Ólíkindatólið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 4. júní 2016 07:00 Fleiri ljón eru á vegi Hillary Clinton í prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar en reiknað var með fyrir fáum dögum. Clinton vantar aðeins örfáa kjörmenn til að tryggja sér tilnefninguna, en verðugum andstæðingi hennar í forvalinu, Bernie Sanders, hefur vaxið ásmegin. Prófkjör fer í fram í Kaliforníu á þriðjudag. Þar eru 546 kjörmenn í húfi. Lengi var talið að Clinton ætti sigurinn vísan en hratt hefur dregið saman með þeim Sanders. Munurinn er örfá prósent. En Sanders nægir ekki sigur á þriðjudaginn til að snúa taflinu. Þrátt fyrir tap í Kaliforníu myndi Clinton tryggja útnefninguna í New Jersey ef að líkum lætur. Ósigur hennar yrði vatn á myllu ólíkindaatólsins Donald Trump, sem fyrir löngu hefur tryggt sér útnefningu repúblikana. Tapi Hillary í Gullna fylkinu mun hún enn þurfa að eyða dýrmætu púðri í Sanders. Á meðan þau heyja baráttu getur Trump skipulagt sína harðsnúnu sveit. Hann hefur sýnt í kosningaslagnum hjá repúblikönum að hann má ekki vanmeta. Fáum datt í hug að hann stæði uppi sem sigurvegari í sínum flokki eftir forkosningarnar. Fylgismælingar benda til að ómögulegt sé að útiloka að hann endurtaki leikinn í sjálfum forsetakosningunum. Sjálfur er hann sigurviss. Clinton hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Fyrir utan langdregna baráttuna við Sanders, sætir hún opinberri rannsókn vegna meðferðar á tölvupóstum og trúnaðargögnum frá utanríkisráðherratíð sinni. Nú þegar Alríkislögreglan er komin í málið, er varla hægt að halda því fram lengur að það sé eingöngu runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga. Þetta bætist við þá lífseigu ímynd að hún sé ósvífin og kaldlynd. Einnig er útbreidd skoðun að þau hjónin, hún og Bill Clinton fyrrverandi forseti, tilheyri hópi forréttindafólks, sem hafi notað opinbera stöðu sína til að maka krókinn. Clinton er framúrskarandi forsetaefni. Hún er ekki bara fyrrum forsetafrú. Hún þótti afburða lögmaður, sat á árum áður í stjórnum stórfyrirtækja, ein örfárra kvenna, hún var öldungardeildarþingmaður fyrir New York og síðar utanríkisráðherra. Kona hefur aldrei setið á forsetastóli í Bandaríkjunum. Tímabært er að breyta því. Kjör hennar í valdamesta embætti veraldar mynda valda straumhvörfum í jafnréttisbaráttunni. Ef stefnumál Trump og Clinton eru krufin er þessi staða með ólíkindum. Hennar stefna er vel ígrundað plagg. Það sem frá honum kemur er hrærigrautur - sumt táknmyndir sjónarmiða, sem margir Bandaríkjamenn hreinlega skammast sín fyrir. Hann æpir á múslima, vill loka landamærum, er andvígur fóstureyðingum og hjónavígslum samkynhneigðra, styður almenna byssueign og er með áherslur í utanríkismálum, sem fáir fá nokkurn botn í. Það er heiminum nauðsynlegt að koma í veg fyrir að Trump komist í Hvíta húsið. Á Clinton má finna snögga bletti. En því fyrr sem hún getur beint kröftum sínum óskiptum að hávaðaseggnum Trump, því betra. Sanders verður að meta stöðuna í því ljósi – þrátt fyrir hans brýna erindi sem hefur fengið góðar undirtektir og breytt stjórnmálaumræðunni vestanhafs til hins betra. Kjör hennar í valdamesta embætti veraldar mynda valda straumhvörfum í jafnréttisbaráttunni".Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Fleiri ljón eru á vegi Hillary Clinton í prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar en reiknað var með fyrir fáum dögum. Clinton vantar aðeins örfáa kjörmenn til að tryggja sér tilnefninguna, en verðugum andstæðingi hennar í forvalinu, Bernie Sanders, hefur vaxið ásmegin. Prófkjör fer í fram í Kaliforníu á þriðjudag. Þar eru 546 kjörmenn í húfi. Lengi var talið að Clinton ætti sigurinn vísan en hratt hefur dregið saman með þeim Sanders. Munurinn er örfá prósent. En Sanders nægir ekki sigur á þriðjudaginn til að snúa taflinu. Þrátt fyrir tap í Kaliforníu myndi Clinton tryggja útnefninguna í New Jersey ef að líkum lætur. Ósigur hennar yrði vatn á myllu ólíkindaatólsins Donald Trump, sem fyrir löngu hefur tryggt sér útnefningu repúblikana. Tapi Hillary í Gullna fylkinu mun hún enn þurfa að eyða dýrmætu púðri í Sanders. Á meðan þau heyja baráttu getur Trump skipulagt sína harðsnúnu sveit. Hann hefur sýnt í kosningaslagnum hjá repúblikönum að hann má ekki vanmeta. Fáum datt í hug að hann stæði uppi sem sigurvegari í sínum flokki eftir forkosningarnar. Fylgismælingar benda til að ómögulegt sé að útiloka að hann endurtaki leikinn í sjálfum forsetakosningunum. Sjálfur er hann sigurviss. Clinton hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Fyrir utan langdregna baráttuna við Sanders, sætir hún opinberri rannsókn vegna meðferðar á tölvupóstum og trúnaðargögnum frá utanríkisráðherratíð sinni. Nú þegar Alríkislögreglan er komin í málið, er varla hægt að halda því fram lengur að það sé eingöngu runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga. Þetta bætist við þá lífseigu ímynd að hún sé ósvífin og kaldlynd. Einnig er útbreidd skoðun að þau hjónin, hún og Bill Clinton fyrrverandi forseti, tilheyri hópi forréttindafólks, sem hafi notað opinbera stöðu sína til að maka krókinn. Clinton er framúrskarandi forsetaefni. Hún er ekki bara fyrrum forsetafrú. Hún þótti afburða lögmaður, sat á árum áður í stjórnum stórfyrirtækja, ein örfárra kvenna, hún var öldungardeildarþingmaður fyrir New York og síðar utanríkisráðherra. Kona hefur aldrei setið á forsetastóli í Bandaríkjunum. Tímabært er að breyta því. Kjör hennar í valdamesta embætti veraldar mynda valda straumhvörfum í jafnréttisbaráttunni. Ef stefnumál Trump og Clinton eru krufin er þessi staða með ólíkindum. Hennar stefna er vel ígrundað plagg. Það sem frá honum kemur er hrærigrautur - sumt táknmyndir sjónarmiða, sem margir Bandaríkjamenn hreinlega skammast sín fyrir. Hann æpir á múslima, vill loka landamærum, er andvígur fóstureyðingum og hjónavígslum samkynhneigðra, styður almenna byssueign og er með áherslur í utanríkismálum, sem fáir fá nokkurn botn í. Það er heiminum nauðsynlegt að koma í veg fyrir að Trump komist í Hvíta húsið. Á Clinton má finna snögga bletti. En því fyrr sem hún getur beint kröftum sínum óskiptum að hávaðaseggnum Trump, því betra. Sanders verður að meta stöðuna í því ljósi – þrátt fyrir hans brýna erindi sem hefur fengið góðar undirtektir og breytt stjórnmálaumræðunni vestanhafs til hins betra. Kjör hennar í valdamesta embætti veraldar mynda valda straumhvörfum í jafnréttisbaráttunni".Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun