Arnar: Ein mesta hörmung sem ég hef séð Ingvi Þór Sæmundsson á Kópavogsvelli skrifar 30. júní 2016 22:29 Arnar stýrði Breiðabliki í fyrsta sinn í Evrópuleik í kvöld. vísir/stefán Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt ósáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik gegn lettneska liðinu Jelgava í kvöld. Blikar voru á hælunum í fyrri hálfleik og voru 1-3 undir að honum loknum. En flautumark Olivers Sigurjónssonar á 96. mínútu gaf Breiðabliki von fyrir seinni leikinn í Lettlandi eftir viku. „Það gefur okkur smá líflínu. Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og urðum okkur svolítið til skammar,“ sagði Arnar eftir leik. „Við vorum engan veginn tilbúnir í leikinn og ég hef í raun engar skýringar á því. En við áttum seinni hálfleikinn frá A til Ö en það var erfitt að fá annað markið. Ég hefði viljað fá það fyrr. Við fengum nokkur ákjósanleg færi til að koma boltanum í netið en það virðist vera svolítið erfitt.“ Blikar hafa vanalega spilað sterkan varnarleik síðan Arnar tók við liðinu en sú var ekki raunin í kvöld. „Ég hef ekki séð okkur svona slaka í fyrri hálfleik. Þetta er einhver mesta hörmung sem ég hef séð, enda var ég ekki par sáttur þegar ég kom inn í hálfleik. Hefði ég haft 11 skiptingar hefði ég notað þær allar,“ sagði Arnar sem var þó ánægður með hvernig hans menn svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Menn tóku sig saman í andlitinu, mættu grimmir og unnu fyrsta og annan bolta og réðum gangi leiksins. En við þurfum að mæta frá fyrstu mínútu í seinni leiknum og þá held ég að þetta sé alveg möguleiki,“ sagði Arnar sem segir að Jelgava hafi ekki verið með sterkara lið en hann bjóst við. „Alls ekki. Ég átti alveg von á þessum styrkleika hjá þeim en ekki þessum styrkleika hjá Breiðabliki.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt ósáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik gegn lettneska liðinu Jelgava í kvöld. Blikar voru á hælunum í fyrri hálfleik og voru 1-3 undir að honum loknum. En flautumark Olivers Sigurjónssonar á 96. mínútu gaf Breiðabliki von fyrir seinni leikinn í Lettlandi eftir viku. „Það gefur okkur smá líflínu. Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og urðum okkur svolítið til skammar,“ sagði Arnar eftir leik. „Við vorum engan veginn tilbúnir í leikinn og ég hef í raun engar skýringar á því. En við áttum seinni hálfleikinn frá A til Ö en það var erfitt að fá annað markið. Ég hefði viljað fá það fyrr. Við fengum nokkur ákjósanleg færi til að koma boltanum í netið en það virðist vera svolítið erfitt.“ Blikar hafa vanalega spilað sterkan varnarleik síðan Arnar tók við liðinu en sú var ekki raunin í kvöld. „Ég hef ekki séð okkur svona slaka í fyrri hálfleik. Þetta er einhver mesta hörmung sem ég hef séð, enda var ég ekki par sáttur þegar ég kom inn í hálfleik. Hefði ég haft 11 skiptingar hefði ég notað þær allar,“ sagði Arnar sem var þó ánægður með hvernig hans menn svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Menn tóku sig saman í andlitinu, mættu grimmir og unnu fyrsta og annan bolta og réðum gangi leiksins. En við þurfum að mæta frá fyrstu mínútu í seinni leiknum og þá held ég að þetta sé alveg möguleiki,“ sagði Arnar sem segir að Jelgava hafi ekki verið með sterkara lið en hann bjóst við. „Alls ekki. Ég átti alveg von á þessum styrkleika hjá þeim en ekki þessum styrkleika hjá Breiðabliki.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira