Góðkynja sósíalismi og illkynja Pawel Bartoszek skrifar 14. maí 2016 07:00 Dæmigerður vestrænn hægrimaður sér sósíalismann fyrir sér einhvern veginn svona: Sósíalisminn er gaur sem labbar inn í bakarí, heimtar köku, dreifir henni til vegfarenda, safnar hrósi og heimtar meira. Sumir stjórnmálamenn slást við svona sósíalisma alla sína ævi og fara að líta á hann sem einhvern meginóvin. En það er hann ekki. Sósíalismi sem taka vill meiri og meiri köku og gefa liðinu sem á enga köku er þrátt fyrir allt góðkynja sósíalismi. Það er auðvelt að lifa með honum og jafnvel hafa gaman af honum. Það sem virkilega er ástæða til að óttast er hins vega sósíalismi sem labbar inn í bakaríið og spyr: Vantar ykkur einhverja hjálp? Get ég kíkt í eldhúsið og komið með nokkur vel valin ráð? Þegar skammta þarf mat, bensín eða smokka í Venesúela réttlæta stjórnvöld það ýmist með háu eða lágu heimsmarkaðsverði á olíu. Allar þessar afsakanir eru rugl. Ástæða þess að Venesúela hefur gert sjálft sig óstarfhæft er illkynja sósíalismi. Það er sósíalismi þar sem fyrirtæki er þjóðnýtt í morgunmat. Það er sósíalismi þar sem allur gróði er talinn til merkis um glæp eða sóun. Það er kerfi sem leggur sífellt meiri og þyngri kvaðir á þá sem enn hafa ekki gefist upp. Heimsbankinn áætlar að það eitt að borga skatta í Venesúela taki um 800 klukkustundir fyrir meðalstórt fyrirtæki. Á Íslandi er talan 140 klukkutímar. Háir skattar eru kannski einhver hluti vanda Venesúela en ekki rót hans. Búið er að rústa bakarínu og þeir sem ruddust inn með háleitar hugmyndir kunnu bara ekki rassgat að baka brauð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun
Dæmigerður vestrænn hægrimaður sér sósíalismann fyrir sér einhvern veginn svona: Sósíalisminn er gaur sem labbar inn í bakarí, heimtar köku, dreifir henni til vegfarenda, safnar hrósi og heimtar meira. Sumir stjórnmálamenn slást við svona sósíalisma alla sína ævi og fara að líta á hann sem einhvern meginóvin. En það er hann ekki. Sósíalismi sem taka vill meiri og meiri köku og gefa liðinu sem á enga köku er þrátt fyrir allt góðkynja sósíalismi. Það er auðvelt að lifa með honum og jafnvel hafa gaman af honum. Það sem virkilega er ástæða til að óttast er hins vega sósíalismi sem labbar inn í bakaríið og spyr: Vantar ykkur einhverja hjálp? Get ég kíkt í eldhúsið og komið með nokkur vel valin ráð? Þegar skammta þarf mat, bensín eða smokka í Venesúela réttlæta stjórnvöld það ýmist með háu eða lágu heimsmarkaðsverði á olíu. Allar þessar afsakanir eru rugl. Ástæða þess að Venesúela hefur gert sjálft sig óstarfhæft er illkynja sósíalismi. Það er sósíalismi þar sem fyrirtæki er þjóðnýtt í morgunmat. Það er sósíalismi þar sem allur gróði er talinn til merkis um glæp eða sóun. Það er kerfi sem leggur sífellt meiri og þyngri kvaðir á þá sem enn hafa ekki gefist upp. Heimsbankinn áætlar að það eitt að borga skatta í Venesúela taki um 800 klukkustundir fyrir meðalstórt fyrirtæki. Á Íslandi er talan 140 klukkutímar. Háir skattar eru kannski einhver hluti vanda Venesúela en ekki rót hans. Búið er að rústa bakarínu og þeir sem ruddust inn með háleitar hugmyndir kunnu bara ekki rassgat að baka brauð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.