Ísferð í Brynju endaði með körfuboltaleik við Jeremy Lin: „Ég ætlaði bara að fá mér ís“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. maí 2016 00:08 Ísferð hins 14 ára gamla körfuboltakappa Júlíusar Orra Ágústssonar tók heldur betur óvænta stefnu í kvöld. Ísferð hins 14 ára gamla körfuboltakappa Júlíusar Orra Ágústssonar tók heldur betur óvænta stefnu í kvöld. Það sem átti að vera lauflétt ferð í ísbúðina Brynju í veðurblíðunni á Akureyri í kvöld endaði með því að Júlíus Orri spilaði einn á einn við bandarísku NBA körfubolta stjörnuna Jeremy Lin. „Ég ætlaði bara að fá mér ís,“ segir Júlíus Orri í samtali við Vísi um körfuboltaleikinn óvænta en Júlíus er sjálfur afar efnilegur körfuboltamaður og spilar körfubolta með Þór á Akureyri undir styrkri handleiðslu Benedikts Guðmundssonar þjálfara en Júlíus Orri er nýkrýndur tvöfaldur meistari með 9. flokki Þórs. Júlíus var í för með móður sinni, Guðrúnu Gísladóttir, við Brynju þegar hann rak augun í Jeremy Lin sem spilar með Charlotte Hornets í NBA-deildinni. „Ég spurði mömmu hvort þetta væri örugglega hann en hún sagðist ekkert vita um það,“ segir Júlíus Orri sem var fljótur að vinda sér upp að Jeremy til þess að biðja um eiginhandaráritun. Það var auðsótt mál og var Júlíus Orri ansi kátur þegar mæðginin settust upp í bíl til þess að halda heim á leið. Jeremy Lin á meðan hann var á mála hjá New York Knicks.Vísir/GettyÞá skyndilega datt þeim í hug hvort að Jeremy væri ekki til í að taka einn leik við Jeremy. „Hann titraði allur og skalf og spenntist upp við tilhugsunina þannig að ég fór og spurði hann hvort hann væri til í að taka einn leik við Júlíus Orra,“ segir Guðrún. Það var minnsta mál og elti Jeremy og föruneyti hans þau heim þar sem Júlíus er með lítinn körfuboltavöll. Þar tókust þeir á, Júlíus Orri og Jeremy Lin og líkt sjá má á meðfylgjandi myndbandi var jafnfræði með þeim. „Við tókum einn leik upp í 7. Hann vann mig 7-5 en ég stóð alveg í honum og komst í 4-1,“ en Jeremy tryggði sér sigurinn með þriggja stiga körfu í blálokin. Báðir eru þeir leikstjórnendur og segir Júlíus Orri að upplifunin hafi verið ógleymanleg enda ekki á hverjum degi sem NBA-stjarna mætir á klakann og tekur léttan körfuboltaleik við upprennandi körfuboltastjörnu. Lin, sem var fyrsti Bandaríkjamaðurinn af kínverskum uppruna til að spila í NBA-deildinni, sló í gegn tímabilið 2011-2012 þegar hann lék með New York Knicks, en hálfgert Lin-æði (Linsanity) greip þá um sig í körfuboltaheiminum. Lin, þá lítt þekktur, stökk fram á sjónarsviðið í febrúar 2012 þegar hann leiddi Knicks til sjö sigurleikja í röð. Hann fór m.a. á kostum í leik gegn Lakers í Madison Square Garden þar sem hann skoraði 38 stig og gaf sjö stoðsendingar. Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Ísferð hins 14 ára gamla körfuboltakappa Júlíusar Orra Ágústssonar tók heldur betur óvænta stefnu í kvöld. Það sem átti að vera lauflétt ferð í ísbúðina Brynju í veðurblíðunni á Akureyri í kvöld endaði með því að Júlíus Orri spilaði einn á einn við bandarísku NBA körfubolta stjörnuna Jeremy Lin. „Ég ætlaði bara að fá mér ís,“ segir Júlíus Orri í samtali við Vísi um körfuboltaleikinn óvænta en Júlíus er sjálfur afar efnilegur körfuboltamaður og spilar körfubolta með Þór á Akureyri undir styrkri handleiðslu Benedikts Guðmundssonar þjálfara en Júlíus Orri er nýkrýndur tvöfaldur meistari með 9. flokki Þórs. Júlíus var í för með móður sinni, Guðrúnu Gísladóttir, við Brynju þegar hann rak augun í Jeremy Lin sem spilar með Charlotte Hornets í NBA-deildinni. „Ég spurði mömmu hvort þetta væri örugglega hann en hún sagðist ekkert vita um það,“ segir Júlíus Orri sem var fljótur að vinda sér upp að Jeremy til þess að biðja um eiginhandaráritun. Það var auðsótt mál og var Júlíus Orri ansi kátur þegar mæðginin settust upp í bíl til þess að halda heim á leið. Jeremy Lin á meðan hann var á mála hjá New York Knicks.Vísir/GettyÞá skyndilega datt þeim í hug hvort að Jeremy væri ekki til í að taka einn leik við Jeremy. „Hann titraði allur og skalf og spenntist upp við tilhugsunina þannig að ég fór og spurði hann hvort hann væri til í að taka einn leik við Júlíus Orra,“ segir Guðrún. Það var minnsta mál og elti Jeremy og föruneyti hans þau heim þar sem Júlíus er með lítinn körfuboltavöll. Þar tókust þeir á, Júlíus Orri og Jeremy Lin og líkt sjá má á meðfylgjandi myndbandi var jafnfræði með þeim. „Við tókum einn leik upp í 7. Hann vann mig 7-5 en ég stóð alveg í honum og komst í 4-1,“ en Jeremy tryggði sér sigurinn með þriggja stiga körfu í blálokin. Báðir eru þeir leikstjórnendur og segir Júlíus Orri að upplifunin hafi verið ógleymanleg enda ekki á hverjum degi sem NBA-stjarna mætir á klakann og tekur léttan körfuboltaleik við upprennandi körfuboltastjörnu. Lin, sem var fyrsti Bandaríkjamaðurinn af kínverskum uppruna til að spila í NBA-deildinni, sló í gegn tímabilið 2011-2012 þegar hann lék með New York Knicks, en hálfgert Lin-æði (Linsanity) greip þá um sig í körfuboltaheiminum. Lin, þá lítt þekktur, stökk fram á sjónarsviðið í febrúar 2012 þegar hann leiddi Knicks til sjö sigurleikja í röð. Hann fór m.a. á kostum í leik gegn Lakers í Madison Square Garden þar sem hann skoraði 38 stig og gaf sjö stoðsendingar.
Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira