Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. júní 2016 18:45 Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. Vísir/GVA Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands eftir að ljóst varð að Ísland hefði tryggt sér í 16 liða úrslitin á EM í gær. Mikið álag hefur verið á ferðaskrifstofum í dag og eru biðlistar eftir flug til Frakklands orðnir vel fullir. Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. „Það byrjaði strax eftir leikinn í gærkvöldi og hefur haldið áfram. Við sjáum þó að þetta virðist aðeins vera róast eftir að í ljós kom að margir áttu erfitt með að ná miðum á leikinn. Við erum að fljúga 30-50 flug á dag og mér telst til að á morgun og um helgina erum við að fljúga svona hundrað sinnum til borga í evrópu. Þeir sem ætla sér út ættu að nýta sér það heldur en frekar en að treysa á hugsanlegt leigflug sem kannski verður og kannski ekki.“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. En það eru ekki einungis fótboltaþyrstir íslendingar á klakanum sem vilja komast út því í Frakklandi er stór hópur fólks sem hefur hug á að framlengja dvöl sína að minnsta kosti þar til eftir leik á mánudag. „Þetta er mikið púsluspil og það er allt á fullu hjá okkur. Við komumst varla yfir að svara fólkinu sem er að hafa samband. En það er verið að reyna finna flug fyrir alla. Það er svona númer eitt, tvö og þrjú og hótelgistingu. Núna erum við að fá flug beint heim frá Nice á þriðjudaginn sem er svona hugsað til þeirra sem eru úti núna og og vilja vera áfram.“ segir Silja Rún Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri hjá Vita Sport. Og svo voru aðrir sem fóru óvenjulegar leiðir og leigðu flugvél til að tryggja ferð á leikinn. En hvernig gerir maður það? „Maður sendir bara upplýsingar hvert maður getur farið og hvort það sé hægt að búa til hóp. Þannig að þetta er bara hópferð með íslendinga og útskýrði þetta bara þannig. Mönnum bara leist vel á og komu með tilboð í vélina þannig að ég setti út á facebook í gær að ég væri með möguleikan á þessu og það hefur verið aldeilis áhuginn.“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðarson, athafnamaður. Fréttir af flugi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Sjá meira
Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands eftir að ljóst varð að Ísland hefði tryggt sér í 16 liða úrslitin á EM í gær. Mikið álag hefur verið á ferðaskrifstofum í dag og eru biðlistar eftir flug til Frakklands orðnir vel fullir. Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. „Það byrjaði strax eftir leikinn í gærkvöldi og hefur haldið áfram. Við sjáum þó að þetta virðist aðeins vera róast eftir að í ljós kom að margir áttu erfitt með að ná miðum á leikinn. Við erum að fljúga 30-50 flug á dag og mér telst til að á morgun og um helgina erum við að fljúga svona hundrað sinnum til borga í evrópu. Þeir sem ætla sér út ættu að nýta sér það heldur en frekar en að treysa á hugsanlegt leigflug sem kannski verður og kannski ekki.“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. En það eru ekki einungis fótboltaþyrstir íslendingar á klakanum sem vilja komast út því í Frakklandi er stór hópur fólks sem hefur hug á að framlengja dvöl sína að minnsta kosti þar til eftir leik á mánudag. „Þetta er mikið púsluspil og það er allt á fullu hjá okkur. Við komumst varla yfir að svara fólkinu sem er að hafa samband. En það er verið að reyna finna flug fyrir alla. Það er svona númer eitt, tvö og þrjú og hótelgistingu. Núna erum við að fá flug beint heim frá Nice á þriðjudaginn sem er svona hugsað til þeirra sem eru úti núna og og vilja vera áfram.“ segir Silja Rún Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri hjá Vita Sport. Og svo voru aðrir sem fóru óvenjulegar leiðir og leigðu flugvél til að tryggja ferð á leikinn. En hvernig gerir maður það? „Maður sendir bara upplýsingar hvert maður getur farið og hvort það sé hægt að búa til hóp. Þannig að þetta er bara hópferð með íslendinga og útskýrði þetta bara þannig. Mönnum bara leist vel á og komu með tilboð í vélina þannig að ég setti út á facebook í gær að ég væri með möguleikan á þessu og það hefur verið aldeilis áhuginn.“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðarson, athafnamaður.
Fréttir af flugi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Sjá meira