Fótbolti

Bale: Enginn leikmaður Atlético Madrid kæmist í okkar lið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bale skoraði í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum.
Bale skoraði í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum. vísir/getty
Gareth Bale hefur kveikt í umræðunni fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu á laugardaginn með því að segja að enginn leikmaður Atlético Madrid komist í byrjunarlið Real Madrid.

Aðeins tveimur stigum munaði á liðunum í spænsku úrvalsdeildinni í vetur og þá tókst Real Madrid ekki að vinna nágranna sína í deildarleikjunum tveimur. Þrátt fyrir það segir Bale að Real Madrid sé klárlega með sterkara lið en Atlético Madrid.

„Að mínu viti myndi enginn leikmaður Atlético komast í lið Real Madrid,“ sagði Bale í samtali við spænska útvarpsstöð.

Sjá einnig: Ancelotti: Pérez bað mig um að breyta hlutverki Bale

Þessi sömu lið mættust einnig í úrslitum Meistaradeildarinnar 2014 þar sem Real Madrid hafði betur með fjórum mörkum gegn einu. Bale skoraði eitt marka liðsins í leiknum.

Bale, sem er á sínu þriðja tímabili hjá Real Madrid, hefur skorað 20 mörk í 30 leikjum í vetur.


Tengdar fréttir

Varane missir af úrslitaleiknum og EM

Raphaël Varane, miðvörður Real Madrid og franska landsliðsins, missir bæði af úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og EM í Frakklandi vegna meiðsla í læri.

Cristiano Ronaldo róar stuðningsmenn Real Madrid

Stuðningsmenn Real Madrid tóku örugglega andköf í dag þegar þeir sáu myndband frá æfingu Real Madrid liðsins en spænska liðið er nú að undirbúa sig fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi.

Beckham: Zidane er rétti maðurinn fyrir Real Madrid

David Beckham segir að Zinedine Zidane sé rétti maðurinn til að stýra spænska stórliðinu Real Madrid. Beckham og Zidane spiluðu saman í þrjú ár hjá félaginu og er vel til vina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×