BREXIT eða hvað? Skjóðan skrifar 29. júní 2016 16:00 Bretar ákváðu í síðustu viku með naumum meirihluta að ganga úr ESB. Þegar úrslitin lágu fyrir varð mörgum ekki um sel. Gildir það jafnt um aðildarsinna og útgöngusinna. Sigurvegarar kosninganna hafa síðan dregið í land og í ljós hefur komið að mörg þau loforð, sem þeir veifuðu framan í kjósendur um betri kjör og fegurra mannlíf utan ESB voru ekki einungis innihaldslaus heldur beinlínis fölsk. David Cameron hefur sagt af sér sem forsætisráðherra en útgöngusinnum liggur ekkert á. Nú er ekki lengur kapphlaup til að losna undan illum hrammi ESB heldur snýst verkefni úrsagnarinnar helst um að hún verði nær eingöngu að forminu til þegar kemur að helstu atriðum Evrópusamvinnunnar. Útgöngumenn vilja halda í fjórfrelsið nema þeir vilja geta lokað landamærum fyrir fólksflutningum að geðþótta. Útgöngumenn vilja heldur ekki missa ýmsa þá fjárstyrki og aðstoð sem ESB hefur veitt t.d. í bresku dreifbýli. Í London eru helstu bankar heims með Evrópuhöfuðstöðvar sínar. Þeir eru þegar farnir að undirbúa flutning á þúsundum, eða jafn vel tugþúsundum, starfa frá London til meginlands Evrópu gangi Bretar út. Hér er ekki um að ræða farandverkamenn heldur bankamenn á útblásnum bónusum þannig að fjárhagslegt tjón London og Bretlands verður mikið. Breska pundið hefur verið í næstum frjálsu falli frá því Brexit var samþykkt og sér ekki fyrir endann á því. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Útganga Breta leiðir fyrirsjáanlega til þess að gríðarlegir fjármunir hverfa frá London, sem missir stöðu sína sem fjármálamiðstöð Evrópu. Af fréttum frá Bretlandi að dæma er hins vegar langlíklegast að í raun verði ekkert af Brexit. Þess í stað muni bæði bresk stjórnvöld og forsvarsmenn ESB draga djúpt andann og komast að samkomulagi um áframhaldandi veru Bretlands í sambandinu, sem þá yrði væntanlega borin undir breska kjósendur. Úrslit atkvæðagreiðslunnar í síðustu viku hafa án efa gert forystumönnum helstu ESB ríkja ljóst að að óbreyttu er veruleg hætta á að sambandið brotni í frumeindir sínar. Því heyrast ekki lengur raddir þess efnis að Bretar eigi bara að hypja sig hið fyrsta. Hætt er við að fleiri ríki kæmu í kjölfarið og það myndi ESB ekki standa af sér. Þess vegna mun lausn finnast og Bretar fara ekki út. Spákaupmenn munu aftur hefja kaup á pundum og hagnast vel á því þar sem pundið hækkar á ný. Á endanum samþykkja Bretar nýjan aðildarsamning og allir verða ánægðir nema þeir sem eru andsnúnir aðild að ESB af hugsjónaástæðum, svona tæplega helmingur Breta. Brexit Skjóðan Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Bretar ákváðu í síðustu viku með naumum meirihluta að ganga úr ESB. Þegar úrslitin lágu fyrir varð mörgum ekki um sel. Gildir það jafnt um aðildarsinna og útgöngusinna. Sigurvegarar kosninganna hafa síðan dregið í land og í ljós hefur komið að mörg þau loforð, sem þeir veifuðu framan í kjósendur um betri kjör og fegurra mannlíf utan ESB voru ekki einungis innihaldslaus heldur beinlínis fölsk. David Cameron hefur sagt af sér sem forsætisráðherra en útgöngusinnum liggur ekkert á. Nú er ekki lengur kapphlaup til að losna undan illum hrammi ESB heldur snýst verkefni úrsagnarinnar helst um að hún verði nær eingöngu að forminu til þegar kemur að helstu atriðum Evrópusamvinnunnar. Útgöngumenn vilja halda í fjórfrelsið nema þeir vilja geta lokað landamærum fyrir fólksflutningum að geðþótta. Útgöngumenn vilja heldur ekki missa ýmsa þá fjárstyrki og aðstoð sem ESB hefur veitt t.d. í bresku dreifbýli. Í London eru helstu bankar heims með Evrópuhöfuðstöðvar sínar. Þeir eru þegar farnir að undirbúa flutning á þúsundum, eða jafn vel tugþúsundum, starfa frá London til meginlands Evrópu gangi Bretar út. Hér er ekki um að ræða farandverkamenn heldur bankamenn á útblásnum bónusum þannig að fjárhagslegt tjón London og Bretlands verður mikið. Breska pundið hefur verið í næstum frjálsu falli frá því Brexit var samþykkt og sér ekki fyrir endann á því. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Útganga Breta leiðir fyrirsjáanlega til þess að gríðarlegir fjármunir hverfa frá London, sem missir stöðu sína sem fjármálamiðstöð Evrópu. Af fréttum frá Bretlandi að dæma er hins vegar langlíklegast að í raun verði ekkert af Brexit. Þess í stað muni bæði bresk stjórnvöld og forsvarsmenn ESB draga djúpt andann og komast að samkomulagi um áframhaldandi veru Bretlands í sambandinu, sem þá yrði væntanlega borin undir breska kjósendur. Úrslit atkvæðagreiðslunnar í síðustu viku hafa án efa gert forystumönnum helstu ESB ríkja ljóst að að óbreyttu er veruleg hætta á að sambandið brotni í frumeindir sínar. Því heyrast ekki lengur raddir þess efnis að Bretar eigi bara að hypja sig hið fyrsta. Hætt er við að fleiri ríki kæmu í kjölfarið og það myndi ESB ekki standa af sér. Þess vegna mun lausn finnast og Bretar fara ekki út. Spákaupmenn munu aftur hefja kaup á pundum og hagnast vel á því þar sem pundið hækkar á ný. Á endanum samþykkja Bretar nýjan aðildarsamning og allir verða ánægðir nema þeir sem eru andsnúnir aðild að ESB af hugsjónaástæðum, svona tæplega helmingur Breta.
Brexit Skjóðan Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira