Hugmyndin kom uppi á jökli Sæunn Gísladóttir skrifar 9. júlí 2016 07:00 Ragnhildur og Júlíus eru hjón sem hefur alltaf dreymt um að stofna fyrirtæki saman. Vísir/Eyþór Startup Reykjavik fer fram í fimmta sinn um þessar mundir. Tíu fyrirtæki hafa tekið þátt ár hvert. Fréttablaðið kynnti sér starfsemi þeirra fyrirtækja sem kynntu sig á PopUp & Pitch-kvöldinu á fimmtudaginn. Við erum í raun og veru að gera fólki kleift að upplifa hraunrennsli í alvörunni,“ segir Ragnhildur Ágústsdóttir sem ásamt manni sínum Júlíusi Inga Jónssyni stendur að baki Lava Show. Um er að ræða magnaða sýningu þar sem alvöru bráðið hraun rennur inn í sýningarsal og yfir ís með tilheyrandi sjónarspili. „Sýningarsal fullum af fólki gefst kostur á að sjá hraun renna, heyra í því, finna lyktina af því og finna hitann sem stafar af því,“ segir Ragnhildur. Markhópurinn eru ferðamenn sem hafa áhuga á íslenskri náttúru.Ragnhildur bendir á að líkurnar á því að þeir hitti á eldgos hér á landi séu mjög litlar. „Þetta verður ekki bara einhvers konar fræðisýning. Þetta á að vera upplifun. Þetta er hljóð og mynd og söguþráður til að ýta undir þessi hughrif sem fólk verður fyrir.“ Ragnhildur og Júlíus voru saman í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík og hafa alltaf átt þann draum að stofna fyrirtæki saman. „Við fengum tækifæri til að fara upp að gosinu í Eyjafjallajökli og þá hugsuðum við hvernig væri ef hægt væri að gera öllum kleift að upplifa þetta, þá vaknaði þessi hugmynd,“ segir Ragnhildur. „Við erum ótrúlega ánægð með Startup Reykjavík því þar gefst okkur tækifæri til að hitta ótrúlega margt fólk sem hefur af mikilli reynslu og þekkingu að miðla og mögulega fjárfesta sem hafa áhuga á að koma inn í þetta. Markmiðið í sumar er annars vegar að komast sem lengst með hönnun sýningarinnar og fjármögnun verkefnisins. Við erum að vonast til þess að geta keyrt þetta í gang í lok sumars þannig að við getum byrjað einhvern tímann í vetur eða í vor,“ segir Ragnhildur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. júlí Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Startup Reykjavik fer fram í fimmta sinn um þessar mundir. Tíu fyrirtæki hafa tekið þátt ár hvert. Fréttablaðið kynnti sér starfsemi þeirra fyrirtækja sem kynntu sig á PopUp & Pitch-kvöldinu á fimmtudaginn. Við erum í raun og veru að gera fólki kleift að upplifa hraunrennsli í alvörunni,“ segir Ragnhildur Ágústsdóttir sem ásamt manni sínum Júlíusi Inga Jónssyni stendur að baki Lava Show. Um er að ræða magnaða sýningu þar sem alvöru bráðið hraun rennur inn í sýningarsal og yfir ís með tilheyrandi sjónarspili. „Sýningarsal fullum af fólki gefst kostur á að sjá hraun renna, heyra í því, finna lyktina af því og finna hitann sem stafar af því,“ segir Ragnhildur. Markhópurinn eru ferðamenn sem hafa áhuga á íslenskri náttúru.Ragnhildur bendir á að líkurnar á því að þeir hitti á eldgos hér á landi séu mjög litlar. „Þetta verður ekki bara einhvers konar fræðisýning. Þetta á að vera upplifun. Þetta er hljóð og mynd og söguþráður til að ýta undir þessi hughrif sem fólk verður fyrir.“ Ragnhildur og Júlíus voru saman í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík og hafa alltaf átt þann draum að stofna fyrirtæki saman. „Við fengum tækifæri til að fara upp að gosinu í Eyjafjallajökli og þá hugsuðum við hvernig væri ef hægt væri að gera öllum kleift að upplifa þetta, þá vaknaði þessi hugmynd,“ segir Ragnhildur. „Við erum ótrúlega ánægð með Startup Reykjavík því þar gefst okkur tækifæri til að hitta ótrúlega margt fólk sem hefur af mikilli reynslu og þekkingu að miðla og mögulega fjárfesta sem hafa áhuga á að koma inn í þetta. Markmiðið í sumar er annars vegar að komast sem lengst með hönnun sýningarinnar og fjármögnun verkefnisins. Við erum að vonast til þess að geta keyrt þetta í gang í lok sumars þannig að við getum byrjað einhvern tímann í vetur eða í vor,“ segir Ragnhildur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. júlí
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira