Það sem við gerum best Jens Garðar Helgason skrifar 24. maí 2016 07:00 Íslenskur sjávarútvegur er leiðandi í heiminum. Íslenskur sjávarútvegur er sá eini meðal ríkja OECD sem er nettógreiðandi til samfélagsins. Í öllum öðrum ríkjum OECD er sjávarútvegur meira og minna ríkisstyrktur eins og landbúnaður. Raunar er hann oft notaður sem eins konar aukabúgrein við ferðaþjónustu, tæki til að skapa líf í höfnum og skemmta túristum. Víða annar staðar er hann svo notaður nær eingöngu sem eins konar byggðatæki. Á Íslandi er reynt að koma til móts við þessar kröfur en við sem komum að sjávarútvegi á Íslandi erum stolt af því að hér á landi eru meiri og strangari kröfur gerðar til atvinnugreinarinnar. Skilar samfélaginu miklu Sjávarútvegsfyrirtæki eru meðal þeirra lögaðila sem greiða allra hæstu skatta til samfélagsins og það þótt veiðigjöld séu ekki talin með. Þegar þau eru tekin inn í myndina raða sjávarútvegsfyrirtæki sér í nær öll efstu sætin þegar kemur að skatttekjum samfélagsins; tekjum sem síðar eru notaðar til að standa undir kostnaði við rekstur samfélags okkar og velferðar. Reyndar er það svo að nær allar greiningar í heiminum benda til þess að þegar kemur að sjávarútvegi hafi okkur Íslendingum tekist betur en öðrum þjóðum við að skapa arðsama, nútímalega og sjálfbæra atvinnugrein. Vel rekin atvinnugrein Sjávarútvegur á Íslandi er þar fyrir utan sú atvinnugrein sem þykir best rekin á Íslandi og skapa mest verðmæti út frá sér. Ef rifjað er upp dæmi í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company gerði í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um Ísland kom fram að einungis ein grein hafi viðunandi virðisauka fjármagns og vinnuafls – sjávarútvegur. Í ljósi þessa má spyrja sig hvers vegna fiskveiðistjórn íslensku þjóðarinnar sé það kerfi sem sumir telja að helst þurfi að breyta á Íslandi. Íslenskur sjávarútvegur þykir nefnilega til marks um að Íslendingar geta gert vel þegar kemur að harðri alþjóðlegri samkeppni og skapað öfluga þekkingargrein. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskur sjávarútvegur er leiðandi í heiminum. Íslenskur sjávarútvegur er sá eini meðal ríkja OECD sem er nettógreiðandi til samfélagsins. Í öllum öðrum ríkjum OECD er sjávarútvegur meira og minna ríkisstyrktur eins og landbúnaður. Raunar er hann oft notaður sem eins konar aukabúgrein við ferðaþjónustu, tæki til að skapa líf í höfnum og skemmta túristum. Víða annar staðar er hann svo notaður nær eingöngu sem eins konar byggðatæki. Á Íslandi er reynt að koma til móts við þessar kröfur en við sem komum að sjávarútvegi á Íslandi erum stolt af því að hér á landi eru meiri og strangari kröfur gerðar til atvinnugreinarinnar. Skilar samfélaginu miklu Sjávarútvegsfyrirtæki eru meðal þeirra lögaðila sem greiða allra hæstu skatta til samfélagsins og það þótt veiðigjöld séu ekki talin með. Þegar þau eru tekin inn í myndina raða sjávarútvegsfyrirtæki sér í nær öll efstu sætin þegar kemur að skatttekjum samfélagsins; tekjum sem síðar eru notaðar til að standa undir kostnaði við rekstur samfélags okkar og velferðar. Reyndar er það svo að nær allar greiningar í heiminum benda til þess að þegar kemur að sjávarútvegi hafi okkur Íslendingum tekist betur en öðrum þjóðum við að skapa arðsama, nútímalega og sjálfbæra atvinnugrein. Vel rekin atvinnugrein Sjávarútvegur á Íslandi er þar fyrir utan sú atvinnugrein sem þykir best rekin á Íslandi og skapa mest verðmæti út frá sér. Ef rifjað er upp dæmi í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company gerði í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um Ísland kom fram að einungis ein grein hafi viðunandi virðisauka fjármagns og vinnuafls – sjávarútvegur. Í ljósi þessa má spyrja sig hvers vegna fiskveiðistjórn íslensku þjóðarinnar sé það kerfi sem sumir telja að helst þurfi að breyta á Íslandi. Íslenskur sjávarútvegur þykir nefnilega til marks um að Íslendingar geta gert vel þegar kemur að harðri alþjóðlegri samkeppni og skapað öfluga þekkingargrein. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun