Einkaneysluvöxtur á flugi Sæunn Gísladóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka. Fréttablaðið/GVA Vaxandi einkaneysla er áhyggjuefni út frá hagstjórn, þar sem við viljum halda hagkerfinu í tiltölulega góðu jafnvægi. Vöxturinn er hins vegar drifinn af auknum kaupmætti launa og því minna áhyggjuefni en oft áður þegar uppsveiflur hafa verið keyrðar áfram af væntingum um framtíðartekjur. Þetta er mat Ingólfs Bender, forstöðumanns greiningardeildar Íslandsbanka. Í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka í gær kom fram að þróun væntingavísitölu Gallup (VVG) í júní gæfi tilefni til að ætla að einkaneysluvöxtur sé á verulegu flugi þessa dagana. Greiningardeildin telur að einkaneysluvöxtur á öðrum ársfjórðungi verði enn meiri en 7,1 prósents vöxturinn á fyrsta ársfjórðungi. Greiningardeildin spáir að einkaneysluvöxtur í ár verði 7,8 prósent samanborið við 4,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. „Út frá vexti hagkerfis í hið heila þá er spenna að aukast í hagkerfinu. Þenslan fer vaxandi, og að sjálfsögðu er það áhyggjuefni út frá hagstjórn. Verkefni peningastefnunnar og opinberra fjármála er að draga úr þessari spennu,“ segir Ingólfur. Hann segir vöxtinn endurspegla gríðarlegan vöxt í kaupmætti launa heimilanna síðustu tólf mánuði. Ingólfur segir þó hraða launahækkananna valda áhyggjum, sér í lagi þegar kemur að verðbólgu. „Innlendir þættir eru klárlega að hækka talsvert út af þessu, þetta er að ýta undir húsnæðisverðshækkun. Styrking krónunnar og lækkun á hrávöruverði hefur haldið þessu niðri. Við reiknum með því að krónan komi til með að styrkjast áfram fram á næsta ár, en svo slær þessu kannski út með aukinni verðbólgu þegar líða fer á.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júní 2016 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Vegna fjölgunar farþega á Keflavíkurflugvelli komast flugvélar á vellinum ekki upp að flugstöðinni. Því þarf að notast við risastór fjarstæði. Þrjú slík stæði voru gerð á vellinum nýlega. 5. júlí 2016 07:00 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Vaxandi einkaneysla er áhyggjuefni út frá hagstjórn, þar sem við viljum halda hagkerfinu í tiltölulega góðu jafnvægi. Vöxturinn er hins vegar drifinn af auknum kaupmætti launa og því minna áhyggjuefni en oft áður þegar uppsveiflur hafa verið keyrðar áfram af væntingum um framtíðartekjur. Þetta er mat Ingólfs Bender, forstöðumanns greiningardeildar Íslandsbanka. Í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka í gær kom fram að þróun væntingavísitölu Gallup (VVG) í júní gæfi tilefni til að ætla að einkaneysluvöxtur sé á verulegu flugi þessa dagana. Greiningardeildin telur að einkaneysluvöxtur á öðrum ársfjórðungi verði enn meiri en 7,1 prósents vöxturinn á fyrsta ársfjórðungi. Greiningardeildin spáir að einkaneysluvöxtur í ár verði 7,8 prósent samanborið við 4,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. „Út frá vexti hagkerfis í hið heila þá er spenna að aukast í hagkerfinu. Þenslan fer vaxandi, og að sjálfsögðu er það áhyggjuefni út frá hagstjórn. Verkefni peningastefnunnar og opinberra fjármála er að draga úr þessari spennu,“ segir Ingólfur. Hann segir vöxtinn endurspegla gríðarlegan vöxt í kaupmætti launa heimilanna síðustu tólf mánuði. Ingólfur segir þó hraða launahækkananna valda áhyggjum, sér í lagi þegar kemur að verðbólgu. „Innlendir þættir eru klárlega að hækka talsvert út af þessu, þetta er að ýta undir húsnæðisverðshækkun. Styrking krónunnar og lækkun á hrávöruverði hefur haldið þessu niðri. Við reiknum með því að krónan komi til með að styrkjast áfram fram á næsta ár, en svo slær þessu kannski út með aukinni verðbólgu þegar líða fer á.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júní 2016
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Vegna fjölgunar farþega á Keflavíkurflugvelli komast flugvélar á vellinum ekki upp að flugstöðinni. Því þarf að notast við risastór fjarstæði. Þrjú slík stæði voru gerð á vellinum nýlega. 5. júlí 2016 07:00 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Vegna fjölgunar farþega á Keflavíkurflugvelli komast flugvélar á vellinum ekki upp að flugstöðinni. Því þarf að notast við risastór fjarstæði. Þrjú slík stæði voru gerð á vellinum nýlega. 5. júlí 2016 07:00