Nútíminn sem var María Elísabet Bragadóttir skrifar 25. maí 2016 07:00 Ég var nýorðin 10 ára í maí 2003 og þótti aldurinn farinn að segja til sín. Mér skildist að ómögulegt væri að kortleggja nútímann því kennileitin yrðu ekki augljós fyrr en grafin í fönn og orðin að fortíð. Ég einblíndi þess vegna á framtíðina. Fyrir utan gsm-síma á stærð við fingurnögl og fljúgandi bíla olli hún mér hugarangri. Var viss um að ég væri hársbreidd frá því að hverfa frá æskunni. Mannsævin væri þannig samsett að ég myndi á vissum tímapunkti upplifa óhugnanleg umskipti. Fengi splunkunýtt fullorðinssjálf. Aðra stundina forhertur unglingur. Myndi skilja eftir mig sviðna akra og eyðilagða foreldra. Þá næstu skjálfhent gamalmenni með lifrarbletti á handarbakinu að skrúfa skelplötulok af pilluglasi. Nýkomin úr vikulegri lagningu með ljósrauðan varalit smitaðan út í hrukkurnar. Saumandi út í púða, bíðandi dauðans. Fengi engu ráðið. Hvorugt hugnaðist mér. Umkomuleysið gagnvart tímanum algjört. Hin karakterísku vatnaskil reyndust þó engan veginn raunveruleg. Í æsku minni voru helgarpabbar úti um allar trissur. Þrátt fyrir það sá ég þá aldrei sem kennileiti í kortlagningu á nútímanum þó þeir væru það. Nú heyri ég því fleygt að helgarpabbarnir séu skilgetin afkvæmi fortíðarinnar. Glaðbeittir að panta hamborgaratilboð í gegnum bílalúgu á leiðinni í Keiluhöllina. Með sjálflýsandi bros við kjötborðið í Nóatúni að kaupa kíló af frönskum. Síðan keyra þeir rólega út af sviðinu og ný leikmynd er sett upp. Senn rykfalla þeir svo á sama stað og lyklabörnin frá síðustu öld. Þegar öllu er á botninn hvolft er nútíminn næstum alltaf gamaldags.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun
Ég var nýorðin 10 ára í maí 2003 og þótti aldurinn farinn að segja til sín. Mér skildist að ómögulegt væri að kortleggja nútímann því kennileitin yrðu ekki augljós fyrr en grafin í fönn og orðin að fortíð. Ég einblíndi þess vegna á framtíðina. Fyrir utan gsm-síma á stærð við fingurnögl og fljúgandi bíla olli hún mér hugarangri. Var viss um að ég væri hársbreidd frá því að hverfa frá æskunni. Mannsævin væri þannig samsett að ég myndi á vissum tímapunkti upplifa óhugnanleg umskipti. Fengi splunkunýtt fullorðinssjálf. Aðra stundina forhertur unglingur. Myndi skilja eftir mig sviðna akra og eyðilagða foreldra. Þá næstu skjálfhent gamalmenni með lifrarbletti á handarbakinu að skrúfa skelplötulok af pilluglasi. Nýkomin úr vikulegri lagningu með ljósrauðan varalit smitaðan út í hrukkurnar. Saumandi út í púða, bíðandi dauðans. Fengi engu ráðið. Hvorugt hugnaðist mér. Umkomuleysið gagnvart tímanum algjört. Hin karakterísku vatnaskil reyndust þó engan veginn raunveruleg. Í æsku minni voru helgarpabbar úti um allar trissur. Þrátt fyrir það sá ég þá aldrei sem kennileiti í kortlagningu á nútímanum þó þeir væru það. Nú heyri ég því fleygt að helgarpabbarnir séu skilgetin afkvæmi fortíðarinnar. Glaðbeittir að panta hamborgaratilboð í gegnum bílalúgu á leiðinni í Keiluhöllina. Með sjálflýsandi bros við kjötborðið í Nóatúni að kaupa kíló af frönskum. Síðan keyra þeir rólega út af sviðinu og ný leikmynd er sett upp. Senn rykfalla þeir svo á sama stað og lyklabörnin frá síðustu öld. Þegar öllu er á botninn hvolft er nútíminn næstum alltaf gamaldags.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun