Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. júní 2016 18:45 Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. Vísir/GVA Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands eftir að ljóst varð að Ísland hefði tryggt sér í 16 liða úrslitin á EM í gær. Mikið álag hefur verið á ferðaskrifstofum í dag og eru biðlistar eftir flug til Frakklands orðnir vel fullir. Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. „Það byrjaði strax eftir leikinn í gærkvöldi og hefur haldið áfram. Við sjáum þó að þetta virðist aðeins vera róast eftir að í ljós kom að margir áttu erfitt með að ná miðum á leikinn. Við erum að fljúga 30-50 flug á dag og mér telst til að á morgun og um helgina erum við að fljúga svona hundrað sinnum til borga í evrópu. Þeir sem ætla sér út ættu að nýta sér það heldur en frekar en að treysa á hugsanlegt leigflug sem kannski verður og kannski ekki.“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. En það eru ekki einungis fótboltaþyrstir íslendingar á klakanum sem vilja komast út því í Frakklandi er stór hópur fólks sem hefur hug á að framlengja dvöl sína að minnsta kosti þar til eftir leik á mánudag. „Þetta er mikið púsluspil og það er allt á fullu hjá okkur. Við komumst varla yfir að svara fólkinu sem er að hafa samband. En það er verið að reyna finna flug fyrir alla. Það er svona númer eitt, tvö og þrjú og hótelgistingu. Núna erum við að fá flug beint heim frá Nice á þriðjudaginn sem er svona hugsað til þeirra sem eru úti núna og og vilja vera áfram.“ segir Silja Rún Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri hjá Vita Sport. Og svo voru aðrir sem fóru óvenjulegar leiðir og leigðu flugvél til að tryggja ferð á leikinn. En hvernig gerir maður það? „Maður sendir bara upplýsingar hvert maður getur farið og hvort það sé hægt að búa til hóp. Þannig að þetta er bara hópferð með íslendinga og útskýrði þetta bara þannig. Mönnum bara leist vel á og komu með tilboð í vélina þannig að ég setti út á facebook í gær að ég væri með möguleikan á þessu og það hefur verið aldeilis áhuginn.“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðarson, athafnamaður. Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands eftir að ljóst varð að Ísland hefði tryggt sér í 16 liða úrslitin á EM í gær. Mikið álag hefur verið á ferðaskrifstofum í dag og eru biðlistar eftir flug til Frakklands orðnir vel fullir. Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. „Það byrjaði strax eftir leikinn í gærkvöldi og hefur haldið áfram. Við sjáum þó að þetta virðist aðeins vera róast eftir að í ljós kom að margir áttu erfitt með að ná miðum á leikinn. Við erum að fljúga 30-50 flug á dag og mér telst til að á morgun og um helgina erum við að fljúga svona hundrað sinnum til borga í evrópu. Þeir sem ætla sér út ættu að nýta sér það heldur en frekar en að treysa á hugsanlegt leigflug sem kannski verður og kannski ekki.“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. En það eru ekki einungis fótboltaþyrstir íslendingar á klakanum sem vilja komast út því í Frakklandi er stór hópur fólks sem hefur hug á að framlengja dvöl sína að minnsta kosti þar til eftir leik á mánudag. „Þetta er mikið púsluspil og það er allt á fullu hjá okkur. Við komumst varla yfir að svara fólkinu sem er að hafa samband. En það er verið að reyna finna flug fyrir alla. Það er svona númer eitt, tvö og þrjú og hótelgistingu. Núna erum við að fá flug beint heim frá Nice á þriðjudaginn sem er svona hugsað til þeirra sem eru úti núna og og vilja vera áfram.“ segir Silja Rún Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri hjá Vita Sport. Og svo voru aðrir sem fóru óvenjulegar leiðir og leigðu flugvél til að tryggja ferð á leikinn. En hvernig gerir maður það? „Maður sendir bara upplýsingar hvert maður getur farið og hvort það sé hægt að búa til hóp. Þannig að þetta er bara hópferð með íslendinga og útskýrði þetta bara þannig. Mönnum bara leist vel á og komu með tilboð í vélina þannig að ég setti út á facebook í gær að ég væri með möguleikan á þessu og það hefur verið aldeilis áhuginn.“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðarson, athafnamaður.
Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira