Ein hugmyndin að gera sundhöll inni í berginu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2016 10:18 Sundlaugarhvelfing sem yrði sprengd inn í bergið er meðal hugmynda sem fram hafa komið um nýtingu heita vatnsins í Vaðlaheiðargöngum. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var sýnt frá vatnsfossum sem buna inni í göngunum og rætt við Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf., um mögulega nýtingu. Það hafa sannarlega verið áskoranir sem mætt hafa bormönnum Vaðlaheiðarganga, Eyjafjarðarmegin hittu þeir á heitavatnsæð og út streymdu yfir 300 sekúndulítrar af nærri 50 stiga heitu vatni. Fnjóskadalsmegin hittu þeir svo á enn vatnsmeiri kaldvatnsæð með 500 sekúndulítra rennsli þegar mest var. Smám saman hefur þeim tekist að ná tökum á ástandinu, þótt vatnsrennslið sé enn töluvert, eða um 120 lítrar á sekúndu Fnjóskadalsmegin. Heitavatnsrennslið Eyjafjarðarmegin er enn yfir 300 lítrar á sekúndu.Fnjóskadalsmegin buna um 120 lítrar af köldu vatni úr berginu á hverri sekúndu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Heitt vatn telst yfirleitt vera auðlind og því vöknuðu strax spurningar um það hvort ekki mæti nýta það og jafnvel kalda vatnið líka. „Þær eru búnar að kom oft, þessar spurningar. Það er alveg pottþétt að þetta verður einhvern veginn nýtt. Heita vatnið verður líklega nýtt sem snjóbræðsla fyrir utan göngin Eyjafjarðarmegin og svo mun kalda vatnið væntanlega verða nýtt til að kæla þau tæknirými sem eru heit inni í göngunum vegna hitans í berginu. Þannig að það er allt skoðað, við munum reyna að nýta þetta eins og hægt er,“ segir Valgeir. En svo hafa einnig kviknað skemmtilegar hugmyndir, eins og sú að gera sundlaug og hafa hana jafnvel inni í helli í berginu, ef einhverjir hefðu áhuga að grípa slíkt tækifæri. „Það er góður möguleiki að búa til sundlaug. Aftur á móti eru Vaðlaheiðargöng ekki að vinna í því. En það er vel hægt.“Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.Stöð 2/Friðrik Þór Hallórsson.Útgröfturinn úr jarðgöngunum er þegar orðin aukaafurð, sem nú nýtist meðal annars Akureyrarflugvelli sem fyllingarefni í flughlað. Einnig hefur það farið í göngustíga hjá Akureyrarbæ. „Þetta er fyllingarefni sem er af skornum skammti hérna í Eyjafirði. Þannig að þetta kemur til góðs.“ Og ekki er víst að tveggja milljarða viðbótarkostnaður kalli á hærra veggjald. „Sem betur fer þá hefur umferðaraukningin verið líka gríðarlega mikil um allt land og um 20 prósent bara á Víkurskarðinu. Þannig að það gefur okkur.. - við erum bjartsýnir um að þetta muni ganga upp,“ segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Bormenn vonast til að slá í gegn fyrir áramót Bormenn Vaðlaheiðarganga segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. 26. júní 2016 20:20 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Sundlaugarhvelfing sem yrði sprengd inn í bergið er meðal hugmynda sem fram hafa komið um nýtingu heita vatnsins í Vaðlaheiðargöngum. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var sýnt frá vatnsfossum sem buna inni í göngunum og rætt við Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf., um mögulega nýtingu. Það hafa sannarlega verið áskoranir sem mætt hafa bormönnum Vaðlaheiðarganga, Eyjafjarðarmegin hittu þeir á heitavatnsæð og út streymdu yfir 300 sekúndulítrar af nærri 50 stiga heitu vatni. Fnjóskadalsmegin hittu þeir svo á enn vatnsmeiri kaldvatnsæð með 500 sekúndulítra rennsli þegar mest var. Smám saman hefur þeim tekist að ná tökum á ástandinu, þótt vatnsrennslið sé enn töluvert, eða um 120 lítrar á sekúndu Fnjóskadalsmegin. Heitavatnsrennslið Eyjafjarðarmegin er enn yfir 300 lítrar á sekúndu.Fnjóskadalsmegin buna um 120 lítrar af köldu vatni úr berginu á hverri sekúndu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Heitt vatn telst yfirleitt vera auðlind og því vöknuðu strax spurningar um það hvort ekki mæti nýta það og jafnvel kalda vatnið líka. „Þær eru búnar að kom oft, þessar spurningar. Það er alveg pottþétt að þetta verður einhvern veginn nýtt. Heita vatnið verður líklega nýtt sem snjóbræðsla fyrir utan göngin Eyjafjarðarmegin og svo mun kalda vatnið væntanlega verða nýtt til að kæla þau tæknirými sem eru heit inni í göngunum vegna hitans í berginu. Þannig að það er allt skoðað, við munum reyna að nýta þetta eins og hægt er,“ segir Valgeir. En svo hafa einnig kviknað skemmtilegar hugmyndir, eins og sú að gera sundlaug og hafa hana jafnvel inni í helli í berginu, ef einhverjir hefðu áhuga að grípa slíkt tækifæri. „Það er góður möguleiki að búa til sundlaug. Aftur á móti eru Vaðlaheiðargöng ekki að vinna í því. En það er vel hægt.“Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.Stöð 2/Friðrik Þór Hallórsson.Útgröfturinn úr jarðgöngunum er þegar orðin aukaafurð, sem nú nýtist meðal annars Akureyrarflugvelli sem fyllingarefni í flughlað. Einnig hefur það farið í göngustíga hjá Akureyrarbæ. „Þetta er fyllingarefni sem er af skornum skammti hérna í Eyjafirði. Þannig að þetta kemur til góðs.“ Og ekki er víst að tveggja milljarða viðbótarkostnaður kalli á hærra veggjald. „Sem betur fer þá hefur umferðaraukningin verið líka gríðarlega mikil um allt land og um 20 prósent bara á Víkurskarðinu. Þannig að það gefur okkur.. - við erum bjartsýnir um að þetta muni ganga upp,“ segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.
Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Bormenn vonast til að slá í gegn fyrir áramót Bormenn Vaðlaheiðarganga segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. 26. júní 2016 20:20 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Bormenn vonast til að slá í gegn fyrir áramót Bormenn Vaðlaheiðarganga segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. 26. júní 2016 20:20