Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2016 09:55 Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. Vísir/Andri Marinó Seðlabanki Íslands reiknar með að áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu á íslenskan efnahag og fjármálamarkað verði líklegast neikvæð en þó ekki veruleg. Þetta kemur fram í minnisblaði sem bankinn sendi stjórnvöldum á Íslandi í vikunni og endurbirtir nú vegna niðurstaðna þjóðaratkvæðagreiðslu Breta í gær. Sem kunnugt er, samþykkti naumur meirihluti Breta að yfirgefa sambandið eftir 43 ára veru þar. Sterk viðbrögð hafa orðið á fjármálamörkuðum í kjölfar niðurstöðunnar í dag og breska pundið til að mynda fallið um heil tíu prósent. Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland verði sennilega lítillega neikvæð og lýsi sér helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. „Áhætta sem snýr að íslenskum bönkum og fjármálakerfinu í heild er lítil,“ segir í minnisblaðinu. „Endurfjármögnun ríkissjóðs gæti orðið fyrir áhrifum af hærri vaxtaálögum til skamms tíma en þar sem þörfin er ekki brýn mætti bíða með útgáfu þar til markaðir hafa róast og áhættusækni eykst að nýju.“ Jafnframt segir Seðlabankinn að dreifð gjaldmiðlaeign og góð lausafjárstaða geri bankann vel í stakk búinn til þess að takast á við mögulegar neikvæðar hliðarverkanir á fjármálamarkaði eða greiðslumiðlun. Þó segir í minnisblaðinu að samdráttur í landsframleiðslu helstu viðskiptalanda Íslands í kjölfar útgöngu Breta og minna umfang heimsviðskipta myndi líklega hafa einhver neikvæð áhrif á landsframleiðslu hér á landi. Gæti hún orðið um 0,2 prósent minni en ella samkvæmt mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) en erfitt sé þó að meta slíkt. Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Seðlabanki Íslands reiknar með að áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu á íslenskan efnahag og fjármálamarkað verði líklegast neikvæð en þó ekki veruleg. Þetta kemur fram í minnisblaði sem bankinn sendi stjórnvöldum á Íslandi í vikunni og endurbirtir nú vegna niðurstaðna þjóðaratkvæðagreiðslu Breta í gær. Sem kunnugt er, samþykkti naumur meirihluti Breta að yfirgefa sambandið eftir 43 ára veru þar. Sterk viðbrögð hafa orðið á fjármálamörkuðum í kjölfar niðurstöðunnar í dag og breska pundið til að mynda fallið um heil tíu prósent. Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland verði sennilega lítillega neikvæð og lýsi sér helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. „Áhætta sem snýr að íslenskum bönkum og fjármálakerfinu í heild er lítil,“ segir í minnisblaðinu. „Endurfjármögnun ríkissjóðs gæti orðið fyrir áhrifum af hærri vaxtaálögum til skamms tíma en þar sem þörfin er ekki brýn mætti bíða með útgáfu þar til markaðir hafa róast og áhættusækni eykst að nýju.“ Jafnframt segir Seðlabankinn að dreifð gjaldmiðlaeign og góð lausafjárstaða geri bankann vel í stakk búinn til þess að takast á við mögulegar neikvæðar hliðarverkanir á fjármálamarkaði eða greiðslumiðlun. Þó segir í minnisblaðinu að samdráttur í landsframleiðslu helstu viðskiptalanda Íslands í kjölfar útgöngu Breta og minna umfang heimsviðskipta myndi líklega hafa einhver neikvæð áhrif á landsframleiðslu hér á landi. Gæti hún orðið um 0,2 prósent minni en ella samkvæmt mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) en erfitt sé þó að meta slíkt.
Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43
David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30
Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46