Hamilton fljótastur á heimavelli og Raikkonen áfram hjá Ferrari Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. júlí 2016 22:30 Lewis Hamilton kann vel við sig heima hjá sér. Vísir/Getty Heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes liðsins var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Breski kappaksturinn fer fram á Silverstone brautinni um helgina, heimavelli Hamilton. Fyrri æfingin Sebastian Vettel kom út á brautina á Ferrari bílnum með endurbættan geislabaug á bílnum. Það er höfuðvörnin sem Ferrari hefur mesta trú á. Kimi Raikkonen hefur samið við Ferrari liðið. Hann verður hjá liðinu að minnsta kosti út næsta tímabil. Raikkonen varð sjötti á fyrri æfingunni. Annar á æfingunni varð Nico Rosberg, liðsfélagi Hamilton. Hann var einungis 0,033 sekúndum á eftir Hamilton. Nico Hulkenberg á Force India varð þriðji og Vettel á Ferrari fjórði. Charles Leclerc þreytti frumraun sína með Haas liðinu og varð 18. rúmri sekúndu á eftir Romain Grosjean. Seinni æfingin Hamilton var einnig fljótastur á seinni æfingunni. Rosberg var í vandræðum og tókst ekki að ljúka hring eftir að olíuleki gerði vart við sig í Mercedes bíl hans. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar á seinni æfingunni. Liðsfélagi hans, Max Verstappen varð þriðji. Red Bull bíllinn er greinilega að finna taktinn á Silverstone. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport og útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag einnig á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Rosberg: Ég er miður mín, ég átti að vinna þessa keppni Lewis Hamilton kom fyrstur í mark á Mercedes bílum í Austurríki eftir dramatískan lokahring. Hver sagði hvað eftir keppnina? 3. júlí 2016 14:32 Bílskúrinn: Atgangurinn í Austurríki Lewis Hamilton á Mercedes vann austurríska kapaksturinn um helgina. Keppnin var dramatísk svo ekki sé sterkar til orða tekið. Nico Rosberg hefði auðveldlega getað siglt keppninni heim með smá skynssemi. 5. júlí 2016 21:30 Hamilton og Rosberg mega keppa en ekki klessa á hvorn annan Yfirmenn Mercedes liðsins í Formúlu 1 hafa komist að þeirri niðurstöðu að liðsskipunum verði ekki beitt en ökumenn skuli passa sig á að keyra ekki á hvorn annan. 8. júlí 2016 08:00 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes liðsins var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Breski kappaksturinn fer fram á Silverstone brautinni um helgina, heimavelli Hamilton. Fyrri æfingin Sebastian Vettel kom út á brautina á Ferrari bílnum með endurbættan geislabaug á bílnum. Það er höfuðvörnin sem Ferrari hefur mesta trú á. Kimi Raikkonen hefur samið við Ferrari liðið. Hann verður hjá liðinu að minnsta kosti út næsta tímabil. Raikkonen varð sjötti á fyrri æfingunni. Annar á æfingunni varð Nico Rosberg, liðsfélagi Hamilton. Hann var einungis 0,033 sekúndum á eftir Hamilton. Nico Hulkenberg á Force India varð þriðji og Vettel á Ferrari fjórði. Charles Leclerc þreytti frumraun sína með Haas liðinu og varð 18. rúmri sekúndu á eftir Romain Grosjean. Seinni æfingin Hamilton var einnig fljótastur á seinni æfingunni. Rosberg var í vandræðum og tókst ekki að ljúka hring eftir að olíuleki gerði vart við sig í Mercedes bíl hans. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar á seinni æfingunni. Liðsfélagi hans, Max Verstappen varð þriðji. Red Bull bíllinn er greinilega að finna taktinn á Silverstone. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport og útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag einnig á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg: Ég er miður mín, ég átti að vinna þessa keppni Lewis Hamilton kom fyrstur í mark á Mercedes bílum í Austurríki eftir dramatískan lokahring. Hver sagði hvað eftir keppnina? 3. júlí 2016 14:32 Bílskúrinn: Atgangurinn í Austurríki Lewis Hamilton á Mercedes vann austurríska kapaksturinn um helgina. Keppnin var dramatísk svo ekki sé sterkar til orða tekið. Nico Rosberg hefði auðveldlega getað siglt keppninni heim með smá skynssemi. 5. júlí 2016 21:30 Hamilton og Rosberg mega keppa en ekki klessa á hvorn annan Yfirmenn Mercedes liðsins í Formúlu 1 hafa komist að þeirri niðurstöðu að liðsskipunum verði ekki beitt en ökumenn skuli passa sig á að keyra ekki á hvorn annan. 8. júlí 2016 08:00 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Rosberg: Ég er miður mín, ég átti að vinna þessa keppni Lewis Hamilton kom fyrstur í mark á Mercedes bílum í Austurríki eftir dramatískan lokahring. Hver sagði hvað eftir keppnina? 3. júlí 2016 14:32
Bílskúrinn: Atgangurinn í Austurríki Lewis Hamilton á Mercedes vann austurríska kapaksturinn um helgina. Keppnin var dramatísk svo ekki sé sterkar til orða tekið. Nico Rosberg hefði auðveldlega getað siglt keppninni heim með smá skynssemi. 5. júlí 2016 21:30
Hamilton og Rosberg mega keppa en ekki klessa á hvorn annan Yfirmenn Mercedes liðsins í Formúlu 1 hafa komist að þeirri niðurstöðu að liðsskipunum verði ekki beitt en ökumenn skuli passa sig á að keyra ekki á hvorn annan. 8. júlí 2016 08:00