Obama bauð Sigurð Inga velkominn á íslensku og grínaðist með #AskGuðmundur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2016 13:47 „Það eru greinilega margir á Íslandi sem heita Guðmundur,“ sagði Obama í gamansömum tón. Skjáskot „Ég ætla að reyna að eins og ég get að bera þetta fram rétt: Tervetuloa, velkomin, velkomenn, välkommen,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti á nánast lýtalausum Norðurlandatungum þegar hann bauð ráðamenn Íslands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands velkomna til Bandaríkjanna en þar eru þeir nú staddir í opinberri heimsókn. Það var létt yfir Obama þegar hann hélt stutta tölu þegar tekið var á móti leiðtogum Norðurlandanna og minntist hann örstutt á mennsku leitarvélina Ask Guðmundur sem Inspired by Iceland setti af stað til þess að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna. „Fyrir þá sem ætla að ferðast til Norðurlandana vil ég segja að þeir hafi ekkert að óttast. Mér skilst að Svíþjóð sé með símanúmer þar sem hægt er að tala við Svía. Ísland býður svo upp á að senda spurningar á #AskGudmundur. Það eru greinilega margir á Íslandi sem heita Guðmundur,“ sagði Obama í gamansömum tón. Sjá einnig: Obama gerði grín að skóm SigmundarObama fór fögrum orðum um Norðurlöndin og þakkaði þeim fyrir stuðning við Bandaríkin í gegnum árin auk þess sem hann þakkaði þeim kærlega fyrir að finna upp nytsamleg tól á borð við Skype og Spotify sem hönnuð voru á Norðurlöndunum. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, er sem stendur staddur í Bandaríkjunum ásamt öðrum forsætisráðherrum Norðurlandanna á leiðtogafundi Norðurlandanna og Bandaríkjanna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, er einnig á fundinum. Á vef forsætisráðuneytisins kemur fram að fundurinn sé framhald fundar leiðtoga Norðurlandanna og Bandaríkjanna sem haldinn var í Svíþjóð árið 2013. Til umræðu verður samvinna Bandaríkjanna og Norðurlandanna á ýmsum sviðum alþjóða- og utanríkismála.Sjá má ávarp Obama hér fyrir neðan.“We are honored to welcome, not one nation, but five—our great Nordic friends” —@POTUS #NordicVisit #NordicUSAsummit https://t.co/upBtWJ1tK9— The White House (@WhiteHouse) May 13, 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi til fundar við Obama Fundinn ber upp föstudaginn þrettánda maí. 7. apríl 2016 00:46 Obama gerði grín að skóm Sigmundar "Það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra 6. september 2013 10:21 Erlendar fréttasíður fjalla um strigaskó Sigmundar Fátt hefur vakið meiri athygli hér á landi síðasta sólarhringinn en strigaskór forsætisráðherra á fundi með Barack Obama Bandaríkjaforseta. 6. september 2013 14:26 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
„Ég ætla að reyna að eins og ég get að bera þetta fram rétt: Tervetuloa, velkomin, velkomenn, välkommen,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti á nánast lýtalausum Norðurlandatungum þegar hann bauð ráðamenn Íslands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands velkomna til Bandaríkjanna en þar eru þeir nú staddir í opinberri heimsókn. Það var létt yfir Obama þegar hann hélt stutta tölu þegar tekið var á móti leiðtogum Norðurlandanna og minntist hann örstutt á mennsku leitarvélina Ask Guðmundur sem Inspired by Iceland setti af stað til þess að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna. „Fyrir þá sem ætla að ferðast til Norðurlandana vil ég segja að þeir hafi ekkert að óttast. Mér skilst að Svíþjóð sé með símanúmer þar sem hægt er að tala við Svía. Ísland býður svo upp á að senda spurningar á #AskGudmundur. Það eru greinilega margir á Íslandi sem heita Guðmundur,“ sagði Obama í gamansömum tón. Sjá einnig: Obama gerði grín að skóm SigmundarObama fór fögrum orðum um Norðurlöndin og þakkaði þeim fyrir stuðning við Bandaríkin í gegnum árin auk þess sem hann þakkaði þeim kærlega fyrir að finna upp nytsamleg tól á borð við Skype og Spotify sem hönnuð voru á Norðurlöndunum. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, er sem stendur staddur í Bandaríkjunum ásamt öðrum forsætisráðherrum Norðurlandanna á leiðtogafundi Norðurlandanna og Bandaríkjanna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, er einnig á fundinum. Á vef forsætisráðuneytisins kemur fram að fundurinn sé framhald fundar leiðtoga Norðurlandanna og Bandaríkjanna sem haldinn var í Svíþjóð árið 2013. Til umræðu verður samvinna Bandaríkjanna og Norðurlandanna á ýmsum sviðum alþjóða- og utanríkismála.Sjá má ávarp Obama hér fyrir neðan.“We are honored to welcome, not one nation, but five—our great Nordic friends” —@POTUS #NordicVisit #NordicUSAsummit https://t.co/upBtWJ1tK9— The White House (@WhiteHouse) May 13, 2016
Tengdar fréttir Sigurður Ingi til fundar við Obama Fundinn ber upp föstudaginn þrettánda maí. 7. apríl 2016 00:46 Obama gerði grín að skóm Sigmundar "Það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra 6. september 2013 10:21 Erlendar fréttasíður fjalla um strigaskó Sigmundar Fátt hefur vakið meiri athygli hér á landi síðasta sólarhringinn en strigaskór forsætisráðherra á fundi með Barack Obama Bandaríkjaforseta. 6. september 2013 14:26 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Obama gerði grín að skóm Sigmundar "Það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra 6. september 2013 10:21
Erlendar fréttasíður fjalla um strigaskó Sigmundar Fátt hefur vakið meiri athygli hér á landi síðasta sólarhringinn en strigaskór forsætisráðherra á fundi með Barack Obama Bandaríkjaforseta. 6. september 2013 14:26