Aðeins 13 þættir eftir af Game of Thrones Birgir Örn Steinarsson skrifar 29. júní 2016 10:55 Næturkóngurinn verður líklegast helsta ógnin í komandi seríum. Vísir/HBO Aðdáendur Game of Thrones eru líklegast ennþá að jafna sig eftir svakalegan lokaþátt sjöttu seríu. Þar urðu ýmsar breytingar á valdataflinu í Westeros svo ekki sé meira sagt. Nú hafa framleiðendur þáttanna staðfest að aðeins tvær seríur séu eftir. Ekki nóg með það heldur verða þessar seríur í styttra laginu því aðeins 13 þættir eru eftir. Næsta sería verður aðeins 7 þættir en nú hefur fengist staðfest að lokaserían verður aðeins sex þættir. Meðframleiðendur þáttanna og handritshöfundar David Benioff og D. B. Weiss hafa nú staðfest að heildarserían um Game of Thrones verði aðeins um 73 klukkustunda löng. Nú þegar hafa þættirnir 60 sem búið er að framleiða flestir verið um klukkustunda langir sem þýðir að aðeins 13 klukkustundir eru eftir af sjónvarpssögunni.Þættirnir núna mjög ólíkir bókunumMiðað við að höfundur bókanna George R. R. Martin á enn eftir að gefa út tvær risastórar bækur í seríunni er því orðið ljóst að margt sem gerist í bókunum verður ekki með í þáttunum. Þau þáttaskil urðu við gerð sjöttu seríu að þættirnir fóru lengra en söguþráður bókanna. Framleiðendur þáttanna hafa sagt að þeir séu að færast að sömu lokaniðurstöðu og Martin með bókunum en að þeir fari aðra leið. Martin gaf síðast út bókina A Dance with Dragons sem var sú fimmta í Song of Ice and Fire röðinni sem Game of Thrones þættirnir eru byggðir á. Hann hefur átt í erfiðleikum með að klára næstu bók The Winds of Winter sem er þó nálægt því að vera fullkláruð. Breytingarnar í þáttunum hingað til frá söguþræði bókana hefur verið nokkur auk þess sem þættirnir eru komnir lengra í sögunni. Til að mynda er Jon Snow ennþá dauður í bókunum, Sansa Stark giftist aldrei illmenninu Ramsay Bolton og Tyrion Lannister hefur ekki enn hitt Daenerys Targaryen svo fátt eitt sé nefnt. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Sjöunda serían af Game of Thrones verður aðeins sjö þættir Um þessar mundir er verið að sýna sjöttu seríuna af Game of Thrones um alla heim og meðal annars á Stöð 2 hér á landi. 2. júní 2016 16:15 Game of Thrones: Komið að endalokum - Í bili Aðeins einn þáttur er eftir í sjöttu þáttaröð Game of Thrones. 24. júní 2016 15:15 Game of Thrones: Veturinn er loksins kominn Sjötta þáttaröð Game of Thrones endaði svo sannarlega með tilþrifum. 28. júní 2016 13:30 Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Aðdáendur Game of Thrones eru líklegast ennþá að jafna sig eftir svakalegan lokaþátt sjöttu seríu. Þar urðu ýmsar breytingar á valdataflinu í Westeros svo ekki sé meira sagt. Nú hafa framleiðendur þáttanna staðfest að aðeins tvær seríur séu eftir. Ekki nóg með það heldur verða þessar seríur í styttra laginu því aðeins 13 þættir eru eftir. Næsta sería verður aðeins 7 þættir en nú hefur fengist staðfest að lokaserían verður aðeins sex þættir. Meðframleiðendur þáttanna og handritshöfundar David Benioff og D. B. Weiss hafa nú staðfest að heildarserían um Game of Thrones verði aðeins um 73 klukkustunda löng. Nú þegar hafa þættirnir 60 sem búið er að framleiða flestir verið um klukkustunda langir sem þýðir að aðeins 13 klukkustundir eru eftir af sjónvarpssögunni.Þættirnir núna mjög ólíkir bókunumMiðað við að höfundur bókanna George R. R. Martin á enn eftir að gefa út tvær risastórar bækur í seríunni er því orðið ljóst að margt sem gerist í bókunum verður ekki með í þáttunum. Þau þáttaskil urðu við gerð sjöttu seríu að þættirnir fóru lengra en söguþráður bókanna. Framleiðendur þáttanna hafa sagt að þeir séu að færast að sömu lokaniðurstöðu og Martin með bókunum en að þeir fari aðra leið. Martin gaf síðast út bókina A Dance with Dragons sem var sú fimmta í Song of Ice and Fire röðinni sem Game of Thrones þættirnir eru byggðir á. Hann hefur átt í erfiðleikum með að klára næstu bók The Winds of Winter sem er þó nálægt því að vera fullkláruð. Breytingarnar í þáttunum hingað til frá söguþræði bókana hefur verið nokkur auk þess sem þættirnir eru komnir lengra í sögunni. Til að mynda er Jon Snow ennþá dauður í bókunum, Sansa Stark giftist aldrei illmenninu Ramsay Bolton og Tyrion Lannister hefur ekki enn hitt Daenerys Targaryen svo fátt eitt sé nefnt.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Sjöunda serían af Game of Thrones verður aðeins sjö þættir Um þessar mundir er verið að sýna sjöttu seríuna af Game of Thrones um alla heim og meðal annars á Stöð 2 hér á landi. 2. júní 2016 16:15 Game of Thrones: Komið að endalokum - Í bili Aðeins einn þáttur er eftir í sjöttu þáttaröð Game of Thrones. 24. júní 2016 15:15 Game of Thrones: Veturinn er loksins kominn Sjötta þáttaröð Game of Thrones endaði svo sannarlega með tilþrifum. 28. júní 2016 13:30 Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Sjöunda serían af Game of Thrones verður aðeins sjö þættir Um þessar mundir er verið að sýna sjöttu seríuna af Game of Thrones um alla heim og meðal annars á Stöð 2 hér á landi. 2. júní 2016 16:15
Game of Thrones: Komið að endalokum - Í bili Aðeins einn þáttur er eftir í sjöttu þáttaröð Game of Thrones. 24. júní 2016 15:15
Game of Thrones: Veturinn er loksins kominn Sjötta þáttaröð Game of Thrones endaði svo sannarlega með tilþrifum. 28. júní 2016 13:30