþjóðalögum. Kína sættir sig ekki við og tekur ekki þátt í dómsmálinu og mun aldrei viðurkenna hinn svokallaða úrskurð. Að lágmarki fjórar forsendur þurfa að liggja fyrir þannig að hægt sé að fara með mál fyrir dóminn. Í fyrsta lagi skuli hann einungis vera notaður til að leysa deilur um túlkun og framkvæmd hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Málefni fullveldis er ekki þar á meðal og er því ekki lögbundið hlutverk dómstólsins. Í öðru lagi ef deilan inniheldur hafréttarlega lögsögu, sögulegar hafnir eða eignarhald og hernaðarlega aðgerð til að halda uppi lögum og reglu hefur viðkomandi ríki rétt til að lýsa því yfir að það sé ekki bundið af úrskurði dómsins. Slík undantekning hefur réttarleg áhrif á viðkomandi ríki. Í þriðja lagi, ef deilendur velja að leysa viðkomandi deilumál sín á milli á annan hátt kemur gerðardómurinn ekki til framkvæmda. Í fjórða lagi, aðilar tengdir málinu skulu fyrst skiptast á skoðunum um aðferð til lausnar deilunni. Ef ekki skulu þeir eigi hafa frumkvæði að því að leggja málið fyrir dóm. Það er augljóst, miðað við atburði sem hafa átt sér stað í Suður-Kínahafi í gegnum árin, að allar deilur snúast um lögsögu og réttindi yfir eyjum í Suður-Kínahafi og hafsvæðið í kringum þær. Með því að leggja málið fyrir dómstólinn hefur stjórn Filippseyja brotið alþjóðalög þar sem kröfur hennar hafa að gera með fullveldi yfir landsvæði og eru því í andstöðu við hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í öðru lagi, jafnvel þótt við gefum okkur að einhverjar af kröfunum hafi að gera með túlkun og framkvæmd sáttmálans, myndu þær samt vera óaðskiljanlegur hluti af afmörkun landhelgi sem hefur verið undanskilin af hálfu Kína með yfirlýsingunni frá 2006 sem gefin var út ásamt 30 öðrum löndum og er þar af leiðandi ekki tækt til skuldbindandi meðferðar. Í þriðja lagi, þar sem Kína og Filippseyjar hafa samþykkt að leysa deilur sínar í Suður-Kínahafi með viðræðum kemur það í veg fyrir að Filippseyjar geti einhliða sent málið fyrir dómstólinn. Í fjórða lagi hafa Filippseyingar brugðist þeirri skyldu sinni að skiptast á skoðunum við Kína um lausn ágreiningsins. Samkvæmt ofansögðu er sú ákvörðun Filippseyja að senda málið einhliða fyrir dómstólinn ólögleg. Með því að taka við málinu og fjalla um það er dómstóllinn kominn út fyrir valdsvið sitt og því í eðli sínu misnotkun á valdi. Hinn svokallaði „úrskurður“ dómsins er því ekki bindandi.Spurning 3 Hver er afstaða Kína til málefna Suður-Kínahafs? Afstaða Kína til málefna Suður-Kínahafs hefur verið stöðug og skýr. Kína mun standa fast á fullveldi sínu og réttindum og hagsmunum í Suður-Kínahafi og er staðfast í því að leysa deiluna með friðsamlegum hætti með samráði og viðræðum við lönd sem eiga beinan hlut að máli á grunni sagnfræðilegra staðreynda og samkvæmt alþjóðalögum. Kína hefur jafnframt lagt fram tillögu um að deilan verði lögð til hliðar og farið verði saman í þróun svæðisins og hefur látið í ljós þá von að deilan megi leysast við þau lönd sem í hlut eiga þegar réttar aðstæður eru fyrir hendi. Kína styður frelsi til siglinga og flugumferðar yfir Suður-Kínahafi sem er ómetanlegt fyrir öll stærstu efnahagssvæði heimsins, þar á meðal Kína. Staðreyndin er sú að ekki eitt einasta atvik hefur átt sér stað hingað til sem hindrað hefur siglingar og flugumferð yfir Suður-Kínahafi. Kína vonast til að lönd utan svæðisins geti skapað hagstæð skilyrði og umhverfi fyrir friðsamlega lausn á deilunni en hræri ekki í til að dýpka gjána sem er á milli aðila og auka með því erfiðleika í deilunni. Ég vona að ég hafi gefið ykkur gott yfirlit og vonast til að þið megið skilja og styðja tilraunir Kínverja til að leita friðsamlegrar lausnar á deilunni með samningum og samráði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun