Rosberg: Ég og bíllinn vorum eitt í dag Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. júní 2016 23:00 Þrír hröðustu menn dagsins. Vísir/Getty Nico Rosberg vann fyrsta Bakú-kappakstur sögunnar í dag. Hann sigldi auðan sjó frá upphafi eftir að hafa ræst af ráspól. Hann átti einnig hraðasta hring keppninnar. Hann náði þrennunni. „Það er alltaf erfitt að vinna Formúlu 1 keppni, þó þessi kunni að hafa litið auðveldlega út. Ég og bíllinn vorum eitt í dag. Það gerist ekki oft svo það var frábært, þá er engin hætta á mistökum eða neitt,“ sagði Rosberg eftir allt að því auðveld 25 stig. „Það kom á óvart að það var enginn öryggisbíll í dag. Ég er afar stoltur af liðinu við bættum okkur gríðarlega mikið. Það er gott að sjá við getum þetta,“ sagði Sebastian Vettel sem varð annar á Ferrari bílnum í dag. „Ég bjóst við aðeins meiri hraða í dag. Ferrari fann mikinn hraða frá því á föstudaginn. Kimi [Raikkonen] var góður í dag en þegar ég fann öruggan stað til að taka fram úr án þess að taka áhættu þá varð ég að láta vaða, þrátt fyrir að ég vissi af refsingunni sem hann fékk,“ sagði Sergio Perez sem varð þriðji á Force India.Lewis Hamilton hefur átt betri daga bak við stýrið.Vísir/Getty„Ég var fljótastur. Ég fékk allt í einu aflið og ég varð fljótastur strax en ég setti aftur í sparigírinn. Ég fór beint í að spara búnaðinn,“ sagði Lewis Hamilton á Mercedes sem varð fimmti. „Við höfðum ekki allan þann hraða sem við vonuðumst eftir í dag. Við gátum sem betur fer látið eitt þjónustuhlé duga í dag. Það var klárlega rétt áætlun,“ sagði Valtteri Bottas sem varð sjötti á Williams. „Ég er ekki sáttur við niðurstöðu keppninnar. Við ræstum af fremstu ráslínu en enduðum allt of aftarlega. Afturdekkin voru ekki að endast hjá okkur í dag. Ég var farinn að spóla í fjórða og fimmta gír strax á fjórða hring. Það boðaði ekki gott,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð sjöundi á Red Bull eftir að hafa ræst annar. Ástralinn hefði viljað enda framar. „Ég lenti í gírkassabilun. Hún ágerðist alla keppnina og við ákváðum að hætta áður en bilunin myndi skemma út frá sér,“ sagði Fernando Alonso sem hætti keppni undir lokin. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Kostuleg keppni í Kanada Lewis Hamilton vann sína aðra á tímabilinu í Kanada. Sebastian Vettel náði forsytunni strax í ræsingu fyrir Ferrari en msitök í keppnisáætlun liðsins kostaði ítalska liðið líklega unna keppni. 16. júní 2016 07:00 Hamilton fljótastur á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins í Bakú. Nico Rosberg á Mercedes var annar á báðum æfingum. Mercedes sýndi mátt sinn á glænýrri braut. 17. júní 2016 20:30 Nico Rosberg vann í Bakú Nico Rosberg á Mercedes var aldrei ógnað hann ræsti fremstur og hélt forystunni til loka. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. 19. júní 2016 14:24 Hefði Ferrari átt að vinna í Kanada? | Sjáðu þáttinn í heild sinni Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta frá kanadíska kappakstrinum. 13. júní 2016 10:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg vann fyrsta Bakú-kappakstur sögunnar í dag. Hann sigldi auðan sjó frá upphafi eftir að hafa ræst af ráspól. Hann átti einnig hraðasta hring keppninnar. Hann náði þrennunni. „Það er alltaf erfitt að vinna Formúlu 1 keppni, þó þessi kunni að hafa litið auðveldlega út. Ég og bíllinn vorum eitt í dag. Það gerist ekki oft svo það var frábært, þá er engin hætta á mistökum eða neitt,“ sagði Rosberg eftir allt að því auðveld 25 stig. „Það kom á óvart að það var enginn öryggisbíll í dag. Ég er afar stoltur af liðinu við bættum okkur gríðarlega mikið. Það er gott að sjá við getum þetta,“ sagði Sebastian Vettel sem varð annar á Ferrari bílnum í dag. „Ég bjóst við aðeins meiri hraða í dag. Ferrari fann mikinn hraða frá því á föstudaginn. Kimi [Raikkonen] var góður í dag en þegar ég fann öruggan stað til að taka fram úr án þess að taka áhættu þá varð ég að láta vaða, þrátt fyrir að ég vissi af refsingunni sem hann fékk,“ sagði Sergio Perez sem varð þriðji á Force India.Lewis Hamilton hefur átt betri daga bak við stýrið.Vísir/Getty„Ég var fljótastur. Ég fékk allt í einu aflið og ég varð fljótastur strax en ég setti aftur í sparigírinn. Ég fór beint í að spara búnaðinn,“ sagði Lewis Hamilton á Mercedes sem varð fimmti. „Við höfðum ekki allan þann hraða sem við vonuðumst eftir í dag. Við gátum sem betur fer látið eitt þjónustuhlé duga í dag. Það var klárlega rétt áætlun,“ sagði Valtteri Bottas sem varð sjötti á Williams. „Ég er ekki sáttur við niðurstöðu keppninnar. Við ræstum af fremstu ráslínu en enduðum allt of aftarlega. Afturdekkin voru ekki að endast hjá okkur í dag. Ég var farinn að spóla í fjórða og fimmta gír strax á fjórða hring. Það boðaði ekki gott,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð sjöundi á Red Bull eftir að hafa ræst annar. Ástralinn hefði viljað enda framar. „Ég lenti í gírkassabilun. Hún ágerðist alla keppnina og við ákváðum að hætta áður en bilunin myndi skemma út frá sér,“ sagði Fernando Alonso sem hætti keppni undir lokin.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Kostuleg keppni í Kanada Lewis Hamilton vann sína aðra á tímabilinu í Kanada. Sebastian Vettel náði forsytunni strax í ræsingu fyrir Ferrari en msitök í keppnisáætlun liðsins kostaði ítalska liðið líklega unna keppni. 16. júní 2016 07:00 Hamilton fljótastur á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins í Bakú. Nico Rosberg á Mercedes var annar á báðum æfingum. Mercedes sýndi mátt sinn á glænýrri braut. 17. júní 2016 20:30 Nico Rosberg vann í Bakú Nico Rosberg á Mercedes var aldrei ógnað hann ræsti fremstur og hélt forystunni til loka. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. 19. júní 2016 14:24 Hefði Ferrari átt að vinna í Kanada? | Sjáðu þáttinn í heild sinni Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta frá kanadíska kappakstrinum. 13. júní 2016 10:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bílskúrinn: Kostuleg keppni í Kanada Lewis Hamilton vann sína aðra á tímabilinu í Kanada. Sebastian Vettel náði forsytunni strax í ræsingu fyrir Ferrari en msitök í keppnisáætlun liðsins kostaði ítalska liðið líklega unna keppni. 16. júní 2016 07:00
Hamilton fljótastur á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins í Bakú. Nico Rosberg á Mercedes var annar á báðum æfingum. Mercedes sýndi mátt sinn á glænýrri braut. 17. júní 2016 20:30
Nico Rosberg vann í Bakú Nico Rosberg á Mercedes var aldrei ógnað hann ræsti fremstur og hélt forystunni til loka. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. 19. júní 2016 14:24
Hefði Ferrari átt að vinna í Kanada? | Sjáðu þáttinn í heild sinni Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta frá kanadíska kappakstrinum. 13. júní 2016 10:00